Dagur hinna slæmu "túrverkja“ Silja Ástþórsdóttir skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Ég vakna upp við skerandi sársauka. Ég teygi mig eftir verkjatöflunum og skelli í mig tveimur parkódín forte og tveimur íbúfen. Ég veit að lyfin slá ekki á verkina en þau sljóvga mig aðeins sem er skárra en ekkert. Ég hnippi í manninn minn sem fer svefndrukkinn á fætur og kemur til baka með tvo hitapoka sem veita mér svolitla líkn. Fram eftir morgni græt ég og styn af kvölum. Ég dreg það eins lengi og ég get að fara á salernið en loks get ég ekki dregið það lengur og maðurinn minn styður mig fram. Það er stingandi sárt að pissa og það kemur yfir mig gríðarleg þörf til að hafa hægðir en það er jafnframt svo sárt. Ég finn að ég er að detta út og læt mig síga niður á gólfið. Þegar ég ranka úr yfirliðinu er líðanin óbærileg. Ég ligg á hliðinni á köldu flísalögðu gólfinu og kasta upp. Þegar það alversta er liðið hjá, ber maðurinn minn mig inn í rúm. Í vanmætti sínum reynir hann að hugga mig með því að strjúka mér en mér finnst öll snerting óþægileg. Sama hvað læknirinn sagði, þá getur þetta ekki verið eðlilegt. Við ákveðum að hringja í lækni sem kemur og tvístígur yfir mér og afræður loks að senda mig með sjúkrabíl á spítala. Þegar þangað er komið ganga hlutirnir hægt. Blóðþrýstingurinn er mældur, blóðprufa tekin og mér gefin aumingjaleg panodyl. Reyndar eru verkirnir aðeins farnir að hjaðna þegar þarna er komið sögu enda langt liðið á daginn. Ég er dauðuppgefin og dorma þar sem ég ligg á bekknum. Loks er okkur tjáð að ekkert finnist að mér og okkur bent á að fara niður á kvennadeild Landspítalans. Þar er ég skoðuð í sónar sem sýnir að ekkert sé að frekar en fyrri daginn og við erum send heim án nokkurra frekari ráðlegginga. Í næsta verkjakasti ætla ég að vera heima og ekki eyða orkunni í tilgangslausa spítalaferð. Stundum vildi ég bara fá að deyja. Ekki af því að ég sé í grunninn þunglynd eða áhugalaus um lífið. Þessir stöðugu verkir og allt sem þeim fylgir er einfaldlega það slæmt að það er óbærilegt að lifa með því. Vika endómetríósu á ÍslandiÁ morgun hefst vika endómetríósu á Íslandi. Henni lýkur 1. mars með alþjóðlega gulu-bola-deginum en á þeim degi er fólk hvatt til að sýna samhug og klæðast einhverju gulu sem er litur endómetríósu. Endómetríósa/legslímuflakk er krónískur móðurlífssjúkdómur. Talið er að um 5% kvenna séu með sjúkdóminn. Meðalgreiningartími sjúkdómsins er sjö ár víðast um heim og er engin ástæða til að ætla að greiningartíminn sé styttri hér á landi. Algengt er að endó-konur fari lækna á milli í mörg ár í leit að sjúkdómsgreiningu og hjálp áður en greining fæst. Á meðan grasserar sjúkdómurinn og versnar og líðanin eftir því sömuleiðis. Sjúkdómurinn á sér margar birtingarmyndir. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni hans meðan aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Sjúkdómurinn getur leitt til örorku og í einstaka tilvikum hafa fylgikvillar sjúkdómsins leitt til dauða. Um 30% af ófrjósemi og vanfrjósemi kvenna er talið mega rekja til endómetríósu. Merki um endómetríósu geta meðal annars verið eitt eða fleiri af eftirfarandi einkennum: Miklir verkir við blæðingar, sársauki við þvaglát og/eða hægðir, sársauki við kynlíf og síþreyta. Sjúkdómurinn er aðallega meðhöndlaður með skurðaðgerðum og hormónagjöf sem geta gefið góða raun. Kvensjúkdómalæknar, skólahjúkrunarfólk og heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar, ættingjar, vinir og vinkonur, munið eftir sjúkdómnum endómetríósu og vísið konu með ofangreind einkenni til Samtaka um endómetríósu. Það gæti bjargað henni frá margra ára þrautagöngu. Fyrsta skrefið í átt að bata er að fá sjúkdómsgreiningu og þar með vita hvað er að. Heimasíða: endo.is. Netfang: [email protected]. Facebook: Samtök um endómetríósu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vakna upp við skerandi sársauka. Ég teygi mig eftir verkjatöflunum og skelli í mig tveimur parkódín forte og tveimur íbúfen. Ég veit að lyfin slá ekki á verkina en þau sljóvga mig aðeins sem er skárra en ekkert. Ég hnippi í manninn minn sem fer svefndrukkinn á fætur og kemur til baka með tvo hitapoka sem veita mér svolitla líkn. Fram eftir morgni græt ég og styn af kvölum. Ég dreg það eins lengi og ég get að fara á salernið en loks get ég ekki dregið það lengur og maðurinn minn styður mig fram. Það er stingandi sárt að pissa og það kemur yfir mig gríðarleg þörf til að hafa hægðir en það er jafnframt svo sárt. Ég finn að ég er að detta út og læt mig síga niður á gólfið. Þegar ég ranka úr yfirliðinu er líðanin óbærileg. Ég ligg á hliðinni á köldu flísalögðu gólfinu og kasta upp. Þegar það alversta er liðið hjá, ber maðurinn minn mig inn í rúm. Í vanmætti sínum reynir hann að hugga mig með því að strjúka mér en mér finnst öll snerting óþægileg. Sama hvað læknirinn sagði, þá getur þetta ekki verið eðlilegt. Við ákveðum að hringja í lækni sem kemur og tvístígur yfir mér og afræður loks að senda mig með sjúkrabíl á spítala. Þegar þangað er komið ganga hlutirnir hægt. Blóðþrýstingurinn er mældur, blóðprufa tekin og mér gefin aumingjaleg panodyl. Reyndar eru verkirnir aðeins farnir að hjaðna þegar þarna er komið sögu enda langt liðið á daginn. Ég er dauðuppgefin og dorma þar sem ég ligg á bekknum. Loks er okkur tjáð að ekkert finnist að mér og okkur bent á að fara niður á kvennadeild Landspítalans. Þar er ég skoðuð í sónar sem sýnir að ekkert sé að frekar en fyrri daginn og við erum send heim án nokkurra frekari ráðlegginga. Í næsta verkjakasti ætla ég að vera heima og ekki eyða orkunni í tilgangslausa spítalaferð. Stundum vildi ég bara fá að deyja. Ekki af því að ég sé í grunninn þunglynd eða áhugalaus um lífið. Þessir stöðugu verkir og allt sem þeim fylgir er einfaldlega það slæmt að það er óbærilegt að lifa með því. Vika endómetríósu á ÍslandiÁ morgun hefst vika endómetríósu á Íslandi. Henni lýkur 1. mars með alþjóðlega gulu-bola-deginum en á þeim degi er fólk hvatt til að sýna samhug og klæðast einhverju gulu sem er litur endómetríósu. Endómetríósa/legslímuflakk er krónískur móðurlífssjúkdómur. Talið er að um 5% kvenna séu með sjúkdóminn. Meðalgreiningartími sjúkdómsins er sjö ár víðast um heim og er engin ástæða til að ætla að greiningartíminn sé styttri hér á landi. Algengt er að endó-konur fari lækna á milli í mörg ár í leit að sjúkdómsgreiningu og hjálp áður en greining fæst. Á meðan grasserar sjúkdómurinn og versnar og líðanin eftir því sömuleiðis. Sjúkdómurinn á sér margar birtingarmyndir. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni hans meðan aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Sjúkdómurinn getur leitt til örorku og í einstaka tilvikum hafa fylgikvillar sjúkdómsins leitt til dauða. Um 30% af ófrjósemi og vanfrjósemi kvenna er talið mega rekja til endómetríósu. Merki um endómetríósu geta meðal annars verið eitt eða fleiri af eftirfarandi einkennum: Miklir verkir við blæðingar, sársauki við þvaglát og/eða hægðir, sársauki við kynlíf og síþreyta. Sjúkdómurinn er aðallega meðhöndlaður með skurðaðgerðum og hormónagjöf sem geta gefið góða raun. Kvensjúkdómalæknar, skólahjúkrunarfólk og heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar, ættingjar, vinir og vinkonur, munið eftir sjúkdómnum endómetríósu og vísið konu með ofangreind einkenni til Samtaka um endómetríósu. Það gæti bjargað henni frá margra ára þrautagöngu. Fyrsta skrefið í átt að bata er að fá sjúkdómsgreiningu og þar með vita hvað er að. Heimasíða: endo.is. Netfang: [email protected]. Facebook: Samtök um endómetríósu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar