Frelsari eða syndari? Þorsteinn Pálsson skrifar 25. ágúst 2012 06:00 Steingrímur J. Sigfússon efnahagsráðherra skrifaði athyglisverða grein í Financial Times á dögunum til að auka hróður Íslands. Þar beindi hann sjónum manna einkum að tvennu: Annars vegar benti ráðherrann á mikilvægi neyðarlaganna frá október 2008. Það er kórrétt að þau eru til marks um velheppnaðar, fumlausar og rétt tímasettar ákvarðanir þegar gjaldmiðill landsins hafði hrunið og bankarnir fallið. Neyðarlögin komu í veg fyrir að bankarnir lokuðu og atvinnulífið stöðvaðist. Það var afrek eftir þau ósköp sem á undan voru gengin. Hins vegar benti ráðherrann á hversu vel efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins reyndist. Eftir hrunið og fram að því að áætlunin var samþykkt vörðust íslensk stjórnvöld í vök. Áætlunin gaf Íslendingum hins vegar tækifæri til þess að standa á eigin fótum í varnarbaráttunni með öflugum en stranglega skilyrtum stuðningi annarra ríkja. Þó að margt hefði mátt fara betur í framkvæmdinni skilaði áætlunin árangri. Það skemmtilega við þessa grein er að jafnvel yngstu menn muna að Steingrímur J. Sigfússon var ásamt þingflokki sínum svo fullur efasemda um ágæti neyðarlaganna að hann gat ekki stutt þau. Þegar kom að samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn varð allt blátt fyrir augum hans. Fullveldi þjóðarinnar, efnahagslegu sjálfstæði og vinstri pólitík þótti standa slík ógn af þeim að nota þurfti sömu lýsingarorðin og flokksmenn hans og hann sjálfur nota nú um samningana sem hann er að gera um aðild að Evrópusambandinu. Greinin var skrifuð af stalli frelsara en minnti þó alveg eins á gamlan syndara. Í reynd var hún fremur skynsamleg lofgjörð um stefnumótun ríkisstjórnar Geirs Haarde þegar í óefni var komið fyrir fjórum árum. Glataða syninum var ekki fagnað. Í bók bókanna er mönnum kennt að fagna glataða syninum. Ekki hefði því komið á óvart þótt Morgunblaðið hefði gert það fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að klappa Steingrími J. Sigfússyni aðeins á öxlina og metið við hann að hann skyldi seint og um síðir gera alþjóðasamfélaginu grein fyrir mikilvægi þessara haldgóðu íhaldsráða sem hann fékk síðan tækifæri til að framkvæma á sinn hátt. Íhaldsaðgerðirnar í ríkisfjármálum voru mildari en ella hefði orðið vegna þess að þeim átti að fylgja eftir með verðmætasköpun í orkufrekum iðnaði. Útfærsla skattkerfisbreytinganna og andstaða við orkufrekan iðnað í stjórnarflokkunum veiktu hins vegar framkvæmdina. Eigi að síður skilaði hún árangri og var því rétt ráðin. Það var hins vegar misráðið að yfirgefa áætlunina á síðasta ári eins og ríkisstjórnin gerði og ráðherrann hefði átt að geta um. Við stæðum vissulega betur að vígi ef áætluninni hefði verið fylgt betur. Hagvöxturinn væri þá í ríkari mæli byggður á verðmætasköpun og minna mæli á eyðslu umfram efni. En það breytir ekki hinu að sjálfstæðismenn gætu, ef þeir vildu, skrifað þann árangur sem náðst hefur að einhverju leyti á sinn reikning. Það myndi styrkja Sjálfstæðisflokkinn fremur en veikja í komandi kosningum að benda á hverjir sömdu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. En hvers vegna vilja helstu málsvarar hans ekki halda þessu merki á lofti?Fórnir fyrir fortíðina Hafa verður í huga að ágreiningur var í Sjálfstæðisflokknum um efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mótþrói Seðlabankans fór aldrei leynt þó að hann skrifaði á endanum undir. Sú aðstoð sem sjóðurinn og nokkur ríki Evrópusambandsins veittu og þau hörðu skilyrði sem henni fylgdu hafa hugsanlega þótt varpa skugga á efnahagsstjórn áratugarins þar á undan. Það er skiljanlegt. Hér verður hins vegar ekki bæði sleppt og haldið. Þar af leiðir að réttlátri hlutdeild í því sem vel var gert strax eftir hrun er fórnað fyrir ímynd liðinnar tíðar. Þetta er svipað og gerðist með öfugum pólitískum formerkjum í sjávarútvegsmálum á tíunda áratugnum. Í byrjun hans lögfestu vinstri flokkarnir mjög hófsama markaðsvæðingu í sjávarútvegi sem kom í hlut Sjálfstæðisflokksins að framkvæma. Í gömlum skýrslum Efnahags- og framfarastofnunarinnar kemur fram að sú breyting var forsenda þess efnahagsárangurs sem náðist á þeim tíma. Sú uppstokkun sem markaðsvæðingin leiddi til olli eðlilega umróti og misklíð meðan breytingarnar gengu yfir. Vinstri flokkarnir kusu heldur að róa á þau óánægjumið í atkvæðaveiðum en eigna sér hlut í því sem sannarlega olli þáttaskilum í efnahagsþróuninni og þeir áttu upphafið að. Sjálfstæðisflokkurinn naut þess. Öfugsnúningur í pólitík er því ekkert nýmæli. Nú er svo verið að kollvarpa fiskveiðikerfinu til að sýna trúmennsku við óánægjupólitík fortíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Steingrímur J. Sigfússon efnahagsráðherra skrifaði athyglisverða grein í Financial Times á dögunum til að auka hróður Íslands. Þar beindi hann sjónum manna einkum að tvennu: Annars vegar benti ráðherrann á mikilvægi neyðarlaganna frá október 2008. Það er kórrétt að þau eru til marks um velheppnaðar, fumlausar og rétt tímasettar ákvarðanir þegar gjaldmiðill landsins hafði hrunið og bankarnir fallið. Neyðarlögin komu í veg fyrir að bankarnir lokuðu og atvinnulífið stöðvaðist. Það var afrek eftir þau ósköp sem á undan voru gengin. Hins vegar benti ráðherrann á hversu vel efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins reyndist. Eftir hrunið og fram að því að áætlunin var samþykkt vörðust íslensk stjórnvöld í vök. Áætlunin gaf Íslendingum hins vegar tækifæri til þess að standa á eigin fótum í varnarbaráttunni með öflugum en stranglega skilyrtum stuðningi annarra ríkja. Þó að margt hefði mátt fara betur í framkvæmdinni skilaði áætlunin árangri. Það skemmtilega við þessa grein er að jafnvel yngstu menn muna að Steingrímur J. Sigfússon var ásamt þingflokki sínum svo fullur efasemda um ágæti neyðarlaganna að hann gat ekki stutt þau. Þegar kom að samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn varð allt blátt fyrir augum hans. Fullveldi þjóðarinnar, efnahagslegu sjálfstæði og vinstri pólitík þótti standa slík ógn af þeim að nota þurfti sömu lýsingarorðin og flokksmenn hans og hann sjálfur nota nú um samningana sem hann er að gera um aðild að Evrópusambandinu. Greinin var skrifuð af stalli frelsara en minnti þó alveg eins á gamlan syndara. Í reynd var hún fremur skynsamleg lofgjörð um stefnumótun ríkisstjórnar Geirs Haarde þegar í óefni var komið fyrir fjórum árum. Glataða syninum var ekki fagnað. Í bók bókanna er mönnum kennt að fagna glataða syninum. Ekki hefði því komið á óvart þótt Morgunblaðið hefði gert það fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að klappa Steingrími J. Sigfússyni aðeins á öxlina og metið við hann að hann skyldi seint og um síðir gera alþjóðasamfélaginu grein fyrir mikilvægi þessara haldgóðu íhaldsráða sem hann fékk síðan tækifæri til að framkvæma á sinn hátt. Íhaldsaðgerðirnar í ríkisfjármálum voru mildari en ella hefði orðið vegna þess að þeim átti að fylgja eftir með verðmætasköpun í orkufrekum iðnaði. Útfærsla skattkerfisbreytinganna og andstaða við orkufrekan iðnað í stjórnarflokkunum veiktu hins vegar framkvæmdina. Eigi að síður skilaði hún árangri og var því rétt ráðin. Það var hins vegar misráðið að yfirgefa áætlunina á síðasta ári eins og ríkisstjórnin gerði og ráðherrann hefði átt að geta um. Við stæðum vissulega betur að vígi ef áætluninni hefði verið fylgt betur. Hagvöxturinn væri þá í ríkari mæli byggður á verðmætasköpun og minna mæli á eyðslu umfram efni. En það breytir ekki hinu að sjálfstæðismenn gætu, ef þeir vildu, skrifað þann árangur sem náðst hefur að einhverju leyti á sinn reikning. Það myndi styrkja Sjálfstæðisflokkinn fremur en veikja í komandi kosningum að benda á hverjir sömdu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. En hvers vegna vilja helstu málsvarar hans ekki halda þessu merki á lofti?Fórnir fyrir fortíðina Hafa verður í huga að ágreiningur var í Sjálfstæðisflokknum um efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mótþrói Seðlabankans fór aldrei leynt þó að hann skrifaði á endanum undir. Sú aðstoð sem sjóðurinn og nokkur ríki Evrópusambandsins veittu og þau hörðu skilyrði sem henni fylgdu hafa hugsanlega þótt varpa skugga á efnahagsstjórn áratugarins þar á undan. Það er skiljanlegt. Hér verður hins vegar ekki bæði sleppt og haldið. Þar af leiðir að réttlátri hlutdeild í því sem vel var gert strax eftir hrun er fórnað fyrir ímynd liðinnar tíðar. Þetta er svipað og gerðist með öfugum pólitískum formerkjum í sjávarútvegsmálum á tíunda áratugnum. Í byrjun hans lögfestu vinstri flokkarnir mjög hófsama markaðsvæðingu í sjávarútvegi sem kom í hlut Sjálfstæðisflokksins að framkvæma. Í gömlum skýrslum Efnahags- og framfarastofnunarinnar kemur fram að sú breyting var forsenda þess efnahagsárangurs sem náðist á þeim tíma. Sú uppstokkun sem markaðsvæðingin leiddi til olli eðlilega umróti og misklíð meðan breytingarnar gengu yfir. Vinstri flokkarnir kusu heldur að róa á þau óánægjumið í atkvæðaveiðum en eigna sér hlut í því sem sannarlega olli þáttaskilum í efnahagsþróuninni og þeir áttu upphafið að. Sjálfstæðisflokkurinn naut þess. Öfugsnúningur í pólitík er því ekkert nýmæli. Nú er svo verið að kollvarpa fiskveiðikerfinu til að sýna trúmennsku við óánægjupólitík fortíðarinnar.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun