Einstök aðgerð bjargaði lífi 9. júní 2012 14:00 Andemariam starfar nú fyrir ÍSOR eftir að hafa numið jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Áður hafði hann stundað nám við jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm Andemariam Teklesenbet Beyene er 36 ára Erítreubúi sem hefur síðustu ár stundað nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Fyrir tveimur og hálfu ári greindist Andemariam með krabbamein í barka og virtist um tíma sem veikindin gætu dregið til hann dauða. Komst hann þá í kynni við Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands og yfirlækni á Landspítalanum, sem tók síðar þátt í skurðaðgerð sem bjargaði lífi Andemariam. Í aðgerðinni var græddur í hann plastbarki sem þakinn var stofnfrumum en slík aðgerð hafði aldrei áður verið framkvæmd. Um þessar mundir er ár liðið frá aðgerðinni og er heilsa Andemariams sífellt að batna. „Mér líður miklu betur en áður. Ég get núna unnið af fullum krafti og varið tíma með fjölskyldu minni eins og venjulegur maður. Ég þarf þó enn að fara reglulega á spítala vegna lítilla sýkinga eða annarra vandamála en þau er hægt að leysa með speglun og án þess að ég þurfi að fara í skurðaðgerð,“ segir Andemariam og bætir við að hann sé bjartsýnn á framtíðina. „Andemariam fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum 2009 en það uppgötvaðist ekki strax að hann væri með æxli og hvað þá að æxlið væri krabbamein. Þegar það kom í ljós þurfti að framkvæma neyðarskurðaðgerð á honum og í kjölfarið fór hann í geislameðferð. Þetta virtist vera að bera árangur en svo fór æxlið að stækka aftur,“ segir Tómas og heldur áfram: „Ég ráðfærði mig í kjölfarið við erlenda sérfræðinga í æxlum sem þessum og fékk víðast hvar þau svör að fátt væri hægt að geri fyrir Andemariam annað en að veita honum líknarmeðferð.“ Tómas segist ekki hafa verið fyllilega sáttur við þau svör enda hefði komið í ljós að Andemariam væri mjög harður af sér. „Þá mundi ég eftir fyrirlestri sem ég hafði séð Dr. Paolo Macchiarini, á Karolínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð, flytja um barkaígræðslu sem hann hafði framkvæmt þar sem notast hafði verið við barka úr látnum einstaklingi sem hann hafði þakið stofnfrumum úr líffæraþeganum,“ segir Tómas og bætir við: „Slík aðgerð kom ekki til greina í þessu tilfelli vegna langrar biðar eftir líffæri en Macchiarini hafði einnig gert tilraunir með gervilíffæri þakin stofnfrumum sem hann hafði grætt í dýr. Slík aðgerð hafði hins vegar ekki verið framkvæmd á manni. En við létum sem sagt að lokum slag standa og aðgerðin heppnaðist.“ Aðgerðin var gríðarlega flókin og tók um 20 klukkustundir. Þá tók hún mjög á Andemariam sem þurfti í kjölfarið að dvelja á gjörgæslu í tvær vikur. Hefur hann hins vegar sýnt mikinn bata síðan. Þá hefur aðgerðin vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi enda hin fyrsta þar sem gervilíffæri þakið stofnfrumum hefur verið grætt í mann. Tómas segir að aðgerðin hafi orðið aflvaki mikilla rannsókna á þessum möguleika víða um heim og segir marga binda vonir við að aðgerðir sem þessar geti orðið algengar í framtíðinni. Gæti það haft mikil áhrif á læknavísindin þar sem skortur á tiltækum líffærum kostar ótal mannslíf á hverju ári. Aðgerðin á Andemariam og þeir möguleikar sem felast í notkun stofnfruma í skurðaðgerðum verður meðal þess sem fjallað verður um á málþingi í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Hefst málþingið klukkan 10 og stendur til 12.30 en Tómas og Guðmundur Þorgeirsson, prófessor, verða fundarstjó[email protected] Plastbarkamálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Andemariam Teklesenbet Beyene er 36 ára Erítreubúi sem hefur síðustu ár stundað nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Fyrir tveimur og hálfu ári greindist Andemariam með krabbamein í barka og virtist um tíma sem veikindin gætu dregið til hann dauða. Komst hann þá í kynni við Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands og yfirlækni á Landspítalanum, sem tók síðar þátt í skurðaðgerð sem bjargaði lífi Andemariam. Í aðgerðinni var græddur í hann plastbarki sem þakinn var stofnfrumum en slík aðgerð hafði aldrei áður verið framkvæmd. Um þessar mundir er ár liðið frá aðgerðinni og er heilsa Andemariams sífellt að batna. „Mér líður miklu betur en áður. Ég get núna unnið af fullum krafti og varið tíma með fjölskyldu minni eins og venjulegur maður. Ég þarf þó enn að fara reglulega á spítala vegna lítilla sýkinga eða annarra vandamála en þau er hægt að leysa með speglun og án þess að ég þurfi að fara í skurðaðgerð,“ segir Andemariam og bætir við að hann sé bjartsýnn á framtíðina. „Andemariam fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum 2009 en það uppgötvaðist ekki strax að hann væri með æxli og hvað þá að æxlið væri krabbamein. Þegar það kom í ljós þurfti að framkvæma neyðarskurðaðgerð á honum og í kjölfarið fór hann í geislameðferð. Þetta virtist vera að bera árangur en svo fór æxlið að stækka aftur,“ segir Tómas og heldur áfram: „Ég ráðfærði mig í kjölfarið við erlenda sérfræðinga í æxlum sem þessum og fékk víðast hvar þau svör að fátt væri hægt að geri fyrir Andemariam annað en að veita honum líknarmeðferð.“ Tómas segist ekki hafa verið fyllilega sáttur við þau svör enda hefði komið í ljós að Andemariam væri mjög harður af sér. „Þá mundi ég eftir fyrirlestri sem ég hafði séð Dr. Paolo Macchiarini, á Karolínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð, flytja um barkaígræðslu sem hann hafði framkvæmt þar sem notast hafði verið við barka úr látnum einstaklingi sem hann hafði þakið stofnfrumum úr líffæraþeganum,“ segir Tómas og bætir við: „Slík aðgerð kom ekki til greina í þessu tilfelli vegna langrar biðar eftir líffæri en Macchiarini hafði einnig gert tilraunir með gervilíffæri þakin stofnfrumum sem hann hafði grætt í dýr. Slík aðgerð hafði hins vegar ekki verið framkvæmd á manni. En við létum sem sagt að lokum slag standa og aðgerðin heppnaðist.“ Aðgerðin var gríðarlega flókin og tók um 20 klukkustundir. Þá tók hún mjög á Andemariam sem þurfti í kjölfarið að dvelja á gjörgæslu í tvær vikur. Hefur hann hins vegar sýnt mikinn bata síðan. Þá hefur aðgerðin vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi enda hin fyrsta þar sem gervilíffæri þakið stofnfrumum hefur verið grætt í mann. Tómas segir að aðgerðin hafi orðið aflvaki mikilla rannsókna á þessum möguleika víða um heim og segir marga binda vonir við að aðgerðir sem þessar geti orðið algengar í framtíðinni. Gæti það haft mikil áhrif á læknavísindin þar sem skortur á tiltækum líffærum kostar ótal mannslíf á hverju ári. Aðgerðin á Andemariam og þeir möguleikar sem felast í notkun stofnfruma í skurðaðgerðum verður meðal þess sem fjallað verður um á málþingi í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Hefst málþingið klukkan 10 og stendur til 12.30 en Tómas og Guðmundur Þorgeirsson, prófessor, verða fundarstjó[email protected]
Plastbarkamálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira