LÍÚ gefur ASÍ afsökun fyrir aðgerðaleysi Þorsteinn Pálsson skrifar 9. júní 2012 06:00 Fundir útvegsmanna og sjómanna í vikunni voru afar gagnlegir en róðrarstöðvunin var misráðin rétt eins og það var hjá Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir aldarfjórðungi að tilkynna um verkfall frá ríkisstjórnarfundum til að knýja á um aukin útgjöld. Þetta hefur dregið athygli frá því að ríkisstjórnin er í raun að binda heimilunum í landinu þyngri bagga en útgerðinni. Ef forysta ASÍ stæði í stykkinu ættu hæstu mótmælin að koma þaðan. Satt best að segja hefur lin andstaða ASÍ við þetta mál verið óskiljanleg. Ríkisstjórnin ætlar ekki að keyra útvegsfyrirtækin í þrot. Hún hefur þvert á móti lofað að halda þeim öllum gangandi. Það sem meira er: Hún stefnir að því að fjölga útgerðarmönnum, stórum sem smáum, og stækka stétt sjómanna. Hún hefur jafnframt lofað að sjómenn og útvegsmenn fái jafn margar krónur og áður í vasann þó að hver og einn fiski minna. Ljóst er að þessi loforð verða aðeins efnd með verulegri lækkun á gengi krónunnar. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að flytja fjármuni frá heimilunum til útgerðarinnar til að dæmið gangi upp. Þetta veit forysta ASÍ en hefur lítið aðhafst til að verjast þessari fordæmalausu atlögu að hagsmunum launafólks. ASÍ virðist notfæra sér róðrarstöðvun útvegsmanna sem eins konar afsökun til að grípa ekki til alvöru varna fyrir sitt fólk gegn áformum ríkisstjórnarinnar. Það er líka ómálefnalegt. Hættan á að almannahagsmunum verði fórnað í þessum átökum eykst því dag frá degi.Þingmaður segir satt Umræðan um stjórn fiskveiða hefur verið rekin áfram á fordómum og meir með upphrópunum en rökræðum. Forsætisráðherra hafði ekki tíma til að taka þátt í umræðum á eldhússdegi á Alþingi á dögunum. Skúli Helgason talaði því fyrir Samfylkinguna og skýrði sjávarútvegsstefnuna af hreinskiptni. Hann upplýsti þrennt: Í fyrsta lagi að sjávarútvegsfrumvörp ríkisstjórnarinnar væru málamiðlun milli markmiða um „jafnræði og atvinnufrelsi" annars vegar og hins vegar „hagkvæmni og arðsemi." Í öðru lagi að nýja stjórnarskrárfrumvarpið sem ríkisstjórnin ætlar að lögfesta fyrir næsta vor tryggi að enga málamiðlun verði unnt að gera gagnvart markmiðum um „jafnræði og atvinnufrelsi." Í þriðja lagi að ekki yrði við það unað að lög um stjórn fiskveiða samrýmdust ekki nýrri stjórnarskrá þegar hún tekur gildi. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórnin viðurkennir að tilgangurinn með sjávarútvegsfrumvörpunum er að víkja til hliðar markmiðum um þjóðhagslega hagkvæmni og arðsemi. Með öðrum orðum: Almenningur á að borga brúsann. Það er ærlegt að viðurkenna það sem satt er þótt seint sé. Ekki er ástæða til að draga túlkun þingmannsins á nýju stjórnarskránni í efa. En afleiðingin er þá sú að útilokað verður um alla framtíð að reka sjávarútveg á Íslandi með hagkvæmasta hætti. Það er sennilegasta ástæðan fyrir því að forsætisráðherra hefur hafnað að ræða stjórnarskrármálið efnislega á Alþingi. Ætlunin var augljóslega að fá þjóðina til að samþykkja ákvæðið með skoðanakönnun áður en upplýst yrði um raunverulegt efnisinnihald þess.Ný lög eiga aðeins að gilda í ár Kjarninn í boðskap talsmanns Samfylkingarinnar var þó sá að sjávarútvegsfrumvörpin verða andstæð stjórnarskrá eftir eitt ár. Allir geta verið sammála honum í því að það er óviðunandi. Við það vakna hins vegar spurningar sem ríkisstjórnin þarf að svara: Sú fyrsta er hvort ætlunin er þá að láta dómstóla móta nýjar leikreglur eftir því sem menn sækja stjórnarskrárvarinn rétt sinn gegn nýju lögunum eða hvort Alþingi á að setja enn ný lög strax á næsta þingi. Önnur er sú hvers vegna fiskveiðifrumvörpin sem nú eru fyrir þinginu voru ekki strax samrýmd stjórnarskrárfrumvarpinu sem stjórnin fékk fyrir tæpu ári. Sú þriðja er hvers vegna allt er sett á hvolf á sumarþingi ef nýjum lögum er aðeins ætlað að gilda í nokkra mánuði. Alltént getur stjórnin ekki komist hjá að gera Alþingi nákvæma grein fyrir því hvað nýja stjórnarskrárákvæðið merkir í raun og veru. Það er órökrétt að ljúka umræðunni um frumvörpin sem núna liggja fyrir um sjávarútvegsmál fyrr en upplýst hefur verið hvernig fiskveiðistjórnuninni verður hagað þegar nýja stjórnarskráin tekur gildi eftir ár. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa greinilega verið upplýstir um það. Þjóðin á rétt á sömu upplýsingum. Ætla verður að þingmenn stjórnarflokkanna séu sammála talsmanni Samfylkingarinnar um túlkun á stjórnarskrártillögunum. Komi ágreiningur á hinn bóginn í ljós um þetta grundvallaratriði merkir það að ríkisstjórnin hefur sagt ósatt um að hún hafi vald á báðum málunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Fundir útvegsmanna og sjómanna í vikunni voru afar gagnlegir en róðrarstöðvunin var misráðin rétt eins og það var hjá Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir aldarfjórðungi að tilkynna um verkfall frá ríkisstjórnarfundum til að knýja á um aukin útgjöld. Þetta hefur dregið athygli frá því að ríkisstjórnin er í raun að binda heimilunum í landinu þyngri bagga en útgerðinni. Ef forysta ASÍ stæði í stykkinu ættu hæstu mótmælin að koma þaðan. Satt best að segja hefur lin andstaða ASÍ við þetta mál verið óskiljanleg. Ríkisstjórnin ætlar ekki að keyra útvegsfyrirtækin í þrot. Hún hefur þvert á móti lofað að halda þeim öllum gangandi. Það sem meira er: Hún stefnir að því að fjölga útgerðarmönnum, stórum sem smáum, og stækka stétt sjómanna. Hún hefur jafnframt lofað að sjómenn og útvegsmenn fái jafn margar krónur og áður í vasann þó að hver og einn fiski minna. Ljóst er að þessi loforð verða aðeins efnd með verulegri lækkun á gengi krónunnar. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að flytja fjármuni frá heimilunum til útgerðarinnar til að dæmið gangi upp. Þetta veit forysta ASÍ en hefur lítið aðhafst til að verjast þessari fordæmalausu atlögu að hagsmunum launafólks. ASÍ virðist notfæra sér róðrarstöðvun útvegsmanna sem eins konar afsökun til að grípa ekki til alvöru varna fyrir sitt fólk gegn áformum ríkisstjórnarinnar. Það er líka ómálefnalegt. Hættan á að almannahagsmunum verði fórnað í þessum átökum eykst því dag frá degi.Þingmaður segir satt Umræðan um stjórn fiskveiða hefur verið rekin áfram á fordómum og meir með upphrópunum en rökræðum. Forsætisráðherra hafði ekki tíma til að taka þátt í umræðum á eldhússdegi á Alþingi á dögunum. Skúli Helgason talaði því fyrir Samfylkinguna og skýrði sjávarútvegsstefnuna af hreinskiptni. Hann upplýsti þrennt: Í fyrsta lagi að sjávarútvegsfrumvörp ríkisstjórnarinnar væru málamiðlun milli markmiða um „jafnræði og atvinnufrelsi" annars vegar og hins vegar „hagkvæmni og arðsemi." Í öðru lagi að nýja stjórnarskrárfrumvarpið sem ríkisstjórnin ætlar að lögfesta fyrir næsta vor tryggi að enga málamiðlun verði unnt að gera gagnvart markmiðum um „jafnræði og atvinnufrelsi." Í þriðja lagi að ekki yrði við það unað að lög um stjórn fiskveiða samrýmdust ekki nýrri stjórnarskrá þegar hún tekur gildi. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórnin viðurkennir að tilgangurinn með sjávarútvegsfrumvörpunum er að víkja til hliðar markmiðum um þjóðhagslega hagkvæmni og arðsemi. Með öðrum orðum: Almenningur á að borga brúsann. Það er ærlegt að viðurkenna það sem satt er þótt seint sé. Ekki er ástæða til að draga túlkun þingmannsins á nýju stjórnarskránni í efa. En afleiðingin er þá sú að útilokað verður um alla framtíð að reka sjávarútveg á Íslandi með hagkvæmasta hætti. Það er sennilegasta ástæðan fyrir því að forsætisráðherra hefur hafnað að ræða stjórnarskrármálið efnislega á Alþingi. Ætlunin var augljóslega að fá þjóðina til að samþykkja ákvæðið með skoðanakönnun áður en upplýst yrði um raunverulegt efnisinnihald þess.Ný lög eiga aðeins að gilda í ár Kjarninn í boðskap talsmanns Samfylkingarinnar var þó sá að sjávarútvegsfrumvörpin verða andstæð stjórnarskrá eftir eitt ár. Allir geta verið sammála honum í því að það er óviðunandi. Við það vakna hins vegar spurningar sem ríkisstjórnin þarf að svara: Sú fyrsta er hvort ætlunin er þá að láta dómstóla móta nýjar leikreglur eftir því sem menn sækja stjórnarskrárvarinn rétt sinn gegn nýju lögunum eða hvort Alþingi á að setja enn ný lög strax á næsta þingi. Önnur er sú hvers vegna fiskveiðifrumvörpin sem nú eru fyrir þinginu voru ekki strax samrýmd stjórnarskrárfrumvarpinu sem stjórnin fékk fyrir tæpu ári. Sú þriðja er hvers vegna allt er sett á hvolf á sumarþingi ef nýjum lögum er aðeins ætlað að gilda í nokkra mánuði. Alltént getur stjórnin ekki komist hjá að gera Alþingi nákvæma grein fyrir því hvað nýja stjórnarskrárákvæðið merkir í raun og veru. Það er órökrétt að ljúka umræðunni um frumvörpin sem núna liggja fyrir um sjávarútvegsmál fyrr en upplýst hefur verið hvernig fiskveiðistjórnuninni verður hagað þegar nýja stjórnarskráin tekur gildi eftir ár. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa greinilega verið upplýstir um það. Þjóðin á rétt á sömu upplýsingum. Ætla verður að þingmenn stjórnarflokkanna séu sammála talsmanni Samfylkingarinnar um túlkun á stjórnarskrártillögunum. Komi ágreiningur á hinn bóginn í ljós um þetta grundvallaratriði merkir það að ríkisstjórnin hefur sagt ósatt um að hún hafi vald á báðum málunum.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar