Heimshreyfing í þágu breytinga Ban Ki-moon skrifar 15. júní 2012 06:00 Í næstu viku munu veraldarleiðtogar hittast að máli á þýðingarmiklum fundi, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Rio de Janeiro. Verður þetta árangursríkur fundur? Að mínu mati, já. Samningaviðræður hafa staðið yfir lengi. Meira að segja á þessari stundu er meiru ólokið en gengið hefur verið frá í svokölluðu „lokaskjali" fundarins. Á hinn bóginn er lokaskjalið í raun ekki einhlítur mælikvarði á árangur. Mest er um vert að Rio ráðstefnan hefur þegar skilað umtalsverðum árangri. Og sá árangur er að skapa heimshreyfingu í þágu breytinga. Rio+20 markar vegamót á langri leið. Sjálfbær þróun komst á dagskrá heimsstjórnmála á hinum fræga Jarðar-fundi árið 1992. Í dag er skilningur okkar breiðari og blæbrigðaríkari á þeirri jafnvægislist sem við þurfum að ná tökum á. Sífellt fleiri jarðarbúar þarfnast þróunar sem hefur að markmiði að skila ávöxtun velmegunar og kröftugs hagvaxtar til allra. Á sama tíma verður að vernda dýrmætustu auðlindir jarðar: land, loft og vatn. Í Rio bætast yfir 100 leiðtogar ríkja og ríkisstjórna í hóp tuttugu og fimm þúsund þátttakenda sem leita réttrar framvindu. Við höfum allt of lengi talið að brennsla og neysla sé eina leiðin til bjargálna. Þessi leið hefur endað í blindgötu. Í Ríó verðum við að leita nýrrar leiðar; nýs vegvísis fyrir 21. aldar hagkerfið. Við höfnum þeirri goðsögn að hagvöxtur þurfi að vera á kostnað umhverfisins. Það er vaxandi skilningur á því að með snjallri stefnumörkun geta ríkisstjórnir eflt hagvöxt, dregið úr fátækt, skapað mannsæmandi störf og hraðað félagslegri þróun með þeim hætti að virðing sé borin fyrir takmörkuðum auðlindum jarðar. Í þessum víðari skilningi held ég að hreyfingin í þágu breytingar verði ekki brotin á bak aftur. Sönnunargögnin eru hvarvetna og leynast ef vel er að gáð á meðal stórra þjóða og smárra, ríkra jafnt sem fátækra. Mörg ríki hafa tekið „grænan vöxt" upp á sína arma sem felur í sér að nota takmarkaðar náttúrulegar auðlindir á skilvirkari hátt til að skapa störf og efla kolefnasnauða þróun. Kína hefur skuldbundið sig til að sækja sextán prósent orkuþarfar sinnar til endurnýjanlegra orkugjafa fyrir 2020 og stefnir að því að fjárfesta fyrir andvirði 450 milljarða Bandaríkjadala í endurnýtingu sorps og hreinni tækni í nýjustu fimm ára áætlun sinni. Í Brasilíu skapar endurnýting sorps meir en hálfa milljón starfa, aðallega á meðal þeirra sem höllustum standa fæti. Indland borgar nú fólki fyrir að nýta betur náttúrulegar auðlindir svo sem skóga og ferskvatn. Ríkisstjórnir og þjóðríki eru ekki ein á báti. Yfir þúsund oddvitar úr atvinnulífinu frá öllum heimshornum koma saman í Ríó og tala einum rómi: við getum ekki látið sem ekkert sé. Orkumál verða í öndvegi í Ríó. Ég hef kallað orkumál „gullna þráðinn" sem hnýtir saman hina sjálfbæru framtíð. Orka er lykilinn að þróun, félagslegri samheldni og verndun umhverfisins, þar á meðal lotslagsbreytingum. Af þessum sökum hleypti ég af stokkunum árið 2011, frumkvæði sem nefnist Sjálfbær orka fyrir alla. Markmið okkar er að tryggja þeim fimmtungi jarðarbúa sem ekki njóta þess þegar að fá aðgang að nútíma orkuþjónustu. Þetta ber að gera með því að draga úr orkusóun, með því tvöfalda skilvirka nýtingu og tvöfalda hlut endurnýjanlegrar orku í orkunotkun á heimsvísu. Sjálfbær orka fyrir alla er fyrirmyndar félagsskapur í þágu framtíðarinnar. Grundvallarhugmyndin er einföld en áhrifarík: Sameinuðu þjóðirnar nota einstætt afl sitt til að fylkja liði í þágu almannahagsmuna. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta einmitt það sem Rio+20 snýst um. Já, vissulega eru samningaviðræðurnar þýðingarmiklar. Samkomulag þar sem skuldbindingar hafa verið færðar til bókar, mótar umræður morgundagsins. En Rio+20 er meira en þetta eða tjáning öflugrar hreyfingar í þágu breytingar og stórt skref í átt til þeirrar framtíðar sem við viljum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í næstu viku munu veraldarleiðtogar hittast að máli á þýðingarmiklum fundi, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Rio de Janeiro. Verður þetta árangursríkur fundur? Að mínu mati, já. Samningaviðræður hafa staðið yfir lengi. Meira að segja á þessari stundu er meiru ólokið en gengið hefur verið frá í svokölluðu „lokaskjali" fundarins. Á hinn bóginn er lokaskjalið í raun ekki einhlítur mælikvarði á árangur. Mest er um vert að Rio ráðstefnan hefur þegar skilað umtalsverðum árangri. Og sá árangur er að skapa heimshreyfingu í þágu breytinga. Rio+20 markar vegamót á langri leið. Sjálfbær þróun komst á dagskrá heimsstjórnmála á hinum fræga Jarðar-fundi árið 1992. Í dag er skilningur okkar breiðari og blæbrigðaríkari á þeirri jafnvægislist sem við þurfum að ná tökum á. Sífellt fleiri jarðarbúar þarfnast þróunar sem hefur að markmiði að skila ávöxtun velmegunar og kröftugs hagvaxtar til allra. Á sama tíma verður að vernda dýrmætustu auðlindir jarðar: land, loft og vatn. Í Rio bætast yfir 100 leiðtogar ríkja og ríkisstjórna í hóp tuttugu og fimm þúsund þátttakenda sem leita réttrar framvindu. Við höfum allt of lengi talið að brennsla og neysla sé eina leiðin til bjargálna. Þessi leið hefur endað í blindgötu. Í Ríó verðum við að leita nýrrar leiðar; nýs vegvísis fyrir 21. aldar hagkerfið. Við höfnum þeirri goðsögn að hagvöxtur þurfi að vera á kostnað umhverfisins. Það er vaxandi skilningur á því að með snjallri stefnumörkun geta ríkisstjórnir eflt hagvöxt, dregið úr fátækt, skapað mannsæmandi störf og hraðað félagslegri þróun með þeim hætti að virðing sé borin fyrir takmörkuðum auðlindum jarðar. Í þessum víðari skilningi held ég að hreyfingin í þágu breytingar verði ekki brotin á bak aftur. Sönnunargögnin eru hvarvetna og leynast ef vel er að gáð á meðal stórra þjóða og smárra, ríkra jafnt sem fátækra. Mörg ríki hafa tekið „grænan vöxt" upp á sína arma sem felur í sér að nota takmarkaðar náttúrulegar auðlindir á skilvirkari hátt til að skapa störf og efla kolefnasnauða þróun. Kína hefur skuldbundið sig til að sækja sextán prósent orkuþarfar sinnar til endurnýjanlegra orkugjafa fyrir 2020 og stefnir að því að fjárfesta fyrir andvirði 450 milljarða Bandaríkjadala í endurnýtingu sorps og hreinni tækni í nýjustu fimm ára áætlun sinni. Í Brasilíu skapar endurnýting sorps meir en hálfa milljón starfa, aðallega á meðal þeirra sem höllustum standa fæti. Indland borgar nú fólki fyrir að nýta betur náttúrulegar auðlindir svo sem skóga og ferskvatn. Ríkisstjórnir og þjóðríki eru ekki ein á báti. Yfir þúsund oddvitar úr atvinnulífinu frá öllum heimshornum koma saman í Ríó og tala einum rómi: við getum ekki látið sem ekkert sé. Orkumál verða í öndvegi í Ríó. Ég hef kallað orkumál „gullna þráðinn" sem hnýtir saman hina sjálfbæru framtíð. Orka er lykilinn að þróun, félagslegri samheldni og verndun umhverfisins, þar á meðal lotslagsbreytingum. Af þessum sökum hleypti ég af stokkunum árið 2011, frumkvæði sem nefnist Sjálfbær orka fyrir alla. Markmið okkar er að tryggja þeim fimmtungi jarðarbúa sem ekki njóta þess þegar að fá aðgang að nútíma orkuþjónustu. Þetta ber að gera með því að draga úr orkusóun, með því tvöfalda skilvirka nýtingu og tvöfalda hlut endurnýjanlegrar orku í orkunotkun á heimsvísu. Sjálfbær orka fyrir alla er fyrirmyndar félagsskapur í þágu framtíðarinnar. Grundvallarhugmyndin er einföld en áhrifarík: Sameinuðu þjóðirnar nota einstætt afl sitt til að fylkja liði í þágu almannahagsmuna. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta einmitt það sem Rio+20 snýst um. Já, vissulega eru samningaviðræðurnar þýðingarmiklar. Samkomulag þar sem skuldbindingar hafa verið færðar til bókar, mótar umræður morgundagsins. En Rio+20 er meira en þetta eða tjáning öflugrar hreyfingar í þágu breytingar og stórt skref í átt til þeirrar framtíðar sem við viljum.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun