Veiðigjaldið kom fyrir löngu Kristinn H. Gunnarsson skrifar 18. júní 2012 06:00 Veiðigjald er komið á fyrir löngu í sjávarútveginum. Það gerðu útvegsmenn sjálfir. Viðskipti með veiðiheimildir eru umfangsmiklar og verðið afar hátt. Veltan nemur tugum milljarða króna á hverju ári. Tekjurnar renna nær eingöngu til handhafa veiðiheimildanna. Stjórnarflokkarnir hyggjast auka hlut ríkissjóðs úr 9,46 kr. fyrir kíló af þorski í 37 kr. fyrir veiðileyfið og hækka það svo í 54 kr. eftir þrjú ár. Útgerðarfyrirtækin sjálf krefjast um 300 kr. í endurgjald fyrir réttinn. Það er áttfalt veiðigjald. Hlutur þeirra í tekjunum er 97% og lækkar í 82% með áformum stjórnvalda. Hlutur ríkisins verður ekki talinn mikill. Á síðasta fiskveiðiári voru 44% aflamarksins flutt á milli skipa. Viðskipti milli óskyldra aðila námu 76 þúsundum tonna. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti í maí 2010 skýrslu um markaðinn með veiðiheimildir. Telur stofnunin að hann sé skilvirkur og verðlagið endurspegli fjárhagslega getu fyrirtækjanna til þess að greiða fyrir veiðiréttinn. Bent er á að kvótalitlar og kvótalausar útgerðir séu stórtækar á markaðnum fyrir leigukvóta. Hlutur þeirra var fiskveiðiárið 2008/9 um 35% af öllum leigukvóta í þorski og ýsu það ár. Nýlegri upplýsingar eru ekki handbærar, en miðað við þetta hlutfall leigðu kvótalitlar eða kvótalausar útgerðir til sín og veiddu um 15.000 tonn af þorski og 10.000 tonn af ýsu á síðasta fiskveiðiári. Þær greiddu í veiðigjald 60-80% af verðinu, sem fæst fyrir fiskinn á fiskmarkaði. Stóru útgerðirnar, Samherji, HB Grandi og Brim, leggja á allt að 80% veiðigjald í krafti úrelts úthlutunarkerfis og kvótamarkaðar, sem LÍÚ rekur. Þótt ríkið auki hlut sinn í veiðigjaldinu hækkar kvótaverðið ekki. Leigjendur verða jafnsettir. Hagnaður af framsalinu verður eftir sem áður mjög mikill eða þrefalt meiri en af veiðum. Þeir, sem eftir hækkun veiðigjaldsins kaupa veiðirétt til langs tíma, aflahlutdeild, verða líka jafnsettir. Verði tekið tillit til fjárskuldbindinga vegna keyptra aflahlutdeilda raskar hækkun veiðigjaldsins ekki forsendum kaupanna. Það er löngu tímabært að framsal veiðiheimilda verði fremur tekjustofn hins opinbera en fáeinna útgerðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Veiðigjald er komið á fyrir löngu í sjávarútveginum. Það gerðu útvegsmenn sjálfir. Viðskipti með veiðiheimildir eru umfangsmiklar og verðið afar hátt. Veltan nemur tugum milljarða króna á hverju ári. Tekjurnar renna nær eingöngu til handhafa veiðiheimildanna. Stjórnarflokkarnir hyggjast auka hlut ríkissjóðs úr 9,46 kr. fyrir kíló af þorski í 37 kr. fyrir veiðileyfið og hækka það svo í 54 kr. eftir þrjú ár. Útgerðarfyrirtækin sjálf krefjast um 300 kr. í endurgjald fyrir réttinn. Það er áttfalt veiðigjald. Hlutur þeirra í tekjunum er 97% og lækkar í 82% með áformum stjórnvalda. Hlutur ríkisins verður ekki talinn mikill. Á síðasta fiskveiðiári voru 44% aflamarksins flutt á milli skipa. Viðskipti milli óskyldra aðila námu 76 þúsundum tonna. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti í maí 2010 skýrslu um markaðinn með veiðiheimildir. Telur stofnunin að hann sé skilvirkur og verðlagið endurspegli fjárhagslega getu fyrirtækjanna til þess að greiða fyrir veiðiréttinn. Bent er á að kvótalitlar og kvótalausar útgerðir séu stórtækar á markaðnum fyrir leigukvóta. Hlutur þeirra var fiskveiðiárið 2008/9 um 35% af öllum leigukvóta í þorski og ýsu það ár. Nýlegri upplýsingar eru ekki handbærar, en miðað við þetta hlutfall leigðu kvótalitlar eða kvótalausar útgerðir til sín og veiddu um 15.000 tonn af þorski og 10.000 tonn af ýsu á síðasta fiskveiðiári. Þær greiddu í veiðigjald 60-80% af verðinu, sem fæst fyrir fiskinn á fiskmarkaði. Stóru útgerðirnar, Samherji, HB Grandi og Brim, leggja á allt að 80% veiðigjald í krafti úrelts úthlutunarkerfis og kvótamarkaðar, sem LÍÚ rekur. Þótt ríkið auki hlut sinn í veiðigjaldinu hækkar kvótaverðið ekki. Leigjendur verða jafnsettir. Hagnaður af framsalinu verður eftir sem áður mjög mikill eða þrefalt meiri en af veiðum. Þeir, sem eftir hækkun veiðigjaldsins kaupa veiðirétt til langs tíma, aflahlutdeild, verða líka jafnsettir. Verði tekið tillit til fjárskuldbindinga vegna keyptra aflahlutdeilda raskar hækkun veiðigjaldsins ekki forsendum kaupanna. Það er löngu tímabært að framsal veiðiheimilda verði fremur tekjustofn hins opinbera en fáeinna útgerðarmanna.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun