Þolinmæði, gleði og virðing Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. ágúst 2012 06:00 Ferðahelgin stóra, verslunarmannahelgin, er runnin upp. Þriggja daga helgi sem er mörgum langþráð. Helgina má nýta til margs. Margir velja rólegheitin heima hjá sér en hjá stórum hópi er helgin nýtt til ferðalaga með áherslu á annað hvort að njóta náttúrunnar eða samveru við annað fólk, nema hvort tveggja sé. Af þessu leiðir að fáa daga ársins eru fleiri á ferðinni á sama tíma en einmitt þessa helgi. Umferðarálag er þess vegna mikið og krefst sérstakrar þolinmæði og árvekni. Í því samhengi má ekki gleymast að það er fullkomlega eðlilegt ástand að tafir séu í umferðinni þá daga ársins sem flestir eru á ferðinni þannig að það er rétt að gera ráð fyrir að ferðalagið taki heldur lengri tíma en alla jafna. Það þarf að fara með gát og sýna ábyrgð. Það gildir ekki síður um sambúð aksturs og áfengis. Umferðarstofa sendi frá sér samantekt fyrir helgina þar sem minnt var á mikilvægi bílbelta bæði í framsætum og aftursætum. Umferðarstofa áréttaði einnig ábyrgð bílstjóra sem aka undir áhrifum áfengis en ölvaður ökumaður veldur einu af hverjum fimm dauðaslysum sem verða í umferðinni. Um helgi sem þessa getur fleira reynt á þolinmæðina en þung umferð. Þar sem margir eru saman komnir, og þá ekki síst þar sem áfengi deyfir dómgreind að einhverju leyti, er hætta á núningi manna á milli. Þar er þolinmæðin einnig dyggð. Þá er líka ágætt að hafa í huga að tilgangurinn með því að koma saman er að hafa gaman en ekki hið þveröfuga. Sambúðin við guðsgræna náttúruna er náin á ferðalögum. Í þeirri sambúð þarf að gæta að virðingunni. Náttúra landsins er meðal þeirra gæða sem þorri Íslendinga metur hvað mest en þess sér ekki alltaf nægilega vel stað í umgengninni við landið. Það er góð og raunar sjálfsögð regla á ferðalögum að skilja þannig við á áningarstöðum í náttúrunni að sem minnst ummerki sjáist. Engan langar að koma að rusli og sviðinni jörð. Veðurhorfur eru góðar fyrir helgina, þokkalega hlýtt veður og útlit fyrir sól um mest allt land í dag. Veðrið ætti þannig að verða hin ágætasta umgjörð utan um gott mannlíf á mannamótum og dægilegar stundir úti í náttúrunni hvort heldur sem kyrrðar er notið eða skemmtunar með öðrum. Það er sama hvort um ræðir samveru fólks, útivist í faðmi náttúrunnar eða ferðalögin milli staða, í öllum tilvikum er virðing, gleði og þolinmæði nestið sem bætir upplifunina og skilar okkur heilum og hamingjusömum heim. Það á auðvitað ekki bara við um þessa ágætu helgi sem nú er fram undan heldur hvern einasta dag í lífinu. Gleðilega og farsæla ferðahelgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Ferðahelgin stóra, verslunarmannahelgin, er runnin upp. Þriggja daga helgi sem er mörgum langþráð. Helgina má nýta til margs. Margir velja rólegheitin heima hjá sér en hjá stórum hópi er helgin nýtt til ferðalaga með áherslu á annað hvort að njóta náttúrunnar eða samveru við annað fólk, nema hvort tveggja sé. Af þessu leiðir að fáa daga ársins eru fleiri á ferðinni á sama tíma en einmitt þessa helgi. Umferðarálag er þess vegna mikið og krefst sérstakrar þolinmæði og árvekni. Í því samhengi má ekki gleymast að það er fullkomlega eðlilegt ástand að tafir séu í umferðinni þá daga ársins sem flestir eru á ferðinni þannig að það er rétt að gera ráð fyrir að ferðalagið taki heldur lengri tíma en alla jafna. Það þarf að fara með gát og sýna ábyrgð. Það gildir ekki síður um sambúð aksturs og áfengis. Umferðarstofa sendi frá sér samantekt fyrir helgina þar sem minnt var á mikilvægi bílbelta bæði í framsætum og aftursætum. Umferðarstofa áréttaði einnig ábyrgð bílstjóra sem aka undir áhrifum áfengis en ölvaður ökumaður veldur einu af hverjum fimm dauðaslysum sem verða í umferðinni. Um helgi sem þessa getur fleira reynt á þolinmæðina en þung umferð. Þar sem margir eru saman komnir, og þá ekki síst þar sem áfengi deyfir dómgreind að einhverju leyti, er hætta á núningi manna á milli. Þar er þolinmæðin einnig dyggð. Þá er líka ágætt að hafa í huga að tilgangurinn með því að koma saman er að hafa gaman en ekki hið þveröfuga. Sambúðin við guðsgræna náttúruna er náin á ferðalögum. Í þeirri sambúð þarf að gæta að virðingunni. Náttúra landsins er meðal þeirra gæða sem þorri Íslendinga metur hvað mest en þess sér ekki alltaf nægilega vel stað í umgengninni við landið. Það er góð og raunar sjálfsögð regla á ferðalögum að skilja þannig við á áningarstöðum í náttúrunni að sem minnst ummerki sjáist. Engan langar að koma að rusli og sviðinni jörð. Veðurhorfur eru góðar fyrir helgina, þokkalega hlýtt veður og útlit fyrir sól um mest allt land í dag. Veðrið ætti þannig að verða hin ágætasta umgjörð utan um gott mannlíf á mannamótum og dægilegar stundir úti í náttúrunni hvort heldur sem kyrrðar er notið eða skemmtunar með öðrum. Það er sama hvort um ræðir samveru fólks, útivist í faðmi náttúrunnar eða ferðalögin milli staða, í öllum tilvikum er virðing, gleði og þolinmæði nestið sem bætir upplifunina og skilar okkur heilum og hamingjusömum heim. Það á auðvitað ekki bara við um þessa ágætu helgi sem nú er fram undan heldur hvern einasta dag í lífinu. Gleðilega og farsæla ferðahelgi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun