Val á Íþróttamanni ársins Magnús Árni Magnússon skrifar 10. janúar 2012 06:00 Í fyrstu viku hvers árs er vaninn að Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi kynni val sitt á Íþróttamanni ársins sem liðið er í beinni útsendingu ljósvakamiðla, en samtökin hafa staðið að þessu vali allt frá árinu 1956. Þetta er hátíðleg og glæsileg stund eins og vera ber og þeir sem hnossið hljóta eru að vanda hrærðir og glaðir og sumir íþróttamenn líta jafnvel á þessa viðurkenningu sem þá stærstu sem þeir hljóta á ferlinum. Þessi verðlaun eru í hugum margra ígildi þess að íslenska þjóðin heiðri sinn fremsta afreksmann hverju sinni. Í ár varð knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson fyrir valinu og er hann vel að verðlaununum kominn eftir langan og glæstan feril sem virðist vera að springa út öllum að óvörum um þessar mundir. Hamingjuóskir til hans. Nú ku hafa verið óvenju spennandi kosning um íþróttamann ársins og margir nýir kallaðir, sem munu án efa hljóta hnossið einhver næstu ár. Þessar spennandi kosningar draga athyglina að því hverjir það eru sem fara með atkvæðisréttinn í þessu mikilvæga vali og þegar það er skoðað á vefsíðu samtakanna má segja að hrollur hríslist niður bakið. Samkvæmt reglugerð um kjör á Íþróttamanni ársins sem finna má á vefsíðu samtakanna eru það fullgildir meðlimir í samtökunum sem eru atkvæðisbærir í þessu kjöri. Samkvæmt vefsíðu samtakanna eru þeir 22. Þeir eru allir karlar. Ég endurtek, ef upplýsingarnar á vefsíðunni eru réttar er hver einn og einasti þeirra sem kjósa um íþróttamann ársins karlkyns. Nú spyr maður er ekki árið 2012, en ekki 1912? Nú verður það að segjast að Samtök íþróttafréttamanna eru að sönnu afar lítil samtök og kannski myndu einhverjir segja að athyglin sem þessi verðlaun fá sé út úr öllu korti miðað við að félagarnir í samtökunum eru samkvæmt áðurnefndri vefsíðu einungis þessir 22 karlar. En verðlaunin hafa sannarlega unnið sér sess í hjörtum þjóðarinnar og vekja athygli á okkar fremsta afreksfólki á hverjum tíma og skapa með því jákvæðar fyrirmyndir í íþróttastarfi. Hafi samtökin þökk fyrir það. Hins vegar er það auðvitað svo að í þeim glæsilega hópi sem hefur hlotið verðlaunin frá árinu 1956 er hægt að telja konurnar á fingrum annarar handar (ýkjulaust). Maður spyr sig hvort það standi í sambandi við það að afrekskonurnar okkar séu svona miklu lélegri í íþróttum en karlarnir, eða hvort þessi fáránlega einsleiti hópur sem atkvæði greiðir í vali á Íþróttamanni ársins ráði þar einhverju um. Eða hvort það sé eitthvað annað og ef svo er þá dettur mér ekkert í hug. Maður getur ímyndað sér að þátttaka í vali á Íþróttamanni ársins sé hápunktur starfsins hjá þessum 22 félagsmönnum í Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi og að þeim sé því sárt um að breyta þeim aðferðum sem beitt er við valið svo það endurspegli einnig sjónarmið hins kynsins á íþróttirnar (hver veit, kannski er það annað!). Það mætti t.a.m. leyfa almenningi að taka þátt með símakosningu, gera skoðanakönnun, eða gera átak í því að fá þær glæsilegu konur sem fjalla oftsinnis um íþróttir í fjölmiðlum til að skrá sig í félagið. Eitt er víst. Svona getur þetta ekki haldið áfram, því þessi stórundarlegi kynjahalli (ef halla skyldi kalla) kastar óþarfri rýrð á þessi virtu verðlaun, sem eru fyrir löngu orðin e.k. þjóðareign. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í fyrstu viku hvers árs er vaninn að Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi kynni val sitt á Íþróttamanni ársins sem liðið er í beinni útsendingu ljósvakamiðla, en samtökin hafa staðið að þessu vali allt frá árinu 1956. Þetta er hátíðleg og glæsileg stund eins og vera ber og þeir sem hnossið hljóta eru að vanda hrærðir og glaðir og sumir íþróttamenn líta jafnvel á þessa viðurkenningu sem þá stærstu sem þeir hljóta á ferlinum. Þessi verðlaun eru í hugum margra ígildi þess að íslenska þjóðin heiðri sinn fremsta afreksmann hverju sinni. Í ár varð knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson fyrir valinu og er hann vel að verðlaununum kominn eftir langan og glæstan feril sem virðist vera að springa út öllum að óvörum um þessar mundir. Hamingjuóskir til hans. Nú ku hafa verið óvenju spennandi kosning um íþróttamann ársins og margir nýir kallaðir, sem munu án efa hljóta hnossið einhver næstu ár. Þessar spennandi kosningar draga athyglina að því hverjir það eru sem fara með atkvæðisréttinn í þessu mikilvæga vali og þegar það er skoðað á vefsíðu samtakanna má segja að hrollur hríslist niður bakið. Samkvæmt reglugerð um kjör á Íþróttamanni ársins sem finna má á vefsíðu samtakanna eru það fullgildir meðlimir í samtökunum sem eru atkvæðisbærir í þessu kjöri. Samkvæmt vefsíðu samtakanna eru þeir 22. Þeir eru allir karlar. Ég endurtek, ef upplýsingarnar á vefsíðunni eru réttar er hver einn og einasti þeirra sem kjósa um íþróttamann ársins karlkyns. Nú spyr maður er ekki árið 2012, en ekki 1912? Nú verður það að segjast að Samtök íþróttafréttamanna eru að sönnu afar lítil samtök og kannski myndu einhverjir segja að athyglin sem þessi verðlaun fá sé út úr öllu korti miðað við að félagarnir í samtökunum eru samkvæmt áðurnefndri vefsíðu einungis þessir 22 karlar. En verðlaunin hafa sannarlega unnið sér sess í hjörtum þjóðarinnar og vekja athygli á okkar fremsta afreksfólki á hverjum tíma og skapa með því jákvæðar fyrirmyndir í íþróttastarfi. Hafi samtökin þökk fyrir það. Hins vegar er það auðvitað svo að í þeim glæsilega hópi sem hefur hlotið verðlaunin frá árinu 1956 er hægt að telja konurnar á fingrum annarar handar (ýkjulaust). Maður spyr sig hvort það standi í sambandi við það að afrekskonurnar okkar séu svona miklu lélegri í íþróttum en karlarnir, eða hvort þessi fáránlega einsleiti hópur sem atkvæði greiðir í vali á Íþróttamanni ársins ráði þar einhverju um. Eða hvort það sé eitthvað annað og ef svo er þá dettur mér ekkert í hug. Maður getur ímyndað sér að þátttaka í vali á Íþróttamanni ársins sé hápunktur starfsins hjá þessum 22 félagsmönnum í Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi og að þeim sé því sárt um að breyta þeim aðferðum sem beitt er við valið svo það endurspegli einnig sjónarmið hins kynsins á íþróttirnar (hver veit, kannski er það annað!). Það mætti t.a.m. leyfa almenningi að taka þátt með símakosningu, gera skoðanakönnun, eða gera átak í því að fá þær glæsilegu konur sem fjalla oftsinnis um íþróttir í fjölmiðlum til að skrá sig í félagið. Eitt er víst. Svona getur þetta ekki haldið áfram, því þessi stórundarlegi kynjahalli (ef halla skyldi kalla) kastar óþarfri rýrð á þessi virtu verðlaun, sem eru fyrir löngu orðin e.k. þjóðareign.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun