Satt og ósatt um þingrof Guðni Th. Jóhannesson skrifar 5. júní 2012 06:00 Í umræðum um völd forseta hlýtur rétturinn til að rjúfa þing að koma við sögu enda segir í 24. grein stjórnarskrárinnar að hann geti gert það. Hér er vandinn hins vegar sá að í stjórnarskránni segir líka að forsetinn sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum, láti ráðherra framkvæma vald sitt og undirskrift hans undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi þegar ráðherra hafi einnig undirritað þau. Við gerð stjórnarskrárinnar var þó sérstaklega tekið fram að valdi til synjunar laga beitti forseti án þess að atbeina ráðherra þyrfti. En hvað segja venjur og hefðir um þingrofsvaldið? Aldrei í sögu lýðveldisins hefur þing verið rofið að frumkvæði forseta. Enginn fyrri forseta hélt því fram að slíkur réttur væri í sínum höndum og fyrir nokkrum árum var sá sem nú situr sama sinnis: Í janúar 2009, þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrökklaðist frá völdum, viðurkenndi Ólafur Ragnar Grímsson að forseti hefði ekki sjálfstæðan þingrofsrétt. Fróðlegt væri að vita fyrir víst hvort hann hefur núna skipt um skoðun, og þá hvers vegna. Hitt er svo annað mál hvernig forseta beri að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof. Síðustu daga og vikur hefur Ólafur Ragnar hiklaust haldið því fram að þá hafi forseti frjálsar hendur. Bendir hann gjarnan á að árið 1950 synjaði Sveinn Björnsson ósk Ólafs Thors forsætisráðherra um þingrof og þar við sat. Ólafur Ragnar gleymir hins vegar að nefna, viljandi eða óviljandi, að stjórn nafna hans var minnihlutastjórn sem hafði í ofanálag beðist lausnar. Þar að auki var beiðni forsætisráðherrans óformleg og borin fram í samræðum þeirra Sveins um alla mögulega kosti í stjórnarkreppu. Reyndar er ólíklegt að þingmönnum Sjálfstæðisflokks hefði líkað hugmyndin um þingrof að frumkvæði stjórnar sem hafði ekki meirihluta á þingi; þeir mundu vel andúðina sem reis þegar framsóknarmenn gripu til þess ráðs árið 1931. Skoðanaskiptin árið 1950 hafa því þröngt fordæmisgildi. Jafnframt var það nú svo að í janúar 2009 sagði Ólafur Ragnar Grímsson að óskaði forsætisráðherra, sem nyti stuðnings meirihluta Alþingis, eftir þingrofi bæri forseta samkvæmt stjórnskipun landsins að verða við því. Aftur væri fróðlegt að heyra hvort forseta þyki eitthvað hafa breyst síðan þá. Sömuleiðis ætti Ólafur Ragnar Grímsson að vita af löngum stjórnmálaferli sínum að þegar forystumenn stjórnmálaflokka hafa ákveðið að setjast í samsteypustjórn sammælast þeir gjarnan um að forsætisráðherrann beiti ekki þingrofsrétti sínum nema um það sé eining meðal stjórnarflokkanna. Þetta var til dæmis gert snemma árs 1980 þegar Gunnar Thoroddsen myndaði sína sögulegu ríkisstjórn. Engum datt þá í hug að einnig þyrfti að ganga úr skugga um hver afstaða forseta væri. Ólafur Ragnar, sem fylgdist vel með þróun mála, er sjálfur þar með talinn. Svipaða sögu má segja frá árinu 1990. Þá var Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kominn á fremsta hlunn með að rjúfa þing frekar en að hlíta því að bráðabirgðalög ríkisstjórnar hans yrðu felld á Alþingi eins og útlit var fyrir. Svo var komið að leiðtogar hinna ?stóru? flokkanna í stjórninni studdu Steingrím. Það voru alþýðuflokksmaðurinn Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. Engum þessara þriggja framámanna stjórnarinnar datt annað í hug en að forseta bæri að undirrita þingrofsbeiðnina. Var þó óvíst hvort hún nyti meirihluta á Alþingi. Enn væri fróðlegt að heyra frá forseta hvað hefur breyst síðan hann var í eldlínunni hinum megin. Við verðum helst að geta treyst orðum þjóðhöfðingjans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um völd forseta hlýtur rétturinn til að rjúfa þing að koma við sögu enda segir í 24. grein stjórnarskrárinnar að hann geti gert það. Hér er vandinn hins vegar sá að í stjórnarskránni segir líka að forsetinn sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum, láti ráðherra framkvæma vald sitt og undirskrift hans undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi þegar ráðherra hafi einnig undirritað þau. Við gerð stjórnarskrárinnar var þó sérstaklega tekið fram að valdi til synjunar laga beitti forseti án þess að atbeina ráðherra þyrfti. En hvað segja venjur og hefðir um þingrofsvaldið? Aldrei í sögu lýðveldisins hefur þing verið rofið að frumkvæði forseta. Enginn fyrri forseta hélt því fram að slíkur réttur væri í sínum höndum og fyrir nokkrum árum var sá sem nú situr sama sinnis: Í janúar 2009, þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrökklaðist frá völdum, viðurkenndi Ólafur Ragnar Grímsson að forseti hefði ekki sjálfstæðan þingrofsrétt. Fróðlegt væri að vita fyrir víst hvort hann hefur núna skipt um skoðun, og þá hvers vegna. Hitt er svo annað mál hvernig forseta beri að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof. Síðustu daga og vikur hefur Ólafur Ragnar hiklaust haldið því fram að þá hafi forseti frjálsar hendur. Bendir hann gjarnan á að árið 1950 synjaði Sveinn Björnsson ósk Ólafs Thors forsætisráðherra um þingrof og þar við sat. Ólafur Ragnar gleymir hins vegar að nefna, viljandi eða óviljandi, að stjórn nafna hans var minnihlutastjórn sem hafði í ofanálag beðist lausnar. Þar að auki var beiðni forsætisráðherrans óformleg og borin fram í samræðum þeirra Sveins um alla mögulega kosti í stjórnarkreppu. Reyndar er ólíklegt að þingmönnum Sjálfstæðisflokks hefði líkað hugmyndin um þingrof að frumkvæði stjórnar sem hafði ekki meirihluta á þingi; þeir mundu vel andúðina sem reis þegar framsóknarmenn gripu til þess ráðs árið 1931. Skoðanaskiptin árið 1950 hafa því þröngt fordæmisgildi. Jafnframt var það nú svo að í janúar 2009 sagði Ólafur Ragnar Grímsson að óskaði forsætisráðherra, sem nyti stuðnings meirihluta Alþingis, eftir þingrofi bæri forseta samkvæmt stjórnskipun landsins að verða við því. Aftur væri fróðlegt að heyra hvort forseta þyki eitthvað hafa breyst síðan þá. Sömuleiðis ætti Ólafur Ragnar Grímsson að vita af löngum stjórnmálaferli sínum að þegar forystumenn stjórnmálaflokka hafa ákveðið að setjast í samsteypustjórn sammælast þeir gjarnan um að forsætisráðherrann beiti ekki þingrofsrétti sínum nema um það sé eining meðal stjórnarflokkanna. Þetta var til dæmis gert snemma árs 1980 þegar Gunnar Thoroddsen myndaði sína sögulegu ríkisstjórn. Engum datt þá í hug að einnig þyrfti að ganga úr skugga um hver afstaða forseta væri. Ólafur Ragnar, sem fylgdist vel með þróun mála, er sjálfur þar með talinn. Svipaða sögu má segja frá árinu 1990. Þá var Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kominn á fremsta hlunn með að rjúfa þing frekar en að hlíta því að bráðabirgðalög ríkisstjórnar hans yrðu felld á Alþingi eins og útlit var fyrir. Svo var komið að leiðtogar hinna ?stóru? flokkanna í stjórninni studdu Steingrím. Það voru alþýðuflokksmaðurinn Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. Engum þessara þriggja framámanna stjórnarinnar datt annað í hug en að forseta bæri að undirrita þingrofsbeiðnina. Var þó óvíst hvort hún nyti meirihluta á Alþingi. Enn væri fróðlegt að heyra frá forseta hvað hefur breyst síðan hann var í eldlínunni hinum megin. Við verðum helst að geta treyst orðum þjóðhöfðingjans.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar