Árið 1996 Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. mars 2012 06:00 Árið 1996 hófst á mánudegi. Íslendingar voru 267.958 að tölu. Bíómiði kostaði 550 krónur. Mánaðaráskrift að Morgunblaðinu kostaði 1.700 krónur. Fréttablaðið var ekki til. Árið 1996 átti Davíð Oddsson eftir að vera forsætisráðherra í átta ár. Ólafur Skúlason var biskup. Jóhanna Sigurðardóttir fór fyrir Þjóðvaka. Það var herstöð á Miðnesheiði. Enn voru sex ár í einkavæðingu bankanna. Tólf ár í Hrunið. Árið 1996 var John Major forsætisráðherra Bretlands, Yasser Arafat forseti heimastjórnar Palestínumanna, Helmut Kohl kanslari Þýskalands. Fimm ár voru í árásirnar á tvíburaturnana í New York. Sjö ár í Íraksstríðið. Árið 1996 voru tvö ár liðin frá því Kurt Cobain fyrirfór sér. Flannelskyrtur og Dr. Martens skór grunge-tímabilsins tóku að víkja fyrir míní-pilsum og klumbuskóm eins og stúlknabandið Spice Girls klæddist er þær gáfu út fyrstu smáskífu sína. Ökklabrot færðust í aukana. Hár flæktist í burstum um heim allan er konur reyndu að öðlast hinn heilaga kaleik: greiðslu sem bauð þyngdaraflinu birginn og nefndist „Rachel" í höfuðið á persónu eins vinsælasta gamanþáttar tímabilsins, Friends. Enn voru fjögur ár í að Jennifer Aniston sem lék umrædda Rachel giftist kyntröllinu Brad Pitt svo hjörtu kvenna með flatara hár brustu. Níu ár voru í að þau skildu. Árið 1996 rispaði ég stuðarann á Volvónum hans pabba, nýkomin með bílpróf. Anna Mjöll söng Sjúbbídú. Þá fæddist fyrsta klónaða spendýrið, kindin Dollý. Fimm ár voru í að Smáralind opnaði. Google var aðeins óbreytt rannsóknarverkefni tveggja nörda í Stanford-háskóla. Fólk var nýhætt að hlusta á kassettur. Tölvufyrirtækið Apple var á barmi gjaldþrots og iPod og iPhone voru aðeins rafmagn milli heilafrumna í höfðinu á Steve nokkrum Jobs. Þeir sem fæddust árið 1996 hefja nú senn nám í framhaldsskóla. Þeir sem fjölguðu mannkyninu árið 1996 mega fara að búa sig undir rispur á stuðurum bíla sinna. Árið 1996 var Ólafur Ragnar Grímsson kosinn í embætti forseta Íslands. Hefur hann setið af sér alla helstu lýðræðislega kjörnu þjóðarleiðtoga heimsins. Meira að segja Pútín. Hann hefur séð góðæri koma og fara, stríð koma og fara, hárið á Jennifer Aniston fletjast út og nú síðast flannelskyrtur og Dr. Martens koma aftur í tísku. Ólafur Ragnar hefur setið af sér heila tískuhringrás, heilu stjörnuhjónaböndin, heilu tæknibyltingarnar. Er þetta ekki orðið gott? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun
Árið 1996 hófst á mánudegi. Íslendingar voru 267.958 að tölu. Bíómiði kostaði 550 krónur. Mánaðaráskrift að Morgunblaðinu kostaði 1.700 krónur. Fréttablaðið var ekki til. Árið 1996 átti Davíð Oddsson eftir að vera forsætisráðherra í átta ár. Ólafur Skúlason var biskup. Jóhanna Sigurðardóttir fór fyrir Þjóðvaka. Það var herstöð á Miðnesheiði. Enn voru sex ár í einkavæðingu bankanna. Tólf ár í Hrunið. Árið 1996 var John Major forsætisráðherra Bretlands, Yasser Arafat forseti heimastjórnar Palestínumanna, Helmut Kohl kanslari Þýskalands. Fimm ár voru í árásirnar á tvíburaturnana í New York. Sjö ár í Íraksstríðið. Árið 1996 voru tvö ár liðin frá því Kurt Cobain fyrirfór sér. Flannelskyrtur og Dr. Martens skór grunge-tímabilsins tóku að víkja fyrir míní-pilsum og klumbuskóm eins og stúlknabandið Spice Girls klæddist er þær gáfu út fyrstu smáskífu sína. Ökklabrot færðust í aukana. Hár flæktist í burstum um heim allan er konur reyndu að öðlast hinn heilaga kaleik: greiðslu sem bauð þyngdaraflinu birginn og nefndist „Rachel" í höfuðið á persónu eins vinsælasta gamanþáttar tímabilsins, Friends. Enn voru fjögur ár í að Jennifer Aniston sem lék umrædda Rachel giftist kyntröllinu Brad Pitt svo hjörtu kvenna með flatara hár brustu. Níu ár voru í að þau skildu. Árið 1996 rispaði ég stuðarann á Volvónum hans pabba, nýkomin með bílpróf. Anna Mjöll söng Sjúbbídú. Þá fæddist fyrsta klónaða spendýrið, kindin Dollý. Fimm ár voru í að Smáralind opnaði. Google var aðeins óbreytt rannsóknarverkefni tveggja nörda í Stanford-háskóla. Fólk var nýhætt að hlusta á kassettur. Tölvufyrirtækið Apple var á barmi gjaldþrots og iPod og iPhone voru aðeins rafmagn milli heilafrumna í höfðinu á Steve nokkrum Jobs. Þeir sem fæddust árið 1996 hefja nú senn nám í framhaldsskóla. Þeir sem fjölguðu mannkyninu árið 1996 mega fara að búa sig undir rispur á stuðurum bíla sinna. Árið 1996 var Ólafur Ragnar Grímsson kosinn í embætti forseta Íslands. Hefur hann setið af sér alla helstu lýðræðislega kjörnu þjóðarleiðtoga heimsins. Meira að segja Pútín. Hann hefur séð góðæri koma og fara, stríð koma og fara, hárið á Jennifer Aniston fletjast út og nú síðast flannelskyrtur og Dr. Martens koma aftur í tísku. Ólafur Ragnar hefur setið af sér heila tískuhringrás, heilu stjörnuhjónaböndin, heilu tæknibyltingarnar. Er þetta ekki orðið gott?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun