Óþörf styrjöld 5. maí 2012 06:00 Þetta á ekki að vera styrjöld í mínum huga, við eigum að reyna að ná málefnalega góðri niðurstöðu," sagði Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra í viðtali við Fréttablaðið í gær um deilurnar sem nú eru um fiskveiðistjórnunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar. Samt er það nú svo að ríkisstjórnin hefur efnt til víðtæks ófriðar við sjávarútveginn um starfsskilyrði atvinnugreinarinnar. Steingrímur lætur í sama viðtali í það skína að grunnviðfangsefnið sé að slá því föstu að fiskimiðin séu sameiginleg auðlind í eigu þjóðarinnar, að útgerðarmenn fái nýtingarrétt og séu „sæmilega tryggir með hann til alllangs tíma og greiði eðlilegt gjald fyrir." Og það er alveg rétt hjá Steingrími. Þetta er kjarni málsins og ef ríkisstjórnin hefði haldið sig við hann væri líklega minna stríð. Menn væru þá sammála um að sjávarútvegurinn ætti að borga meira fyrir afnotarétt sinn af auðlindinni og styrinn stæði fyrst og fremst um upphæð gjaldsins. Ríkisstjórnin gat ekki staðizt þá freistingu að leysa úr þessu grundvallaratriði og hreyfa að öðru leyti ekki við fiskveiðistjórnunarkerfinu, heldur ákvað að gera að því atlögu á mörgum vígstöðvum. Inn í upphafleg kvótafrumvörp Jóns Bjarnasonar var hrúgað flestum vitlausustu hugmyndum um fiskveiðistjórnun sem komið hafa fram undanfarin tuttugu ár eða svo; takmörkunum á framsali og veðsetningu, byggða- og ráðherrapottum og þar fram eftir götum, allt til þess fallið að gera sjávarútveginn óhagkvæmari og óskilvirkari. Tveimur atrennum síðar er enn alltof mikið eftir af þessu krukki í kerfið í kvótafrumvörpunum. Yfirgnæfandi meirihluti umsagna hagsmunaaðila um frumvörpin er neikvæður. Fyrsta óháða úttektin sem fer fram á þeim, skýrsla tveggja hagfræðinga til atvinnuveganefndar Alþingis, er nánast samfelldur áfellisdómur yfir fúski við frumvarpssmíðina. Höfundarnir telja vonlaust fyrir mörg sjávarútvegsfyrirtæki að standa undir veiðigjaldinu sem lagt er til – þótt þeir telji óhætt að hækka gjaldið – og að ýmis önnur ákvæði dragi úr hagkvæmni í rekstri fyrirtækjanna og auki hættuna á pólitískum geðþóttaákvörðunum. Þeir benda á það augljósa, sem enginn virðist enn hafa skilið í sjávarútvegsráðuneytinu: „[E]kki er hægt að horfa á álagningu veiðigjalda afmarkað. Samræmi verður að vera milli gjaldtöku og annarrar umgjarðar fiskveiðistjórnunarkerfisins. Ef vegið er að möguleikum til hagræðingar og langtímahagkvæmni mun það skerða umfang auðlindarentunnar og draga úr getu útgerðarinnar til að standa undir veiðigjöldum. Gjaldtaka, sem er hófleg ein sér, getur verið óhófleg skoðuð í samhengi við önnur ákvæði." Stundum hafa ríkisstjórnir í ýmsum löndum farið í þörf stríð við heilar atvinnugreinar. Það hafa þá gjarnan verið miðstýrðar, tollverndaðar og ríkisstyrktar atvinnugreinar sem þurfti að stokka upp svo þær hættu að vera byrði á samfélaginu. Slíkar atvinnugreinar eru til á Íslandi, en stjórnvöld kjósa ekki stríð við þær, heldur velja þá grein sem einna mest verðmæti skapar. Þetta stríð hefði aldrei átt að hefjast. Það á að henda þessu þriðja kvótamáli og byrja upp á nýtt á því sem skiptir máli; að ná sátt um þjóðareign og hóflegt auðlindagjald. Eyðilegginguna á góðu fiskveiðistjórnarkerfi á hins vegar að láta vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun
Þetta á ekki að vera styrjöld í mínum huga, við eigum að reyna að ná málefnalega góðri niðurstöðu," sagði Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra í viðtali við Fréttablaðið í gær um deilurnar sem nú eru um fiskveiðistjórnunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar. Samt er það nú svo að ríkisstjórnin hefur efnt til víðtæks ófriðar við sjávarútveginn um starfsskilyrði atvinnugreinarinnar. Steingrímur lætur í sama viðtali í það skína að grunnviðfangsefnið sé að slá því föstu að fiskimiðin séu sameiginleg auðlind í eigu þjóðarinnar, að útgerðarmenn fái nýtingarrétt og séu „sæmilega tryggir með hann til alllangs tíma og greiði eðlilegt gjald fyrir." Og það er alveg rétt hjá Steingrími. Þetta er kjarni málsins og ef ríkisstjórnin hefði haldið sig við hann væri líklega minna stríð. Menn væru þá sammála um að sjávarútvegurinn ætti að borga meira fyrir afnotarétt sinn af auðlindinni og styrinn stæði fyrst og fremst um upphæð gjaldsins. Ríkisstjórnin gat ekki staðizt þá freistingu að leysa úr þessu grundvallaratriði og hreyfa að öðru leyti ekki við fiskveiðistjórnunarkerfinu, heldur ákvað að gera að því atlögu á mörgum vígstöðvum. Inn í upphafleg kvótafrumvörp Jóns Bjarnasonar var hrúgað flestum vitlausustu hugmyndum um fiskveiðistjórnun sem komið hafa fram undanfarin tuttugu ár eða svo; takmörkunum á framsali og veðsetningu, byggða- og ráðherrapottum og þar fram eftir götum, allt til þess fallið að gera sjávarútveginn óhagkvæmari og óskilvirkari. Tveimur atrennum síðar er enn alltof mikið eftir af þessu krukki í kerfið í kvótafrumvörpunum. Yfirgnæfandi meirihluti umsagna hagsmunaaðila um frumvörpin er neikvæður. Fyrsta óháða úttektin sem fer fram á þeim, skýrsla tveggja hagfræðinga til atvinnuveganefndar Alþingis, er nánast samfelldur áfellisdómur yfir fúski við frumvarpssmíðina. Höfundarnir telja vonlaust fyrir mörg sjávarútvegsfyrirtæki að standa undir veiðigjaldinu sem lagt er til – þótt þeir telji óhætt að hækka gjaldið – og að ýmis önnur ákvæði dragi úr hagkvæmni í rekstri fyrirtækjanna og auki hættuna á pólitískum geðþóttaákvörðunum. Þeir benda á það augljósa, sem enginn virðist enn hafa skilið í sjávarútvegsráðuneytinu: „[E]kki er hægt að horfa á álagningu veiðigjalda afmarkað. Samræmi verður að vera milli gjaldtöku og annarrar umgjarðar fiskveiðistjórnunarkerfisins. Ef vegið er að möguleikum til hagræðingar og langtímahagkvæmni mun það skerða umfang auðlindarentunnar og draga úr getu útgerðarinnar til að standa undir veiðigjöldum. Gjaldtaka, sem er hófleg ein sér, getur verið óhófleg skoðuð í samhengi við önnur ákvæði." Stundum hafa ríkisstjórnir í ýmsum löndum farið í þörf stríð við heilar atvinnugreinar. Það hafa þá gjarnan verið miðstýrðar, tollverndaðar og ríkisstyrktar atvinnugreinar sem þurfti að stokka upp svo þær hættu að vera byrði á samfélaginu. Slíkar atvinnugreinar eru til á Íslandi, en stjórnvöld kjósa ekki stríð við þær, heldur velja þá grein sem einna mest verðmæti skapar. Þetta stríð hefði aldrei átt að hefjast. Það á að henda þessu þriðja kvótamáli og byrja upp á nýtt á því sem skiptir máli; að ná sátt um þjóðareign og hóflegt auðlindagjald. Eyðilegginguna á góðu fiskveiðistjórnarkerfi á hins vegar að láta vera.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun