Líf með reisn Steinunn Stefánsdóttir skrifar 10. ágúst 2012 06:00 Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra er að fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi á að geta valið hvernig hún er veitt. Þessi sýn er kjarninn í þróunar- og tilraunaverkefni á vegum velferðarsviðs borgarinnar en verkefnið byggir á handbók og leiðbeinandi reglum um notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) sem unnar hafa verið á vegum velferðarráðuneytisins. Nú er lýst eftir þátttakendum í verkefninu á þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness. NPA byggir á því að notandi þjónustunnar er sjálfur verkstjórnandi varðandi þá þjónustu sem hann fær. Í stað þess að taka við þjónustu og starfsfólki sem aðrir hafa ákveðið og valið þá velur hann sjálfur aðstoðarfólk sitt og ákveður hvaða störf það á að inna af hendi. Með samningi um NPA fær notandinn þannig greiðslu sem hann á að ráðstafa sjálfur í stað þjónustunnar sem honum stæði ella til boða. Þessi leið eykur ekki bara sjálfstæði fatlaðs fólks og sjálfræði heldur getur hún einnig reynst hagkvæmari vegna þess að með þessari aðferð er þjónustan löguð að hverjum og einum á hverjum tíma. Þannig þarf sá sem þjónustuna notar ekki að laga sig að þeirri þjónustu sem í boði er heldur sníður hann hana sjálfur að sínum þörfum. Frelsið til að velja aðstoðarfólkið skiptir einnig máli, ekki síst fyrir fólk sem þarf aðstoð við daglegar persónulegar athafnir sínar. Það segir sig sjálft hversu mikil bót felst í því að geta sjálfur valið fólk sér til liðsinnis þar. Loks hefur reynslan sýnt að það er síst kostnaðarsamara að veita þjónustuna með þessum hætti en með „gamla laginu", að gera hinum fötluðu að laga sig að þeirri þjónustu sem til boða stendur. Að mati Freyju Haraldsdóttir, framkvæmdastjóra NPA miðstöðvarinnar, getur NPA þjónusta gerbreytt lífi fatlaðs fólks. Sjálf hefur Freyja lokið háskólanámi, leigt sér eigin íbúð og farið út á vinnumarkaðinn í fullt starf eftir að hún fékk notendastýrða persónulega þjónustu. „Ég er ekki lengur bótaþegi vegna þess að ég er í fullri vinnu. Þetta hefur fært mig úr því að vera annars flokks þjóðfélagsþegn, notandi sjálfboðastarfs foreldra og vina, í að vera fyrsta flokks þjóðfélagsþegn, sem hefur réttindi og skyldur í samfélaginu," segir Freyja í frétt hér í blaðinu og ef þetta er ekki árangur, hvað er þá árangur? Allir, fatlaðir sem ófatlaðir, eiga rétt á að lifa lífi sínu með reisn. Í því felst meðal annars að taka ákvörðun um sína eigin þörf fyrir þjónustu og að velja sjálfur það fólk sem sinnir störfunum. Í því að lifa lífi sínu með reisn felst líka, ef út í það er farið, að ákveða sjálfur hvern maður tekur með sér í kjörklefann, fulltrúa kjörstjórnar, persónulegan aðstoðarmann eða venslamann, sé maður ekki fær um að greiða atkvæði án aðstoðar. Þannig er krafan um rétt fatlaðra til að velja þann sem fer með þeim í kjörklefann angi af sömu þróun og NPA þjónustan. Stefnt er að því að lögbinda notendastýrða persónulega þjónustu á næstu árum. Öllu skiptir að staðið verði við þá stefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra er að fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi á að geta valið hvernig hún er veitt. Þessi sýn er kjarninn í þróunar- og tilraunaverkefni á vegum velferðarsviðs borgarinnar en verkefnið byggir á handbók og leiðbeinandi reglum um notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) sem unnar hafa verið á vegum velferðarráðuneytisins. Nú er lýst eftir þátttakendum í verkefninu á þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness. NPA byggir á því að notandi þjónustunnar er sjálfur verkstjórnandi varðandi þá þjónustu sem hann fær. Í stað þess að taka við þjónustu og starfsfólki sem aðrir hafa ákveðið og valið þá velur hann sjálfur aðstoðarfólk sitt og ákveður hvaða störf það á að inna af hendi. Með samningi um NPA fær notandinn þannig greiðslu sem hann á að ráðstafa sjálfur í stað þjónustunnar sem honum stæði ella til boða. Þessi leið eykur ekki bara sjálfstæði fatlaðs fólks og sjálfræði heldur getur hún einnig reynst hagkvæmari vegna þess að með þessari aðferð er þjónustan löguð að hverjum og einum á hverjum tíma. Þannig þarf sá sem þjónustuna notar ekki að laga sig að þeirri þjónustu sem í boði er heldur sníður hann hana sjálfur að sínum þörfum. Frelsið til að velja aðstoðarfólkið skiptir einnig máli, ekki síst fyrir fólk sem þarf aðstoð við daglegar persónulegar athafnir sínar. Það segir sig sjálft hversu mikil bót felst í því að geta sjálfur valið fólk sér til liðsinnis þar. Loks hefur reynslan sýnt að það er síst kostnaðarsamara að veita þjónustuna með þessum hætti en með „gamla laginu", að gera hinum fötluðu að laga sig að þeirri þjónustu sem til boða stendur. Að mati Freyju Haraldsdóttir, framkvæmdastjóra NPA miðstöðvarinnar, getur NPA þjónusta gerbreytt lífi fatlaðs fólks. Sjálf hefur Freyja lokið háskólanámi, leigt sér eigin íbúð og farið út á vinnumarkaðinn í fullt starf eftir að hún fékk notendastýrða persónulega þjónustu. „Ég er ekki lengur bótaþegi vegna þess að ég er í fullri vinnu. Þetta hefur fært mig úr því að vera annars flokks þjóðfélagsþegn, notandi sjálfboðastarfs foreldra og vina, í að vera fyrsta flokks þjóðfélagsþegn, sem hefur réttindi og skyldur í samfélaginu," segir Freyja í frétt hér í blaðinu og ef þetta er ekki árangur, hvað er þá árangur? Allir, fatlaðir sem ófatlaðir, eiga rétt á að lifa lífi sínu með reisn. Í því felst meðal annars að taka ákvörðun um sína eigin þörf fyrir þjónustu og að velja sjálfur það fólk sem sinnir störfunum. Í því að lifa lífi sínu með reisn felst líka, ef út í það er farið, að ákveða sjálfur hvern maður tekur með sér í kjörklefann, fulltrúa kjörstjórnar, persónulegan aðstoðarmann eða venslamann, sé maður ekki fær um að greiða atkvæði án aðstoðar. Þannig er krafan um rétt fatlaðra til að velja þann sem fer með þeim í kjörklefann angi af sömu þróun og NPA þjónustan. Stefnt er að því að lögbinda notendastýrða persónulega þjónustu á næstu árum. Öllu skiptir að staðið verði við þá stefnu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun