Skáldskapur og veruleiki Páll Valsson skrifar 25. janúar 2012 06:00 Guðrún Jónsdóttir skrifar grein í Fréttablaðið þar sem hún lýsir óánægju sinni með bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, en Hallgrímur hefur ekki farið dult með að ýmislegt í ævi og fari aðalpersónunnar, Herbjargar Maríu Björnsson, eigi sér rætur í lífi Brynhildar Georgíu Björnsson, móður Guðrúnar. Guðrún bendir meðal annars lesendum á að vilji þeir kynna sér ævi móður sinnar sé betra að lesa ævisögu Brynhildar Georgíu, Ellefu líf. Þar hefur Guðrún hárrétt fyrir sér því skáldsaga Hallgríms er alls ekki ævisaga Brynhildar Georgíu, eins og hann tekur reyndar mjög rækilega fram í aðfaraorðum að skáldsögunni. Og sem skáldsaga lýtur hún lögmálum skáldskapar og þeim einum. Alkunna er og alsiða að rithöfundar heyja sér efni í bækur sínar úr hinu daglega lífi, fyrr og nú, og búa til úr þeim sínar eigin sögur. Ýmsar þekktustu og ástsælustu persónur íslenskra bókmennta eiga sér fyrirmyndir, þótt engum komi til hugar að kalla skáldsagnapersónurnar til vitnis um hið raunverulega líf fyrirmyndanna. Við lesum til að mynda ekki Heimsljós eftir Halldór Laxness til þess að kynna okkur líf Magnúsar Hjaltasonar, sem var fyrirmynd Halldórs að Ólafi Kárasyni. Oftlega og einatt þarf höfundur að laga efnið í hendi sér svo sagan nái tilgangi sínum og bókmenntalegum markmiðum. Jafnvel í bókum sem liggja á heldur óskýrum mörkum skáldskapar og veruleika grípa höfundar til þess að víkja frá „sannleikanum" þegar bókmenntaleg nauðsyn krefur; þekkt dæmi um slíkt er Íslenskur aðall eftir hinn annars óljúgfróða höfund Þórberg Þórðarson. Konan við 1000° er viðburðarík saga um stórbrotna konu sem lifir ótrúlega tíma, enda er skáldsagan öðrum þræði saga tuttugustu aldar. Ekki var allt fallegt í þeirri sögu og óhjákvæmilegt að örlög persónu sem látin er spegla hina blóðugu öld dragi af því nokkurn dám. Trúlega hefur saga Brynhildar Georgíu leitað svo sterkt á Hallgrím vegna þess að í gegnum hana fær snjall höfundur frábært tækifæri til þess að skoða liðna öld í öllum sínum fjölbreytileika; frá hinni dýpstu eymd til hæstu hæða. Tæplega hvarflar að nokkrum lesanda að sá sé að lesa sanna ævisögu Brynhildar Georgíu, og skorinorð aðfaraorð höfundar taka þá af öll tvímæli í því efni. Þess vegna held ég að áhyggjur Guðrúnar af mannorði móður sinnar séu óþarfar. Þvert á móti held ég að skáldsaga Hallgríms kalli á bæði virðingu og samúð með söguhetjunni – og þá ef til vill á forvitni til þess að kynna sér raunverulega sögu þeirrar merkilegu konu sem blés skáldinu sagnaranda í brjóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Tólfta lífið Það var í janúar fyrir ári sem ég sá viðtal í DV við Hallgrím Helgason rithöfund. Þar kom fram að hann væri að skrifa bók byggða á sögu móður minnar sem hét Brynhildur Georgía Björnsson og lést í febrúar 2008. Þó ég hefði ekkert af skrifum Hallgríms vitað komu þau mér ekki á óvart því móðir mín hafði eitt sinn sagt mér af símtali á milli þeirra tveggja. 21. janúar 2012 06:00 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir skrifar grein í Fréttablaðið þar sem hún lýsir óánægju sinni með bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, en Hallgrímur hefur ekki farið dult með að ýmislegt í ævi og fari aðalpersónunnar, Herbjargar Maríu Björnsson, eigi sér rætur í lífi Brynhildar Georgíu Björnsson, móður Guðrúnar. Guðrún bendir meðal annars lesendum á að vilji þeir kynna sér ævi móður sinnar sé betra að lesa ævisögu Brynhildar Georgíu, Ellefu líf. Þar hefur Guðrún hárrétt fyrir sér því skáldsaga Hallgríms er alls ekki ævisaga Brynhildar Georgíu, eins og hann tekur reyndar mjög rækilega fram í aðfaraorðum að skáldsögunni. Og sem skáldsaga lýtur hún lögmálum skáldskapar og þeim einum. Alkunna er og alsiða að rithöfundar heyja sér efni í bækur sínar úr hinu daglega lífi, fyrr og nú, og búa til úr þeim sínar eigin sögur. Ýmsar þekktustu og ástsælustu persónur íslenskra bókmennta eiga sér fyrirmyndir, þótt engum komi til hugar að kalla skáldsagnapersónurnar til vitnis um hið raunverulega líf fyrirmyndanna. Við lesum til að mynda ekki Heimsljós eftir Halldór Laxness til þess að kynna okkur líf Magnúsar Hjaltasonar, sem var fyrirmynd Halldórs að Ólafi Kárasyni. Oftlega og einatt þarf höfundur að laga efnið í hendi sér svo sagan nái tilgangi sínum og bókmenntalegum markmiðum. Jafnvel í bókum sem liggja á heldur óskýrum mörkum skáldskapar og veruleika grípa höfundar til þess að víkja frá „sannleikanum" þegar bókmenntaleg nauðsyn krefur; þekkt dæmi um slíkt er Íslenskur aðall eftir hinn annars óljúgfróða höfund Þórberg Þórðarson. Konan við 1000° er viðburðarík saga um stórbrotna konu sem lifir ótrúlega tíma, enda er skáldsagan öðrum þræði saga tuttugustu aldar. Ekki var allt fallegt í þeirri sögu og óhjákvæmilegt að örlög persónu sem látin er spegla hina blóðugu öld dragi af því nokkurn dám. Trúlega hefur saga Brynhildar Georgíu leitað svo sterkt á Hallgrím vegna þess að í gegnum hana fær snjall höfundur frábært tækifæri til þess að skoða liðna öld í öllum sínum fjölbreytileika; frá hinni dýpstu eymd til hæstu hæða. Tæplega hvarflar að nokkrum lesanda að sá sé að lesa sanna ævisögu Brynhildar Georgíu, og skorinorð aðfaraorð höfundar taka þá af öll tvímæli í því efni. Þess vegna held ég að áhyggjur Guðrúnar af mannorði móður sinnar séu óþarfar. Þvert á móti held ég að skáldsaga Hallgríms kalli á bæði virðingu og samúð með söguhetjunni – og þá ef til vill á forvitni til þess að kynna sér raunverulega sögu þeirrar merkilegu konu sem blés skáldinu sagnaranda í brjóst.
Tólfta lífið Það var í janúar fyrir ári sem ég sá viðtal í DV við Hallgrím Helgason rithöfund. Þar kom fram að hann væri að skrifa bók byggða á sögu móður minnar sem hét Brynhildur Georgía Björnsson og lést í febrúar 2008. Þó ég hefði ekkert af skrifum Hallgríms vitað komu þau mér ekki á óvart því móðir mín hafði eitt sinn sagt mér af símtali á milli þeirra tveggja. 21. janúar 2012 06:00
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun