Kjósum Betri hverfi Jón Gnarr borgarstjóri skrifar 29. mars 2012 06:00 Ég er stoltur af því að vera Reykvíkingur. Íbúar höfuðborgarinnar hafa sýnt það að þeir hafa margt til málanna að leggja varðandi borgina sína. Síðan samráðsvefurinn Betri Reykjavík var tekinn í notkun í október sl. hafa mörg hundruð hugmyndir litið dagsins ljós á vefnum. Nú hafa nærri sex þúsund manns skráð sig á Betri Reykjavík og fylgjast þar með hugmyndum og ræða málin fyrir opnum tjöldum. Fjölmörg mál af Betri Reykjavík eru nú þegar í farvegi hjá stjórnsýslu borgarinnar. Að auki hefur vefurinn unnið til virtra verðlauna bæði hér heima og erlendis. Reykjavíkurborg tók frá 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári. Þessir peningar standa straum af kostnaði við smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar. Í byrjun árs óskuðu borgaryfirvöld eftir því að borgarbúar settu fram hugmyndir að slíkum verkefnum á Betri Reykjavík. Það gekk frábærlega vel og yfir 350 hugmyndir bárust. Fagsvið Reykjavíkurborgar fóru svo yfir hugmyndirnar og kostnaðarmátu þær ásamt hverfaráðum borgarinnar. Efstu hugmyndum sem íbúarnir styðja hefur nú verið stillt upp til rafrænna kosninga. Um er að ræða 180 hugmyndir í hverfum borgarinnar. Allir sem náð hafa 16 ára aldri og eiga lögheimili í Reykjavík geta kosið um verkefnin. Úrslit kosninganna verða bindandi og verkefnin verða framkvæmd í sumar. Í þessu skyni hefur verið sett upp kosningakerfi í tengslum við Betri Reykjavík þar sem rafræn auðkenni verða notuð í kosningum í fyrsta sinn á Íslandi. Verkefnið er því mjög áhugaverður áfangi í því skyni að efla íbúalýðræði hér á landi. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga til að taka þátt í rafrænum kosningum um Betri hverfi á netinu dagana 29. mars-3. apríl. Kosningakerfið er mjög einfalt í notkun. Rafrænt auðkenni er hið sama og fólk notar við að skila skattaframtalinu sínu og farið er í gegnum vefgáttina island.is. Einnig er hægt að nota rafræn skilríki. Ég vil leggja sérstaka áherslu á að fyllsta öryggis er gætt við kosninguna og hefur kerfið verið öryggisprófað af óháðum aðilum. Reykjavíkurborg getur á engan hátt nýtt sér hin rafrænu auðkenni til að afla upplýsinga um einstaka kjósendur. Betri Reykjavík hefur þegar vakið athygli og unnið til lýðræðisverðlauna erlendis. Það sem hefur sérstaklega vakið áhuga útlendinga er fjöldinn sem tekur virkan þátt í samráðsvefnum. Ég er sannfærður um að ef Reykvíkingar flykkjast á rafrænan kjörstað dagana 29. mars - 3. apríl og kjósa sér Betri hverfi mun það vekja heimsathygli. Ég hvet ykkur til að nýta lýðræðislegan rétt ykkar til að kjósa Betri hverfi á kjosa.betrireykjavik.is, leiðin er greið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er stoltur af því að vera Reykvíkingur. Íbúar höfuðborgarinnar hafa sýnt það að þeir hafa margt til málanna að leggja varðandi borgina sína. Síðan samráðsvefurinn Betri Reykjavík var tekinn í notkun í október sl. hafa mörg hundruð hugmyndir litið dagsins ljós á vefnum. Nú hafa nærri sex þúsund manns skráð sig á Betri Reykjavík og fylgjast þar með hugmyndum og ræða málin fyrir opnum tjöldum. Fjölmörg mál af Betri Reykjavík eru nú þegar í farvegi hjá stjórnsýslu borgarinnar. Að auki hefur vefurinn unnið til virtra verðlauna bæði hér heima og erlendis. Reykjavíkurborg tók frá 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári. Þessir peningar standa straum af kostnaði við smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar. Í byrjun árs óskuðu borgaryfirvöld eftir því að borgarbúar settu fram hugmyndir að slíkum verkefnum á Betri Reykjavík. Það gekk frábærlega vel og yfir 350 hugmyndir bárust. Fagsvið Reykjavíkurborgar fóru svo yfir hugmyndirnar og kostnaðarmátu þær ásamt hverfaráðum borgarinnar. Efstu hugmyndum sem íbúarnir styðja hefur nú verið stillt upp til rafrænna kosninga. Um er að ræða 180 hugmyndir í hverfum borgarinnar. Allir sem náð hafa 16 ára aldri og eiga lögheimili í Reykjavík geta kosið um verkefnin. Úrslit kosninganna verða bindandi og verkefnin verða framkvæmd í sumar. Í þessu skyni hefur verið sett upp kosningakerfi í tengslum við Betri Reykjavík þar sem rafræn auðkenni verða notuð í kosningum í fyrsta sinn á Íslandi. Verkefnið er því mjög áhugaverður áfangi í því skyni að efla íbúalýðræði hér á landi. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga til að taka þátt í rafrænum kosningum um Betri hverfi á netinu dagana 29. mars-3. apríl. Kosningakerfið er mjög einfalt í notkun. Rafrænt auðkenni er hið sama og fólk notar við að skila skattaframtalinu sínu og farið er í gegnum vefgáttina island.is. Einnig er hægt að nota rafræn skilríki. Ég vil leggja sérstaka áherslu á að fyllsta öryggis er gætt við kosninguna og hefur kerfið verið öryggisprófað af óháðum aðilum. Reykjavíkurborg getur á engan hátt nýtt sér hin rafrænu auðkenni til að afla upplýsinga um einstaka kjósendur. Betri Reykjavík hefur þegar vakið athygli og unnið til lýðræðisverðlauna erlendis. Það sem hefur sérstaklega vakið áhuga útlendinga er fjöldinn sem tekur virkan þátt í samráðsvefnum. Ég er sannfærður um að ef Reykvíkingar flykkjast á rafrænan kjörstað dagana 29. mars - 3. apríl og kjósa sér Betri hverfi mun það vekja heimsathygli. Ég hvet ykkur til að nýta lýðræðislegan rétt ykkar til að kjósa Betri hverfi á kjosa.betrireykjavik.is, leiðin er greið.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun