Kannski sé ég draumaprinsinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. mars 2012 23:00 Rómantík. Eru ástarsögur ómerkilegt rusl en skvísubækur raunsönn lýsing á lífi nútímakvenna? Er mikill munur á kvenhetjum í þessum bókmenntagreinum eða er þetta allt sama tóbakið? Friðrika Benónýsdóttir rýndi í bækur um konur og ástina. Hreinræktaðar ástarsögur voru alvöru bækur þegar ég var að alast upp. Komu út í löngum röðum, innbundnar með tælandi kápumyndum fyrir hver jól og var flíkað í bókahillum þjóðarinnar rétt eins og öðrum bókum. Theresa Charles, Ib Cavling, Barbara Cartland, Victoria Holt og Bodil Fossberg áttu skáldsögur í hverju jólabókaflóði og voru meðal mest lesnu höfundanna, þótt þau kæmust kannski ekki í sömu hæðir og Alistair MacLean og Ken Follet. Ástarsögurnar gegndu hlutverki sápuóperanna áður en sjónvarpsútsendingar hófust og ekki fór mikið fyrir því í umræðunni að konur skömmuðust sín fyrir að lesa þess konar bókmenntir. Á níunda áratugnum hafði kvennabaráttunni vaxið það sprettharður fiskur um hrygg að bóla fór á skömmustu hjá aðdáendum ástarsagna. Auðvitað gat ekki nokkur meðvituð kona verið þekkt fyrir að lesa slíkan þvætting, sem gerði konur að kynferðislegum viðföngum sem þurftu að reiða sig á einhvern karlpung til að komast áfram í lífinu. Ástarsögurnar urðu æ sjaldséðari á útgáfulistum stóru forlaganna og upp spruttu lítil forlög sem gáfu slíkar bækur út í ódýrum kiljuútgáfum. Ástarsagan var orðin nokkurs konar neðanjarðarvarningur sem konur stálust til að kaupa og lesa í laumi eins og karlar klámblöð. Markaðurinn þurfti þó auðvit-að enn að svala þörfum þeirra kvenna sem langaði að lesa léttmeti um eigið líf og drauma. Útkoma Dagbókar Bridget Jones árið 1996 hrinti af stað flóðbylgju bóka um líf ungra kvenna í makaleit, sem markaðssettar voru með því fororði að þetta væru sko alls ekki ástarsögur heldur skemmtibækur um vandamál hins daglega lífs. Ekki sér fyrir endann á skvísubókabylgjunni en á seinni árum hefur sú tilfinning orðið áleitnari að skilin á milli ástarsagna og skvísubóka hafi orðið þynnri og séu kannski um það bil að mást út. Skilgreiningar: ástarsaga eða skvísubók?Ástarsögur hafa notið ómældra vinsælda allt frá því að Samuel Richardsson sendi frá sér söguna Pamela eða Laun dyggðarinnar árið 1740. Sú bók olli straumhvörfum í sagnagerð þar sem sagan var alfarið sögð út frá sjónarhorni kvenhetjunnar og hverfðist um ástarsamband. Á nítjándu öld tók Jane Austen við boltanum og þróaði ástarsöguna á svo meistaralegan hátt að enn í dag eru sögur hennar ein helsta fyrirmynd bæði ástarsagnahöfunda og skvísubókahöfundanna sem komu fram á sjónarsviðið á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar hinnar óborganlegu Bridgetar Jones. Samkvæmt skilgreiningu er ástarsaga saga þar sem megináherslan liggur á að lýsa ástarsambandi tveggja persóna og „verður að hafa tilfinningalega fullnægjandi endi á bjartsýnum nótum". Skilgreiningin á skvísubókmenntum er dálítið þokukenndari en á vefsíðunni chicklit.com eru þær skilgreindar sem bækur um konur eftir konur sem fjalli um hið daglega líf nútímakvenna, svo sem ástarsambönd, hjónabönd, vináttu, atvinnulífið, áhyggjur af líkamsþyngd, fíkn og fleira, oftast í gamansömum tón. Tekið er fram að skvísubækur geti ekki flokkast sem ástarsögur þar sem áherslan á sambönd söguhetjunnar við vini, fjölskyldu og vinnufélaga hafi oft alveg jafnmikla vigt og ástarsamböndin. Ástarsögur skiptast reyndar í margar undirgreinar: ást og sakamál, örlagasögur, sjúkrahússögur, sagnfræðilegar sögur og svo framvegis, en ástin er þungamiðjan í þeim öllum og óhugsandi að kvenhetjan öðlist hamingju eftir öðrum leiðum en hjónabandi með hinum útvalda. Sú niðurstaða er yfirleitt ekki sett fram með jafn afgerandi hætti í skvísubókunum en leitin að maka er þó ansi áberandi í þeim flestum og oftar en ekki lýkur þeim á því að söguhetjan er komin í örugga höfn í faðmi hins eina rétta.Skurðlæknir eða Colin Firth? Flestallar hefðbundnar ástarsögur sem koma út hérlendis eru bandarískar að uppruna og bera þess ótvíræð merki. Eins og við þekkjum úr ótal bíómyndum og sjónvarpsþáttum virðist hjónabandið vera hið endanlega markmið allra bandarískra kvenna undir þrítugu og söguhetjurnar í Rauðu seríunni eru engin undantekning frá þeirri reglu. Hjónaband eða dauði virðist vera mantra sem hömruð hefur verið inn í þær frá unga aldri. Þessar sögur hafa þó að sjálfsögðu þróast í takt við tíðarandann. Unga, saklausa, óflekkaða stúlkan er nánast dottin út sem söguhetja og í stað hennar eru komnar karríerkonur á milli tvítugs og þrítugs, sumar fráskildar og ótrúlega margar þeirra eru einstæðar mæður, sem segir sína sögu um markhópinn sem þessi bókaflokkur vill höfða til. Þær eru í meira og minna klúðri með líf sitt, oft ofsóttar af fyrri maka eða á flótta undan gömlu leyndarmáli sem enginn má komast að. Lausnin er aðeins ein: hái, myndarlegi, maðurinn sem oftar en ekki er fráhrindandi við fyrstu kynni og býr kannski sjálfur yfir ógnvænlegum leyndarmálum. Hann er í langflestum tilfellum læknir, lögreglumaður, auðmaður frá Texas eða traustur smábæjargæi með allt sitt á þurru. Eftir hefðbundið vesen, misskilning og árekstra ná þau tvö saman og leiðast inn í huglægt sólarlag. Söguhetjur skvísubókanna eru líka undantekningarlítið karríerkonur, oft reka þær eigið fyrirtæki sem tengist kvenlegum dyggðum. Þær baka, prjóna, búa til blómaskreytingar og svo framvegis, ævinlega með ótrúlegum árangri og við mikla hrifningu allra sem komast í kynni við framleiðslu þeirra. Vandamál þeirra eru yfirleitt ekki eins ógnvekjandi og ástarsagnakvennanna, en nóg er af vandamálunum samt og á seinni árum hefur verið ótvíræð tilhneiging til að láta þær einmitt eiga óuppgerð vandamál úr fortíðinni sem, merkilegt nokk, draumaprinsinn hjálpar þeim að leysa. Þær hafa þó haft frelsi til að gamna sér með öðrum mönnum á leiðinni í hjónasængina, ólíkt ástarsagnakonunum, þannig að í því tilliti eru skvísubækurnar tengdari raunveruleikanum. Draumaprinsinn er hins vegar ósköp svipaður; í góðri stöðu, traustur og stabíll, kannski ekkert óskaplega spennandi (samanber Darcy í Bridget Jones) en hefur til að bera akkúrat þá eiginleika sem kvenhetjan þarf á að halda til að koma skikki á líf sitt. Auglýsingadúkkur og draugarÞað sem kannski aðskilur ástarsögur og skvísubækur mest er að enn sem komið er standa raunverulegir höfundar að baki skvísubókunum, konur sem geta komið fram undir nafni, mætt í sjónvarpsviðtöl og upplestratúra, verið gangandi auglýsing fyrir karríerkonuna sem þær skrifa um. Raunar hafa þær raddir orðið æ háværari í seinni tíð að ritstjórnarstefna forlaganna sé sú að steypa allar þessar sögur í sama mótið og að höfundarnir þekki tæpast eigin verk þegar þau birtast á prenti, þannig að höfundurinn er kannski á leið með að verða auglýsingabrella sem á lítið af textanum í bókinni sem við hann er kennd. Ástarsögurnar sem hér koma út í Rauðu seríunni koma allar frá bandaríska bókaforlaginu Harlequin sem hefur á sínum snærum fjölda draugapenna sem framleiða ástarsögur eftir fyrirfram gefinni formúlu í massavís. Uppdiktuð, grípandi nöfn eru síðan sett á kápur bókanna þar sem bók verður að eiga sér höfund, hvort sem hann er raunverulegur eða ekki. Aldrei mæta þó höfundar slíkra sagna í viðtöl eða upplestra eins og gefur að skilja. Þeir eru ekki til. Ástin blívurEndalaust er hægt að velta því fyrir sér hvað valdi því að þessir tveir bókaflokkar einoka nánast markaðinn í því sem útgefið er fyrir konur. Eitt er þó alveg á hreinu: Hvort sem konur velja sér hefðbundnar ástarsögur eða harðsoðnar skvísubækur til að örva drauma sína og flýja veruleikann þá er ljóst að stór hópur kvenna vill bækur sem fjalla um leitina að ástinni. Það mun vart breytast í bráð, enda eins gott fyrir viðhald mannkynsins að konur ímyndi sér að ást og hjónaband sé leiðin að hamingjunni. Lífið Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fleiri fréttir Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Sjá meira
Eru ástarsögur ómerkilegt rusl en skvísubækur raunsönn lýsing á lífi nútímakvenna? Er mikill munur á kvenhetjum í þessum bókmenntagreinum eða er þetta allt sama tóbakið? Friðrika Benónýsdóttir rýndi í bækur um konur og ástina. Hreinræktaðar ástarsögur voru alvöru bækur þegar ég var að alast upp. Komu út í löngum röðum, innbundnar með tælandi kápumyndum fyrir hver jól og var flíkað í bókahillum þjóðarinnar rétt eins og öðrum bókum. Theresa Charles, Ib Cavling, Barbara Cartland, Victoria Holt og Bodil Fossberg áttu skáldsögur í hverju jólabókaflóði og voru meðal mest lesnu höfundanna, þótt þau kæmust kannski ekki í sömu hæðir og Alistair MacLean og Ken Follet. Ástarsögurnar gegndu hlutverki sápuóperanna áður en sjónvarpsútsendingar hófust og ekki fór mikið fyrir því í umræðunni að konur skömmuðust sín fyrir að lesa þess konar bókmenntir. Á níunda áratugnum hafði kvennabaráttunni vaxið það sprettharður fiskur um hrygg að bóla fór á skömmustu hjá aðdáendum ástarsagna. Auðvitað gat ekki nokkur meðvituð kona verið þekkt fyrir að lesa slíkan þvætting, sem gerði konur að kynferðislegum viðföngum sem þurftu að reiða sig á einhvern karlpung til að komast áfram í lífinu. Ástarsögurnar urðu æ sjaldséðari á útgáfulistum stóru forlaganna og upp spruttu lítil forlög sem gáfu slíkar bækur út í ódýrum kiljuútgáfum. Ástarsagan var orðin nokkurs konar neðanjarðarvarningur sem konur stálust til að kaupa og lesa í laumi eins og karlar klámblöð. Markaðurinn þurfti þó auðvit-að enn að svala þörfum þeirra kvenna sem langaði að lesa léttmeti um eigið líf og drauma. Útkoma Dagbókar Bridget Jones árið 1996 hrinti af stað flóðbylgju bóka um líf ungra kvenna í makaleit, sem markaðssettar voru með því fororði að þetta væru sko alls ekki ástarsögur heldur skemmtibækur um vandamál hins daglega lífs. Ekki sér fyrir endann á skvísubókabylgjunni en á seinni árum hefur sú tilfinning orðið áleitnari að skilin á milli ástarsagna og skvísubóka hafi orðið þynnri og séu kannski um það bil að mást út. Skilgreiningar: ástarsaga eða skvísubók?Ástarsögur hafa notið ómældra vinsælda allt frá því að Samuel Richardsson sendi frá sér söguna Pamela eða Laun dyggðarinnar árið 1740. Sú bók olli straumhvörfum í sagnagerð þar sem sagan var alfarið sögð út frá sjónarhorni kvenhetjunnar og hverfðist um ástarsamband. Á nítjándu öld tók Jane Austen við boltanum og þróaði ástarsöguna á svo meistaralegan hátt að enn í dag eru sögur hennar ein helsta fyrirmynd bæði ástarsagnahöfunda og skvísubókahöfundanna sem komu fram á sjónarsviðið á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar hinnar óborganlegu Bridgetar Jones. Samkvæmt skilgreiningu er ástarsaga saga þar sem megináherslan liggur á að lýsa ástarsambandi tveggja persóna og „verður að hafa tilfinningalega fullnægjandi endi á bjartsýnum nótum". Skilgreiningin á skvísubókmenntum er dálítið þokukenndari en á vefsíðunni chicklit.com eru þær skilgreindar sem bækur um konur eftir konur sem fjalli um hið daglega líf nútímakvenna, svo sem ástarsambönd, hjónabönd, vináttu, atvinnulífið, áhyggjur af líkamsþyngd, fíkn og fleira, oftast í gamansömum tón. Tekið er fram að skvísubækur geti ekki flokkast sem ástarsögur þar sem áherslan á sambönd söguhetjunnar við vini, fjölskyldu og vinnufélaga hafi oft alveg jafnmikla vigt og ástarsamböndin. Ástarsögur skiptast reyndar í margar undirgreinar: ást og sakamál, örlagasögur, sjúkrahússögur, sagnfræðilegar sögur og svo framvegis, en ástin er þungamiðjan í þeim öllum og óhugsandi að kvenhetjan öðlist hamingju eftir öðrum leiðum en hjónabandi með hinum útvalda. Sú niðurstaða er yfirleitt ekki sett fram með jafn afgerandi hætti í skvísubókunum en leitin að maka er þó ansi áberandi í þeim flestum og oftar en ekki lýkur þeim á því að söguhetjan er komin í örugga höfn í faðmi hins eina rétta.Skurðlæknir eða Colin Firth? Flestallar hefðbundnar ástarsögur sem koma út hérlendis eru bandarískar að uppruna og bera þess ótvíræð merki. Eins og við þekkjum úr ótal bíómyndum og sjónvarpsþáttum virðist hjónabandið vera hið endanlega markmið allra bandarískra kvenna undir þrítugu og söguhetjurnar í Rauðu seríunni eru engin undantekning frá þeirri reglu. Hjónaband eða dauði virðist vera mantra sem hömruð hefur verið inn í þær frá unga aldri. Þessar sögur hafa þó að sjálfsögðu þróast í takt við tíðarandann. Unga, saklausa, óflekkaða stúlkan er nánast dottin út sem söguhetja og í stað hennar eru komnar karríerkonur á milli tvítugs og þrítugs, sumar fráskildar og ótrúlega margar þeirra eru einstæðar mæður, sem segir sína sögu um markhópinn sem þessi bókaflokkur vill höfða til. Þær eru í meira og minna klúðri með líf sitt, oft ofsóttar af fyrri maka eða á flótta undan gömlu leyndarmáli sem enginn má komast að. Lausnin er aðeins ein: hái, myndarlegi, maðurinn sem oftar en ekki er fráhrindandi við fyrstu kynni og býr kannski sjálfur yfir ógnvænlegum leyndarmálum. Hann er í langflestum tilfellum læknir, lögreglumaður, auðmaður frá Texas eða traustur smábæjargæi með allt sitt á þurru. Eftir hefðbundið vesen, misskilning og árekstra ná þau tvö saman og leiðast inn í huglægt sólarlag. Söguhetjur skvísubókanna eru líka undantekningarlítið karríerkonur, oft reka þær eigið fyrirtæki sem tengist kvenlegum dyggðum. Þær baka, prjóna, búa til blómaskreytingar og svo framvegis, ævinlega með ótrúlegum árangri og við mikla hrifningu allra sem komast í kynni við framleiðslu þeirra. Vandamál þeirra eru yfirleitt ekki eins ógnvekjandi og ástarsagnakvennanna, en nóg er af vandamálunum samt og á seinni árum hefur verið ótvíræð tilhneiging til að láta þær einmitt eiga óuppgerð vandamál úr fortíðinni sem, merkilegt nokk, draumaprinsinn hjálpar þeim að leysa. Þær hafa þó haft frelsi til að gamna sér með öðrum mönnum á leiðinni í hjónasængina, ólíkt ástarsagnakonunum, þannig að í því tilliti eru skvísubækurnar tengdari raunveruleikanum. Draumaprinsinn er hins vegar ósköp svipaður; í góðri stöðu, traustur og stabíll, kannski ekkert óskaplega spennandi (samanber Darcy í Bridget Jones) en hefur til að bera akkúrat þá eiginleika sem kvenhetjan þarf á að halda til að koma skikki á líf sitt. Auglýsingadúkkur og draugarÞað sem kannski aðskilur ástarsögur og skvísubækur mest er að enn sem komið er standa raunverulegir höfundar að baki skvísubókunum, konur sem geta komið fram undir nafni, mætt í sjónvarpsviðtöl og upplestratúra, verið gangandi auglýsing fyrir karríerkonuna sem þær skrifa um. Raunar hafa þær raddir orðið æ háværari í seinni tíð að ritstjórnarstefna forlaganna sé sú að steypa allar þessar sögur í sama mótið og að höfundarnir þekki tæpast eigin verk þegar þau birtast á prenti, þannig að höfundurinn er kannski á leið með að verða auglýsingabrella sem á lítið af textanum í bókinni sem við hann er kennd. Ástarsögurnar sem hér koma út í Rauðu seríunni koma allar frá bandaríska bókaforlaginu Harlequin sem hefur á sínum snærum fjölda draugapenna sem framleiða ástarsögur eftir fyrirfram gefinni formúlu í massavís. Uppdiktuð, grípandi nöfn eru síðan sett á kápur bókanna þar sem bók verður að eiga sér höfund, hvort sem hann er raunverulegur eða ekki. Aldrei mæta þó höfundar slíkra sagna í viðtöl eða upplestra eins og gefur að skilja. Þeir eru ekki til. Ástin blívurEndalaust er hægt að velta því fyrir sér hvað valdi því að þessir tveir bókaflokkar einoka nánast markaðinn í því sem útgefið er fyrir konur. Eitt er þó alveg á hreinu: Hvort sem konur velja sér hefðbundnar ástarsögur eða harðsoðnar skvísubækur til að örva drauma sína og flýja veruleikann þá er ljóst að stór hópur kvenna vill bækur sem fjalla um leitina að ástinni. Það mun vart breytast í bráð, enda eins gott fyrir viðhald mannkynsins að konur ímyndi sér að ást og hjónaband sé leiðin að hamingjunni.
Lífið Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fleiri fréttir Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið