Efnahagurinn, bjáni! Þórður Snær Júlíusson skrifar 30. ágúst 2012 06:00 Vorið 2009 hefðu alþingiskosningarnar átt að snúast um nokkur lykilatriði í endurreisn fallins efnahags Íslands. Þess í stað lagði fyrsta vinstrisinnaða meirihlutastjórnin upp með stærsta stjórnarsáttmála Íslandssögunnar. Hann innihélt víðtækar breytingar á mörgum sviðum samfélagsins. Því fer fjarri að eining og sátt ríki hjá þjóðinni um þær breytingar. Á tímum þegar samstaða var nauðsynleg hefur sundrung og tortryggni aukist frekar en hitt. Það er eins og stjórnarflokkarnir hafi séð yfirstandandi kjörtímabil sem sitt eina tækifæri til að ýta í gegn öllum sínum hugðarefnum. Þá skorti sjálfstraust til að einskorða umboð sitt við mikilvægasta verkefnið sem þeim var falið, tiltektina. Vegna þessarar aðferðafræði verður líkast til langt þar til þeim býðst aftur sambærilegt tækifæri. Þegar Bill Clinton bauð sig fram gegn, og lagði, George Bush eldri í bandarísku forsetakosningunum árið 1992 var það í krafti frasans „The economy, stupid" (ísl. efnahagurinn, bjáni). Þar vísaði Clinton í það sem skipti hinn venjulega Bandaríkjamann mestu máli en áherslur Bush voru á allt aðra hluti. Það væri vel ef einhver ábyrgur stjórnmálaflokkur gerði þennan frasa að sínum í kosningunum næsta vor. Staðan hér er nefnilega þannig að það er búið að slökkva efnahagslegu eldana sem brennuvargar fyrirhrunsáranna kveiktu. Enn er þó eftir að byggja nýtt hús í stað þess sem varð logunum að bráð. Mikilvægasta verkefni stjórnmálanna í dag er að það hús verði byggt á traustum grunni þar sem langtímahagsmunir heillar þjóðar verða látnir ráða för. Efnahagurinn þarf að vera aðalmálið. Við blasir að móta þarf vitræna peningamálastefnu til frambúðar. Það þarf að ákveða hvaða gjaldmiðil á að notast við og hvaða stýritæki eigi að beisla krónuna, verði hún ofan á sem valkostur. Það þarf að vinna á fjárlagahalla ríkisins og lækka tugmilljarða árlegan vaxtakostnað þess með skipulögðum hætti á sem skemmstum tíma. Það þarf að leysa úr því risavaxna vandamáli að ríkissjóður er í ábyrgð fyrir þorra 600 milljarða króna tryggingafræðilegrar skuldar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Það þarf að leggja fram skýra framtíðaráætlun um nýtingu auðlinda og búa til plan um hvernig við ætlum að bregðast við auknum umsvifum á Norðurslóðum. Það þarf að leggja fram raunhæfa leið til að afnema gjaldeyrishöft sem allra, allra fyrst og losa út þá þúsund milljarða króna sem fastir eru inni í höftunum. Miðað við þær línur sem pólitíkusar eru að draga í sandinn virðist þetta ekki verða raunin. Kosningarnar skulu snúast um hvort Íslendingum sé treystandi til að kjósa sjálfir um hvort þeir séu tilbúnir að ganga í Evrópusambandið eða hvort fámenn yfirstétt eigi að taka þá ákvörðun fyrir þá. Þær skulu snúast um hvort eðlilegar greiðslur einkafyrirtækja fyrir aðgang að sameiginlegum auðlindum skuli vera rukkaðar inn áfram eða ekki. Þær skulu snúast um mismunandi útfærslur þess að setja ríkissjóð á höfuðið með almennum skuldaniðurfærslum, of dýrum spítalaframkvæmdum, gangnagerð og öðrum gæluverkefnum. Þær skulu snúast um sérhagsmunagæslu og lýðskrum. Um allt sem skiptir ekki höfuðmáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Vorið 2009 hefðu alþingiskosningarnar átt að snúast um nokkur lykilatriði í endurreisn fallins efnahags Íslands. Þess í stað lagði fyrsta vinstrisinnaða meirihlutastjórnin upp með stærsta stjórnarsáttmála Íslandssögunnar. Hann innihélt víðtækar breytingar á mörgum sviðum samfélagsins. Því fer fjarri að eining og sátt ríki hjá þjóðinni um þær breytingar. Á tímum þegar samstaða var nauðsynleg hefur sundrung og tortryggni aukist frekar en hitt. Það er eins og stjórnarflokkarnir hafi séð yfirstandandi kjörtímabil sem sitt eina tækifæri til að ýta í gegn öllum sínum hugðarefnum. Þá skorti sjálfstraust til að einskorða umboð sitt við mikilvægasta verkefnið sem þeim var falið, tiltektina. Vegna þessarar aðferðafræði verður líkast til langt þar til þeim býðst aftur sambærilegt tækifæri. Þegar Bill Clinton bauð sig fram gegn, og lagði, George Bush eldri í bandarísku forsetakosningunum árið 1992 var það í krafti frasans „The economy, stupid" (ísl. efnahagurinn, bjáni). Þar vísaði Clinton í það sem skipti hinn venjulega Bandaríkjamann mestu máli en áherslur Bush voru á allt aðra hluti. Það væri vel ef einhver ábyrgur stjórnmálaflokkur gerði þennan frasa að sínum í kosningunum næsta vor. Staðan hér er nefnilega þannig að það er búið að slökkva efnahagslegu eldana sem brennuvargar fyrirhrunsáranna kveiktu. Enn er þó eftir að byggja nýtt hús í stað þess sem varð logunum að bráð. Mikilvægasta verkefni stjórnmálanna í dag er að það hús verði byggt á traustum grunni þar sem langtímahagsmunir heillar þjóðar verða látnir ráða för. Efnahagurinn þarf að vera aðalmálið. Við blasir að móta þarf vitræna peningamálastefnu til frambúðar. Það þarf að ákveða hvaða gjaldmiðil á að notast við og hvaða stýritæki eigi að beisla krónuna, verði hún ofan á sem valkostur. Það þarf að vinna á fjárlagahalla ríkisins og lækka tugmilljarða árlegan vaxtakostnað þess með skipulögðum hætti á sem skemmstum tíma. Það þarf að leysa úr því risavaxna vandamáli að ríkissjóður er í ábyrgð fyrir þorra 600 milljarða króna tryggingafræðilegrar skuldar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Það þarf að leggja fram skýra framtíðaráætlun um nýtingu auðlinda og búa til plan um hvernig við ætlum að bregðast við auknum umsvifum á Norðurslóðum. Það þarf að leggja fram raunhæfa leið til að afnema gjaldeyrishöft sem allra, allra fyrst og losa út þá þúsund milljarða króna sem fastir eru inni í höftunum. Miðað við þær línur sem pólitíkusar eru að draga í sandinn virðist þetta ekki verða raunin. Kosningarnar skulu snúast um hvort Íslendingum sé treystandi til að kjósa sjálfir um hvort þeir séu tilbúnir að ganga í Evrópusambandið eða hvort fámenn yfirstétt eigi að taka þá ákvörðun fyrir þá. Þær skulu snúast um hvort eðlilegar greiðslur einkafyrirtækja fyrir aðgang að sameiginlegum auðlindum skuli vera rukkaðar inn áfram eða ekki. Þær skulu snúast um mismunandi útfærslur þess að setja ríkissjóð á höfuðið með almennum skuldaniðurfærslum, of dýrum spítalaframkvæmdum, gangnagerð og öðrum gæluverkefnum. Þær skulu snúast um sérhagsmunagæslu og lýðskrum. Um allt sem skiptir ekki höfuðmáli.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun