"Nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi“ Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. júlí 2012 06:00 Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í fyrradag upp tvo athyglisverða dóma, sem blaðamenn höfðu höfðað gegn íslenzka ríkinu. Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að tveir dómar í meiðyrðamálum sem höfðuð voru gegn blaðamönnunum, hafi brotið í bága við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu til varnar tjáningarfrelsi. Annars vegar hafði Björk Eiðsdóttir, blaðamaður á Vikunni, verið dæmd í Hæstarétti fyrir meiðyrði vegna viðtals við fyrrverandi starfsmann nektardansstaðarins Goldfinger, þar sem fram komu fullyrðingar um mansal og fleira glæpsamlegt athæfi. Hins vegar var Erla Hlynsdóttir, blaðamaður á DV, dæmd í héraðsdómi vegna viðtals þar sem fyrrverandi starfsmaður annars nektarklúbbs, Strawberries, hafði eftir eiganda staðarins að hann gumaði af tengslum við litháísku mafíuna. Báðar voru blaðakonurnar dæmdar eftir fáránlegum og úreltum prentlögum frá 1956, en á þeim byggðu dómstólarnir að refsa mætti blaðamanni vegna ærumeiðandi ummæla sem viðmælandi hefði í frammi í viðtali. Þetta telur Mannréttindadómstóllinn að geti lagt alvarlegar hömlur á framlag fjölmiðla til umræðna um málefni sem skipta almenning máli og eigi ekki að viðgangast nema rík ástæða sé til. Enda hefur lögunum verið breytt eftir að dómarnir féllu. Aðalatriðið í dómum Mannréttindadómstólsins er hins vegar að hann telur að ekki hefði yfirleitt átt að dæma fyrir ærumeiðingar í málunum tveimur. Í máli Bjarkar megi raunar fallast á að ummælin um eiganda Goldfingers hafi verið til þess fallin að kasta rýrð á orðspor hans, en horfa verði á málið í heild. Viðtalið hafi verið innlegg í umræður á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum um alvarlegt málefni sem varði almenning, það er tengsl nektardansstaða við skipulagða glæpastarfsemi. Eigandi staðarins hafi með rekstri sínum gerzt opinber persóna og þurfi að þola meiri gagnrýni en ella. Íslenzka ríkinu hafi ekki tekizt að sýna fram á að þær hömlur sem dómur Hæstaréttar lagði á tjáningarfrelsið hafi verið „nauðsynlegar í lýðræðisþjóðfélagi" eins og það er orðað í mannréttindasáttmálanum. Dómar Mannréttindadómstólsins styrkja stöðu fjölmiðla og starfsmanna þeirra í málum sem eru sambærileg við þau sem hér eru til umfjöllunar. Hins vegar er of bratt að álykta, eins og sumir hafa gert, að þeir þýði sjálfkrafa að fjöldinn allur af meiðyrðadómum sem fallið hafa undanfarin ár hafi gengið gegn ákvæðum mannréttindasáttmálans um vernd tjáningarfrelsisins. Þvert á móti leggur dómurinn í Strassborg áherzlu á að niðurstaða hans taki mið af sérstökum aðstæðum. Sú skylda hvíli almennt á blaðamönnum að starfa í góðri trú, gæta þess að segja nákvæmlega frá staðreyndum og fá staðfestar upplýsingar sem geti vegið að æru manna. Þýðing dómanna er væntanlega einkum sú að dómstólar verða að leggja meira á sig við mat á því hvort í meiðyrðamálum sé réttur almennings til upplýsinga mikilvægari en flekklaus æra stefnandans. Þetta getur líka þýtt að þeir sem þola illa gagnrýna umfjöllun um þátttöku sína í vafasamri starfsemi hugsi sig tvisvar um áður en þeir stefna blaðamönnum eða viðmælendum þeirra fyrir meiðyrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í fyrradag upp tvo athyglisverða dóma, sem blaðamenn höfðu höfðað gegn íslenzka ríkinu. Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að tveir dómar í meiðyrðamálum sem höfðuð voru gegn blaðamönnunum, hafi brotið í bága við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu til varnar tjáningarfrelsi. Annars vegar hafði Björk Eiðsdóttir, blaðamaður á Vikunni, verið dæmd í Hæstarétti fyrir meiðyrði vegna viðtals við fyrrverandi starfsmann nektardansstaðarins Goldfinger, þar sem fram komu fullyrðingar um mansal og fleira glæpsamlegt athæfi. Hins vegar var Erla Hlynsdóttir, blaðamaður á DV, dæmd í héraðsdómi vegna viðtals þar sem fyrrverandi starfsmaður annars nektarklúbbs, Strawberries, hafði eftir eiganda staðarins að hann gumaði af tengslum við litháísku mafíuna. Báðar voru blaðakonurnar dæmdar eftir fáránlegum og úreltum prentlögum frá 1956, en á þeim byggðu dómstólarnir að refsa mætti blaðamanni vegna ærumeiðandi ummæla sem viðmælandi hefði í frammi í viðtali. Þetta telur Mannréttindadómstóllinn að geti lagt alvarlegar hömlur á framlag fjölmiðla til umræðna um málefni sem skipta almenning máli og eigi ekki að viðgangast nema rík ástæða sé til. Enda hefur lögunum verið breytt eftir að dómarnir féllu. Aðalatriðið í dómum Mannréttindadómstólsins er hins vegar að hann telur að ekki hefði yfirleitt átt að dæma fyrir ærumeiðingar í málunum tveimur. Í máli Bjarkar megi raunar fallast á að ummælin um eiganda Goldfingers hafi verið til þess fallin að kasta rýrð á orðspor hans, en horfa verði á málið í heild. Viðtalið hafi verið innlegg í umræður á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum um alvarlegt málefni sem varði almenning, það er tengsl nektardansstaða við skipulagða glæpastarfsemi. Eigandi staðarins hafi með rekstri sínum gerzt opinber persóna og þurfi að þola meiri gagnrýni en ella. Íslenzka ríkinu hafi ekki tekizt að sýna fram á að þær hömlur sem dómur Hæstaréttar lagði á tjáningarfrelsið hafi verið „nauðsynlegar í lýðræðisþjóðfélagi" eins og það er orðað í mannréttindasáttmálanum. Dómar Mannréttindadómstólsins styrkja stöðu fjölmiðla og starfsmanna þeirra í málum sem eru sambærileg við þau sem hér eru til umfjöllunar. Hins vegar er of bratt að álykta, eins og sumir hafa gert, að þeir þýði sjálfkrafa að fjöldinn allur af meiðyrðadómum sem fallið hafa undanfarin ár hafi gengið gegn ákvæðum mannréttindasáttmálans um vernd tjáningarfrelsisins. Þvert á móti leggur dómurinn í Strassborg áherzlu á að niðurstaða hans taki mið af sérstökum aðstæðum. Sú skylda hvíli almennt á blaðamönnum að starfa í góðri trú, gæta þess að segja nákvæmlega frá staðreyndum og fá staðfestar upplýsingar sem geti vegið að æru manna. Þýðing dómanna er væntanlega einkum sú að dómstólar verða að leggja meira á sig við mat á því hvort í meiðyrðamálum sé réttur almennings til upplýsinga mikilvægari en flekklaus æra stefnandans. Þetta getur líka þýtt að þeir sem þola illa gagnrýna umfjöllun um þátttöku sína í vafasamri starfsemi hugsi sig tvisvar um áður en þeir stefna blaðamönnum eða viðmælendum þeirra fyrir meiðyrði.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun