Talað upp í vindinn 24. mars 2012 06:00 Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins notuðu nýafstaðna flokksráðsfundi til að lýsa yfir því að kosningabaráttan væri hafin þó að meir en ár lifi af kjörtímabilinu. Forsætisráðherrann hóf baráttuna með því að kalla eftir þjóðarsátt um upptöku evru og inngöngu í Evrópusambandið. Enginn annar forsætisráðherra hefur jafn oft og á jafn skömmum tíma kallað eftir þjóðarsátt um öll möguleg mál. Að sama skapi hefur enginn staðið jafn lengi í sömu sporum og talað upp í vindinn. Formaður Sjálfstæðisflokksins hóf baráttuna á hinn bóginn með afgerandi yfirlýsingu um að flokkurinn ætli að standa vörð um krónuna. Að hans mati á efnahagsstjórnin að byggjast á sveigjanleika hennar enda hafi það reynst vel nema þegar illa var stjórnað. Með þessu staðsetur Sjálfstæðisflokkurinn sig við hliðina á VG og núverandi efnahagsráðherra að því er tekur til peningamálanna. Öfugmælin í þessu öllu eru þau að forsætisráðherrann kemur fram með ákall um þjóðarsátt gegn stefnu samstarfsflokksins í peningamálum sem ræður þó för ríkisstjórnarinnar á því sviði og ber stjórnskipulega ábyrgð á málaflokknum. Varla er unnt að hugsa upp dæmi um meiri pólitíska sjálfheldu en þessa enda eru peningamálin sá öxull sem allt annað snýst um. Það athygliverða er að engin viðbrögð eru við þjóðarsáttarákallinu nú fremur en í fyrri tilvikum. Forsætisráðherra hlýtur að velta því fyrir sér hvers vegna enginn hefur nokkru sinni tekið mark á áköllum hans um þjóðarsátt; ekki samherjar í þingflokknum, ekki samstarfsflokkurinn, ekki hagsmunasamtökin og ekki stjórnarandstaðan. Hugur þarf að fylgja máli Eina rökræna skýringin er sú að hugur hafi aldrei fylgt máli. Ef svo hefði verið hefði forsætisráðherra sýnt þjóðinni fram á að það hefði pólitískar afleiðingar að hunsa ákall um þjóðarsátt, því það er stórt orð hákot. Þess í stað er ákallið orðið eins og kækur sem enginn tekur eftir lengur. Að því er peningamálin varðar hefur tvískinnungurinn gagnvart inngöngu í Evrópusambandið og myntbandalagið komið fram með margvíslegu móti. Forsætisráðherra notaði til að mynda þriggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar til að senda þau skilaboð að þrátt fyrir ákvörðun Alþingis um aðildarumsókn væri ríkisstjórnin aðeins að skoða kosti og galla aðildar. Aðild að Evrópska myntbandalaginu krefst samhæfðrar og aðhaldssamrar stefnu í ríkisfjármálum og peningamálum. Forsætisráðherra hefur á hinn bóginn verið helsti talsmaður þess að láta undan þrýstingi um aukin útgjöld. Á síðasta ári var ákveðið að slá á frest markmiðinu um jöfnuð í ríkisfjármálum sem upphaflega var sett í efnahagsáætlun fyrri ríkisstjórnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá hefur flokkur forsætisráðherrans tekið virkan þátt í því með VG að halda fjármögnun á margvíslegum stórum opinberum framkvæmdum og viðfangsefnum utan við efnahagsreikning ríkissjóðs. Þó að þetta sé gert fyrir opnum tjöldum eru efnahagsleg áhrif slíkra bókhaldsbragða svipuð og menn þekkja frá Grikklandi. Þetta sýnir að ríkisstjórn forsætisráðherra er á leiðinni frá evrunni en ekki til hennar. Enginn trúverðugleiki Verðmætasköpun er önnur forsenda þess að unnt sé að taka upp evru. Forsætisráðherra hefur hins vegar staðið þétt með VG í að leggja steina í götu orkunýtingar. Mikilvægasta stefnumálið er síðan að draga úr þjóðhagslegri hagkvæmni í sjávarútvegi. Á öllum þessum sviðum gengur forsætisráðherra þvert gegn þeim efnahagslegu markmiðum sem þjóðin þarf að nálgast eigi hún að geta uppfyllt þau skilyrði sem aðild að alþjóðlegu myntsamstarfi krefst. Frjálslyndari armi Samfylkingarinnar, sem vill laga efnahagsstefnuna að markmiðinu um Evrópusambandsaðild, hefur verið ýtt til hliðar. Forystumenn hans eru nú að mestu áhrifalausir. Hugmyndin um þjóðarsátt er sannarlega góðra gjalda verð. Í öllum þróuðum ríkjum hefði ákall forsætisráðherra um þjóðarsátt í svo stóru máli snúið stjórnmálaumræðunni við. Um annað hefði ekki verið talað. Hér ríkir grafarþögn. Hefði hugur fylgt máli hefðu málamiðlanir á sviði ríkisfjármála, orkumála og sjávarútvegsmála fylgt þjóðarsáttarákallinu. Þá hefði enginn getað skellt við skollaeyrum. Að þessu virtu er ljóst að forsætisráðherra ber pólitíska ábyrgð á þeirri erfiðu stöðu sem aðildarumsóknin er komin í. Nái frjálslyndari armur Samfylkingarinnar ekki vopnum sínum missir flokkurinn einfaldlega allan trúverðugleika sem forystuflokkur fyrir nýrri peningapólitík og Evrópusambandsaðild. Verkurinn er sá að ekki er ljóst hver gæti tekið við því kefli að kosningum loknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun
Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins notuðu nýafstaðna flokksráðsfundi til að lýsa yfir því að kosningabaráttan væri hafin þó að meir en ár lifi af kjörtímabilinu. Forsætisráðherrann hóf baráttuna með því að kalla eftir þjóðarsátt um upptöku evru og inngöngu í Evrópusambandið. Enginn annar forsætisráðherra hefur jafn oft og á jafn skömmum tíma kallað eftir þjóðarsátt um öll möguleg mál. Að sama skapi hefur enginn staðið jafn lengi í sömu sporum og talað upp í vindinn. Formaður Sjálfstæðisflokksins hóf baráttuna á hinn bóginn með afgerandi yfirlýsingu um að flokkurinn ætli að standa vörð um krónuna. Að hans mati á efnahagsstjórnin að byggjast á sveigjanleika hennar enda hafi það reynst vel nema þegar illa var stjórnað. Með þessu staðsetur Sjálfstæðisflokkurinn sig við hliðina á VG og núverandi efnahagsráðherra að því er tekur til peningamálanna. Öfugmælin í þessu öllu eru þau að forsætisráðherrann kemur fram með ákall um þjóðarsátt gegn stefnu samstarfsflokksins í peningamálum sem ræður þó för ríkisstjórnarinnar á því sviði og ber stjórnskipulega ábyrgð á málaflokknum. Varla er unnt að hugsa upp dæmi um meiri pólitíska sjálfheldu en þessa enda eru peningamálin sá öxull sem allt annað snýst um. Það athygliverða er að engin viðbrögð eru við þjóðarsáttarákallinu nú fremur en í fyrri tilvikum. Forsætisráðherra hlýtur að velta því fyrir sér hvers vegna enginn hefur nokkru sinni tekið mark á áköllum hans um þjóðarsátt; ekki samherjar í þingflokknum, ekki samstarfsflokkurinn, ekki hagsmunasamtökin og ekki stjórnarandstaðan. Hugur þarf að fylgja máli Eina rökræna skýringin er sú að hugur hafi aldrei fylgt máli. Ef svo hefði verið hefði forsætisráðherra sýnt þjóðinni fram á að það hefði pólitískar afleiðingar að hunsa ákall um þjóðarsátt, því það er stórt orð hákot. Þess í stað er ákallið orðið eins og kækur sem enginn tekur eftir lengur. Að því er peningamálin varðar hefur tvískinnungurinn gagnvart inngöngu í Evrópusambandið og myntbandalagið komið fram með margvíslegu móti. Forsætisráðherra notaði til að mynda þriggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar til að senda þau skilaboð að þrátt fyrir ákvörðun Alþingis um aðildarumsókn væri ríkisstjórnin aðeins að skoða kosti og galla aðildar. Aðild að Evrópska myntbandalaginu krefst samhæfðrar og aðhaldssamrar stefnu í ríkisfjármálum og peningamálum. Forsætisráðherra hefur á hinn bóginn verið helsti talsmaður þess að láta undan þrýstingi um aukin útgjöld. Á síðasta ári var ákveðið að slá á frest markmiðinu um jöfnuð í ríkisfjármálum sem upphaflega var sett í efnahagsáætlun fyrri ríkisstjórnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá hefur flokkur forsætisráðherrans tekið virkan þátt í því með VG að halda fjármögnun á margvíslegum stórum opinberum framkvæmdum og viðfangsefnum utan við efnahagsreikning ríkissjóðs. Þó að þetta sé gert fyrir opnum tjöldum eru efnahagsleg áhrif slíkra bókhaldsbragða svipuð og menn þekkja frá Grikklandi. Þetta sýnir að ríkisstjórn forsætisráðherra er á leiðinni frá evrunni en ekki til hennar. Enginn trúverðugleiki Verðmætasköpun er önnur forsenda þess að unnt sé að taka upp evru. Forsætisráðherra hefur hins vegar staðið þétt með VG í að leggja steina í götu orkunýtingar. Mikilvægasta stefnumálið er síðan að draga úr þjóðhagslegri hagkvæmni í sjávarútvegi. Á öllum þessum sviðum gengur forsætisráðherra þvert gegn þeim efnahagslegu markmiðum sem þjóðin þarf að nálgast eigi hún að geta uppfyllt þau skilyrði sem aðild að alþjóðlegu myntsamstarfi krefst. Frjálslyndari armi Samfylkingarinnar, sem vill laga efnahagsstefnuna að markmiðinu um Evrópusambandsaðild, hefur verið ýtt til hliðar. Forystumenn hans eru nú að mestu áhrifalausir. Hugmyndin um þjóðarsátt er sannarlega góðra gjalda verð. Í öllum þróuðum ríkjum hefði ákall forsætisráðherra um þjóðarsátt í svo stóru máli snúið stjórnmálaumræðunni við. Um annað hefði ekki verið talað. Hér ríkir grafarþögn. Hefði hugur fylgt máli hefðu málamiðlanir á sviði ríkisfjármála, orkumála og sjávarútvegsmála fylgt þjóðarsáttarákallinu. Þá hefði enginn getað skellt við skollaeyrum. Að þessu virtu er ljóst að forsætisráðherra ber pólitíska ábyrgð á þeirri erfiðu stöðu sem aðildarumsóknin er komin í. Nái frjálslyndari armur Samfylkingarinnar ekki vopnum sínum missir flokkurinn einfaldlega allan trúverðugleika sem forystuflokkur fyrir nýrri peningapólitík og Evrópusambandsaðild. Verkurinn er sá að ekki er ljóst hver gæti tekið við því kefli að kosningum loknum.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun