Er forseti Íslands valdalaus? Skúli Magnússon skrifar 15. júní 2012 06:00 Í grein í Fréttablaðinu 13. júní sl. fullyrðir lögfræðingurinn Finnur Torfi Stefánsson að forseti Íslands geti ekki beitt synjunarvaldi sínu nema með atbeina ráðherra og sé „efnislega með öllu valdalaus". Þessa túlkun á stjórnarskránni telur Finnur Torfi byggja á „skýrum og óumdeilanlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar", en jafnframt lýsir hann furðu sinni yfir því „að heyra löglærða menn tala og skrifa í þeim dúr að unnt sé að breyta stjórnarskrá með því að brjóta hana fyrst og ná síðan samstöðu um brotið í fjölmiðlaumræðu". Þessum orðum virðist, a.m.k. að einhverju leyti, vera beint að grein minni um vald forseta í Fréttablaðinu 7. júní sl. Í umræddri grein gerði ég stutta grein fyrir þeirri meginreglu íslenskrar stjórnskipunar að valdheimildum forseta yrði ekki beitt nema með atbeina ráðherra sem bæri ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Forseti gæti þannig ótvírætt ekki skipað ráðherra, rofið þing, gefið út bráðabirgðalög, o.s.frv., án þess að ráðherra meðundirritaði ákvörðun (sbr. 19. gr. stjskr.). Hvað sem líður venjum sem mótast hafa fyrir og eftir lýðveldisstofnun um að þjóðhöfðinginn fari almennt að tillögu ráðherra, stendur eftir sú staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra. Gangi forseti gegn ætlaðri skyldu sinni til að staðfesta tillögu ráðherra, t.d. um skipun embættismanns, er og engum viðurlögum fyrir að fara, enda er forsetinn ábyrgðarlaus skv. 10. gr. stjskr. Um þetta eru ákvæði stjórnarskrárinnar „skýr og óumdeild" þótt með öðrum hætti sé en Finnur Torfi virðist halda. Í ljósi þróunar síðustu ára sýnist fullt tilefni til að huga að þessum atriðum, ekki síst við endurskoðun stjórnarskrárinnar, í stað þess að berja sér á brjóst og telja sjálfum sér trú um forsetinn fari ekki með nein „efnisleg" völd. Í grein minni var vikið að því að framangreind meginregla um samband forseta og ráðherra gildi ekki um synjun forseta við lögum Alþingis skv. 26. gr. stjskr., en Finnur Torfi finnur að því að staðhæfingin hafi veri órökstudd. Um þetta er það að segja að 26. gr. stjskr. er eitt fárra ákvæða stjórnarskrárinnar sem mótað var frá grunni við setningu lýðveldisstjórnarskrárinnar 1944 og þannig sérsniðið að hinu nýstofnaða forsetaembætti. Sú skýring ákvæðisins að ekki þurfi til atbeina ráðherra á sér skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð. Einnig styðst þetta viðhorf við skrif helstu fræðimanna á sviði stjórnskipunarréttar (sbr. t.d. Ó.J., Stjórnskipun Íslands, 1960, bls. 298-301). Frá fræðilegu sjónarmiði er það auðvitað bara skemmtilegt að rifjaðar séu upp frumlegar hugleiðingar Þórs Vilhjálmssonar, fyrrv. forseta Hæstaréttar og prófessors, í tímaritsgrein frá árinu 1994 á þá leið að framangreind meginregla um atbeina ráðherra kunni einnig að gilda um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Þessi hugmynd, sem fyrst leit dagsins ljós hálfri öld eftir að málskotsréttur forseta var festur í stjórnlög, stendur hins vegar völtum fótum þegar litið er til tilurðar, texta og tilgangs 26. gr. stjskr. Við þetta bætist að forseti Íslands beitti umræddri heimild árin 2004, 2010 og 2011, í öll skiptin án atbeina ráðherra. Óhætt er að segja að (persónulegt) synjunarvald forseta hafi hlotið viðurkenningu allra helstu stjórnarstofnana samfélagsins, m.a. með þeim hætti að árið 2010 setti Alþingi lög sem m.a. fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli 26. gr. stjskr. Í stuttu máli ber það annaðhvort vott um vanþekkingu eða óskammfeilni að gefa í skyn að með skýringum á stjórnskipulegum heimildum forseta, í samræmi við það sem lagt hefur verið til grundvallar í íslenskum stjórnskipunarrétti áratugum saman, sé gerð tilraun til að hnika til eða breyta reglum íslenskrar stjórnskipunar. Hins vegar kemur til skoðunar hvort slík staðhæfing gæti átt við um suma þá sem telja sig geta skýrt stjórnarskrána til samræmis við þá pólitísku sýn sína að forsetinn eigi að vera „efnislega með öllu valdalaus". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 13. júní sl. fullyrðir lögfræðingurinn Finnur Torfi Stefánsson að forseti Íslands geti ekki beitt synjunarvaldi sínu nema með atbeina ráðherra og sé „efnislega með öllu valdalaus". Þessa túlkun á stjórnarskránni telur Finnur Torfi byggja á „skýrum og óumdeilanlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar", en jafnframt lýsir hann furðu sinni yfir því „að heyra löglærða menn tala og skrifa í þeim dúr að unnt sé að breyta stjórnarskrá með því að brjóta hana fyrst og ná síðan samstöðu um brotið í fjölmiðlaumræðu". Þessum orðum virðist, a.m.k. að einhverju leyti, vera beint að grein minni um vald forseta í Fréttablaðinu 7. júní sl. Í umræddri grein gerði ég stutta grein fyrir þeirri meginreglu íslenskrar stjórnskipunar að valdheimildum forseta yrði ekki beitt nema með atbeina ráðherra sem bæri ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Forseti gæti þannig ótvírætt ekki skipað ráðherra, rofið þing, gefið út bráðabirgðalög, o.s.frv., án þess að ráðherra meðundirritaði ákvörðun (sbr. 19. gr. stjskr.). Hvað sem líður venjum sem mótast hafa fyrir og eftir lýðveldisstofnun um að þjóðhöfðinginn fari almennt að tillögu ráðherra, stendur eftir sú staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra. Gangi forseti gegn ætlaðri skyldu sinni til að staðfesta tillögu ráðherra, t.d. um skipun embættismanns, er og engum viðurlögum fyrir að fara, enda er forsetinn ábyrgðarlaus skv. 10. gr. stjskr. Um þetta eru ákvæði stjórnarskrárinnar „skýr og óumdeild" þótt með öðrum hætti sé en Finnur Torfi virðist halda. Í ljósi þróunar síðustu ára sýnist fullt tilefni til að huga að þessum atriðum, ekki síst við endurskoðun stjórnarskrárinnar, í stað þess að berja sér á brjóst og telja sjálfum sér trú um forsetinn fari ekki með nein „efnisleg" völd. Í grein minni var vikið að því að framangreind meginregla um samband forseta og ráðherra gildi ekki um synjun forseta við lögum Alþingis skv. 26. gr. stjskr., en Finnur Torfi finnur að því að staðhæfingin hafi veri órökstudd. Um þetta er það að segja að 26. gr. stjskr. er eitt fárra ákvæða stjórnarskrárinnar sem mótað var frá grunni við setningu lýðveldisstjórnarskrárinnar 1944 og þannig sérsniðið að hinu nýstofnaða forsetaembætti. Sú skýring ákvæðisins að ekki þurfi til atbeina ráðherra á sér skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð. Einnig styðst þetta viðhorf við skrif helstu fræðimanna á sviði stjórnskipunarréttar (sbr. t.d. Ó.J., Stjórnskipun Íslands, 1960, bls. 298-301). Frá fræðilegu sjónarmiði er það auðvitað bara skemmtilegt að rifjaðar séu upp frumlegar hugleiðingar Þórs Vilhjálmssonar, fyrrv. forseta Hæstaréttar og prófessors, í tímaritsgrein frá árinu 1994 á þá leið að framangreind meginregla um atbeina ráðherra kunni einnig að gilda um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Þessi hugmynd, sem fyrst leit dagsins ljós hálfri öld eftir að málskotsréttur forseta var festur í stjórnlög, stendur hins vegar völtum fótum þegar litið er til tilurðar, texta og tilgangs 26. gr. stjskr. Við þetta bætist að forseti Íslands beitti umræddri heimild árin 2004, 2010 og 2011, í öll skiptin án atbeina ráðherra. Óhætt er að segja að (persónulegt) synjunarvald forseta hafi hlotið viðurkenningu allra helstu stjórnarstofnana samfélagsins, m.a. með þeim hætti að árið 2010 setti Alþingi lög sem m.a. fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli 26. gr. stjskr. Í stuttu máli ber það annaðhvort vott um vanþekkingu eða óskammfeilni að gefa í skyn að með skýringum á stjórnskipulegum heimildum forseta, í samræmi við það sem lagt hefur verið til grundvallar í íslenskum stjórnskipunarrétti áratugum saman, sé gerð tilraun til að hnika til eða breyta reglum íslenskrar stjórnskipunar. Hins vegar kemur til skoðunar hvort slík staðhæfing gæti átt við um suma þá sem telja sig geta skýrt stjórnarskrána til samræmis við þá pólitísku sýn sína að forsetinn eigi að vera „efnislega með öllu valdalaus".
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun