Ruglingsleg þjóðaratkvæðagreiðsla Birgir Ármannsson skrifar 30. ágúst 2012 06:00 Í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag víkur Þorkell Helgason, fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður, nokkuð að þeim spurningum, sem leggja á fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem innanríkisráðuneytið hefur auglýst að fara eigi fram þann 20. október nk. Eins og fram kemur í greininni er ráðgert að spyrja annars vegar almennt hvort fólk sé fylgjandi því eða andvígt að tillögur stjórnlagaráðs frá síðasta ári verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, og hins vegar er spurt um afstöðu til fimm tiltekinna álitamála, sem tengjast stjórnarskránni. Þorkell lætur þess getið, að sé fólk sammála tillögu stjórnlagaráðs í einu og öllu hljóti það að svara almennu spurningunni og fjórum sértæku spurninganna játandi en einni, þeirri sem tengist þjóðkirkjunni, neitandi. Þetta má vera rétt, svo langt sem það nær. Þessi orð lýsa hins vegar valmöguleikum kjósenda, og túlkunarmöguleikum í þessu sambandi, aðeins að mjög takmörkuðu leyti. Þannig að sjá má fyrir sér að allmargir kjósendur geti hugsað sér að svara flestum ef ekki öllum sértæku spurningum játandi, en almennu spurningunni um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs neitandi. Það er ekkert sem útilokar að kjósendur leggist gegn því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, þótt þeir geti fyrir sitt leyti svarað hinum spurningunum játandi. Kjósandi getur verið fylgjandi því að auka vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og að atkvæðisréttur í landinu verði jafn, svo dæmi séu tekin, en verið alfarið andvígur útfærslu þessara atriða í tillögum stjórnlagaráðs – eða einfaldlega mjög á móti einhverjum öðrum atriðum í tillögum ráðsins. Þessu til skýringar er einfaldast að benda á, að í sértæku spurningunum fimm er orðalagið með þeim hætti, að ekki er vísað til tiltekinna ákvæða eða útfærslna í tillögum stjórnlagaráðs. Orðalagið er mun opnara og almennara. Ef ætlunin hefði verið að spyrja um afstöðu kjósenda til útfærslu stjórnlagaráðs á þessum tilteknu álitamálum, hefðu spurningarnar að sjálfsögðu verið orðaðar skýrt með þeim hætti og vísað beint til viðkomandi ákvæða í tillögum ráðsins. Það var ekki gert af hálfu meirihluta Alþingis í vor, og ætla verður að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að vel athuguðu máli. Eins ber að hafa í huga, að álitamálin, sem tengjast stjórnarskránni og tillögum stjórnlagaráðs, eru miklu fleiri en þau fimm tilteknu atriði sem dregin eru fram í sérstökum spurningum í hinni fyrirhuguðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögur stjórnlagaráðs gera ráð fyrir að svo til öllum ákvæðum núgildandi stjórnarskrár verði breytt, mörgum verulega, og við bætt mörgum tugum nýrra ákvæða. Vonandi mun kynning og umfjöllum um þessi mál á næstu vikum taka mið af því. Það var meðal annars af ofangreindum ástæðum, sem ég og fleiri þingmenn lögðumst gegn tillögunni um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem var til afgreiðslu á þingi í vor. Það, að blanda saman annars vegar almennri spurningu um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs og hins vegar fimm sértækum spurningum, skapar rugling fyrir kjósendur og gerir það að verkum, að unnt verður eftir á að túlka úrslitin út og suður. Það að orða spurningarnar með þeim hætti, sem gert er, eykur auðvitað enn á þá hættu og fyrir vikið verður leiðbeiningargildi þessarar atkvæðagreiðslu miklu minna en ella. Um aðra galla í sambandi við meðferð og framsetningu þessa máls mun ég fjalla nánar síðar. Þar er af nógu að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag víkur Þorkell Helgason, fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður, nokkuð að þeim spurningum, sem leggja á fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem innanríkisráðuneytið hefur auglýst að fara eigi fram þann 20. október nk. Eins og fram kemur í greininni er ráðgert að spyrja annars vegar almennt hvort fólk sé fylgjandi því eða andvígt að tillögur stjórnlagaráðs frá síðasta ári verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, og hins vegar er spurt um afstöðu til fimm tiltekinna álitamála, sem tengjast stjórnarskránni. Þorkell lætur þess getið, að sé fólk sammála tillögu stjórnlagaráðs í einu og öllu hljóti það að svara almennu spurningunni og fjórum sértæku spurninganna játandi en einni, þeirri sem tengist þjóðkirkjunni, neitandi. Þetta má vera rétt, svo langt sem það nær. Þessi orð lýsa hins vegar valmöguleikum kjósenda, og túlkunarmöguleikum í þessu sambandi, aðeins að mjög takmörkuðu leyti. Þannig að sjá má fyrir sér að allmargir kjósendur geti hugsað sér að svara flestum ef ekki öllum sértæku spurningum játandi, en almennu spurningunni um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs neitandi. Það er ekkert sem útilokar að kjósendur leggist gegn því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, þótt þeir geti fyrir sitt leyti svarað hinum spurningunum játandi. Kjósandi getur verið fylgjandi því að auka vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og að atkvæðisréttur í landinu verði jafn, svo dæmi séu tekin, en verið alfarið andvígur útfærslu þessara atriða í tillögum stjórnlagaráðs – eða einfaldlega mjög á móti einhverjum öðrum atriðum í tillögum ráðsins. Þessu til skýringar er einfaldast að benda á, að í sértæku spurningunum fimm er orðalagið með þeim hætti, að ekki er vísað til tiltekinna ákvæða eða útfærslna í tillögum stjórnlagaráðs. Orðalagið er mun opnara og almennara. Ef ætlunin hefði verið að spyrja um afstöðu kjósenda til útfærslu stjórnlagaráðs á þessum tilteknu álitamálum, hefðu spurningarnar að sjálfsögðu verið orðaðar skýrt með þeim hætti og vísað beint til viðkomandi ákvæða í tillögum ráðsins. Það var ekki gert af hálfu meirihluta Alþingis í vor, og ætla verður að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að vel athuguðu máli. Eins ber að hafa í huga, að álitamálin, sem tengjast stjórnarskránni og tillögum stjórnlagaráðs, eru miklu fleiri en þau fimm tilteknu atriði sem dregin eru fram í sérstökum spurningum í hinni fyrirhuguðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögur stjórnlagaráðs gera ráð fyrir að svo til öllum ákvæðum núgildandi stjórnarskrár verði breytt, mörgum verulega, og við bætt mörgum tugum nýrra ákvæða. Vonandi mun kynning og umfjöllum um þessi mál á næstu vikum taka mið af því. Það var meðal annars af ofangreindum ástæðum, sem ég og fleiri þingmenn lögðumst gegn tillögunni um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem var til afgreiðslu á þingi í vor. Það, að blanda saman annars vegar almennri spurningu um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs og hins vegar fimm sértækum spurningum, skapar rugling fyrir kjósendur og gerir það að verkum, að unnt verður eftir á að túlka úrslitin út og suður. Það að orða spurningarnar með þeim hætti, sem gert er, eykur auðvitað enn á þá hættu og fyrir vikið verður leiðbeiningargildi þessarar atkvæðagreiðslu miklu minna en ella. Um aðra galla í sambandi við meðferð og framsetningu þessa máls mun ég fjalla nánar síðar. Þar er af nógu að taka.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun