Ofurskattur á samgöngum Özur Lárusson skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Á dögunum birti Capacent niðurstöður úr könnun um ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins er gerð var á tímabilinu október til desember 2011. Könnunin er um margt athyglisverð og gefur glögga mynd af ferðamáta almennings bæði á haustmánuðum sem og í samskonar könnun er gerð var í febrúar 2002. Það sem kemur ekki á óvart er að liðlega 76% aðspurðra sinna sínum daglegu erindum á einkabílnum. Það sem er athyglisvert er að mjög svipað hlutfall gerði það árið 2002 sem segir manni að þrátt fyrir hækkandi eldsneytisverð og stóraukna skattheimtu ríkisins á bílinn og eldsneyti þá eru kostirnir í stöðunni þeir sömu í dag og þeir voru 2002, þ.e. einkabíllinn. Við búum í stóru en fámennu landi sem gerir það að verkum að almenningssamgöngur verða alltaf takmörkunum háðar. Allar hugmyndir um stórbættar almenningssamgöngur í gegnum tíðina hafa ekki gengið eftir og er ósköp skiljanleg ástæða fyrir því. Það er fámennið, það verður aldrei hægt að koma á fót öflugu lestarkerfi eða öðru álíka sem fullnægir þörfum okkar til samgangna í því fámenni sem við búum við, það er einfaldlega of dýrt og mun aldrei standa undir sér. Við getum ekki borið okkur saman að því leyti við nágrannaþjóðir okkar þar sem íbúafjöldi er margfalt meiri og byggðir mun þéttari. Við erum og verðum háð einkabílnum í samgöngum og því þurfa stjórnvöld að hætta skattpíningu á bílnum og rekstri hans. Skattheimta ríkisins af eldsneyti er komin í tæpan helming þess verðs sem bensínið kostar úti á bensínstöð, það er skattpíning, þó svo stjórnvöld haldi öðru fram og bendi á, máli sínu til stuðnings, að hún sé svipuð og jafnvel minni en gengur og gerist í samanburðarlöndunum sem oft er vitnað til! Sá samanburður er ekki sanngjarn því almenningur í þessum svokölluðu samanburðarlöndum hefur val, þ.e. nothæft almenningssamgangnakerfi í formi lesta, sporvagna og strætókerfis sem virkar. Hjólreiðar hafa sótt í sig veðrið hérlendis sem er mjög jákvæð þróun, þar geta sveitarfélög og stjórnvöld stórbætt aðstöðu með átaki í gerð hjólreiðastíga o.fl. Bílaumferð og hjólreiðar fara ekki vel saman og því þarf að bæta aðstöðu hjólreiðafólks stórlega. Það er hins vegar staðreynd að hjólreiðar koma ekki í stað bílsins við þær vegalengdir og veðurfar sem við búum við enda gera þær það hvergi þó svo allar aðstæður til hjólreiða séu betri annars staðar en hér á landi. Tölurnar tala sínu máli eins og fram kemur í skýrslu Capacent, 4% nota Strætó, 15% ganga, 3,8% hjóla og 76,4% ferðast í einkabílnum. Ef stjórnvöld vilja stuðla að bættum samgöngum almennings þurfa þau að endurskoða skattheimtu sína af bílum og eldsneyti. Það er ekki hægt að búa við þessa ofurskatta í sjálfsögðum samgöngum ef við ætlum að halda áfram að komast á milli staða með fólk og vörur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birti Capacent niðurstöður úr könnun um ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins er gerð var á tímabilinu október til desember 2011. Könnunin er um margt athyglisverð og gefur glögga mynd af ferðamáta almennings bæði á haustmánuðum sem og í samskonar könnun er gerð var í febrúar 2002. Það sem kemur ekki á óvart er að liðlega 76% aðspurðra sinna sínum daglegu erindum á einkabílnum. Það sem er athyglisvert er að mjög svipað hlutfall gerði það árið 2002 sem segir manni að þrátt fyrir hækkandi eldsneytisverð og stóraukna skattheimtu ríkisins á bílinn og eldsneyti þá eru kostirnir í stöðunni þeir sömu í dag og þeir voru 2002, þ.e. einkabíllinn. Við búum í stóru en fámennu landi sem gerir það að verkum að almenningssamgöngur verða alltaf takmörkunum háðar. Allar hugmyndir um stórbættar almenningssamgöngur í gegnum tíðina hafa ekki gengið eftir og er ósköp skiljanleg ástæða fyrir því. Það er fámennið, það verður aldrei hægt að koma á fót öflugu lestarkerfi eða öðru álíka sem fullnægir þörfum okkar til samgangna í því fámenni sem við búum við, það er einfaldlega of dýrt og mun aldrei standa undir sér. Við getum ekki borið okkur saman að því leyti við nágrannaþjóðir okkar þar sem íbúafjöldi er margfalt meiri og byggðir mun þéttari. Við erum og verðum háð einkabílnum í samgöngum og því þurfa stjórnvöld að hætta skattpíningu á bílnum og rekstri hans. Skattheimta ríkisins af eldsneyti er komin í tæpan helming þess verðs sem bensínið kostar úti á bensínstöð, það er skattpíning, þó svo stjórnvöld haldi öðru fram og bendi á, máli sínu til stuðnings, að hún sé svipuð og jafnvel minni en gengur og gerist í samanburðarlöndunum sem oft er vitnað til! Sá samanburður er ekki sanngjarn því almenningur í þessum svokölluðu samanburðarlöndum hefur val, þ.e. nothæft almenningssamgangnakerfi í formi lesta, sporvagna og strætókerfis sem virkar. Hjólreiðar hafa sótt í sig veðrið hérlendis sem er mjög jákvæð þróun, þar geta sveitarfélög og stjórnvöld stórbætt aðstöðu með átaki í gerð hjólreiðastíga o.fl. Bílaumferð og hjólreiðar fara ekki vel saman og því þarf að bæta aðstöðu hjólreiðafólks stórlega. Það er hins vegar staðreynd að hjólreiðar koma ekki í stað bílsins við þær vegalengdir og veðurfar sem við búum við enda gera þær það hvergi þó svo allar aðstæður til hjólreiða séu betri annars staðar en hér á landi. Tölurnar tala sínu máli eins og fram kemur í skýrslu Capacent, 4% nota Strætó, 15% ganga, 3,8% hjóla og 76,4% ferðast í einkabílnum. Ef stjórnvöld vilja stuðla að bættum samgöngum almennings þurfa þau að endurskoða skattheimtu sína af bílum og eldsneyti. Það er ekki hægt að búa við þessa ofurskatta í sjálfsögðum samgöngum ef við ætlum að halda áfram að komast á milli staða með fólk og vörur.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun