Ungar konur og leghálsinn Teitur Guðmundsson skrifar 4. september 2012 06:00 Það er merkilegt að hlusta á og fylgjast með fréttum af þeirri staðreynd að konur virðast í minni mæli fara í skoðun með tilliti til forvarna gegn leghálskrabbameini. Þá kemur einnig fram að konur sem greinast nú séu með lengra genginn sjúkdóm en áður og því erfiðara um vik að meðhöndla þær. Kvenlæknar kalla eftir vitundarvakningu og hafa áhyggjur af þróun mála. Um langt árabil hefur Krabbameinsfélagið og kvenlæknar auk heimilis- og heilsugæslulækna á landsbyggðinni framkvæmt svokallaða leghálsskoðun með sýnatöku í því tilliti að sjá hvort forstigsbreytingar krabbameins séu til staðar. Slík skoðun er ein fárra sem er viðurkennt að eigi rétt á sér í forvarnaskyni. Undirritaður hefur áður ritað greinar um krabbamein og forvarnir gegn þeim, mest varðandi ristilkrabbamein, sem er eitt hið algengasta hjá báðum kynjum og mikilvægi forvarna þar ótvírætt. Það er sláandi ef rétt reynist að yngri konur séu tregari til hópleitar en áður hefur tíðkast og er spurning hvað veldur. Ljóst er að skoðun sem þessi er hvorki spennandi né þægileg fyrir viðkomandi einstakling, en til þess að geta skoðað sem flestar konur og annað þeim fjölda sem þarf slíka skoðun reglulega er ljóst að ekki gefst mikill tími fyrir spjall og verður skoðunin því ópersónuleg og jafnvel hafa konur upplifað hana sem ákveðna færibandavinnu. Markviss og fumlaus skoðun sem fylgir skilgreindu verklagi er hins vegar nauðsynleg til að viðhalda næmni rannsóknarinnar og koma í veg fyrir að konur þurfi að koma ítrekað til skoðunar vegna lélegrar sýnatöku. Flestar konur sem ekki eiga sinn kvenlækni fara í slíka skoðun á vegum leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands. Allar konur á aldrinum 20-69 ára eru boðaðar til skoðunar á tveggja ára fresti, en tímabilið getur verið styttra greinist forstigsbreytingar eða ef verið er að fylgja eftir einstaklingi eftir keiluskurð svo dæmi sé tekið. Ein meginástæða leghálskrabbameins eru frumubreytingar sem orsakast af svokallaðri HPV-veirutegund (Human Papilloma Virus) sem eru mjög algengar, en talið er að um 80% kvenna smitist af slíkum veirum á lífsleiðinni. Einkenni geta verið mismikil og mikilvægt er að átta sig á því að til eru ríflega 100 undirtegundir þessa veiruhóps og í flestum tilvikum vinnur líkaminn bug á veirunni sjálfur án aðstoðar. HPV-serotýpur 16 og 18 eru skæðastar og hefur verið þróað bóluefni gegn þeim sem í dag er gefið öllum stúlkum tólf og þrettán ára hérlendis. Breytt kynhegðun er talin ein af orsökum þess að útbreiðsla slíks smits er meiri en áður og hefur verið tengd við aukinn fjölda rekkjunauta og mögulega fjölbreyttari kynlífsvenjur. HPV-smit er algengasti kynsjúkdómurinn í Bandaríkjunum en talið er að 6,2 milljónir nýrra tilfella greinist þar árlega. Hérlendis var fjöldi tilfella árið 2011 samtals 251, en HPV fellur undir skráningarskylda smitsjúkdóma. Til gamans má geta að þessar tölur eru viðsnúnar í samanburði við Bandaríkin því hérlendis er klamýdía langalgengasti kynsjúkdómurinn með 2.090 greind tilfelli árið 2011. Líklega er því tala þeirra sem ekki leita læknis og því ekki rétt greindar veruleg samanber það sem við sjáum í hópleit Krabbameinsfélagsins með lengra gengna sjúkdóma hjá yngri konum en undangengin ár. Þess ber að geta að kynfæravörtur (HPV-veira) og aðrir kynsjúkdómar eins og klamýdía og lekandi geta smitast við alla kynhegðan, þar á meðal munnmök og endaþarmsmök. Einkenni geta komið fram löngu síðar í formi húðbreytinga eins og kynfæravörtum, eða frumubreytingum í leghálsi en slíkt er einungis hægt að greina með umræddri leghálsskoðun. Ég vil því hvetja konur til skoðunar og fyrirbyggjandi aðgerða gegn leghálskrabbameini, sérstaklega þær sem eru í yngri aldurshópunum, þetta er ekki feimnismál, heldur dauðans alvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun
Það er merkilegt að hlusta á og fylgjast með fréttum af þeirri staðreynd að konur virðast í minni mæli fara í skoðun með tilliti til forvarna gegn leghálskrabbameini. Þá kemur einnig fram að konur sem greinast nú séu með lengra genginn sjúkdóm en áður og því erfiðara um vik að meðhöndla þær. Kvenlæknar kalla eftir vitundarvakningu og hafa áhyggjur af þróun mála. Um langt árabil hefur Krabbameinsfélagið og kvenlæknar auk heimilis- og heilsugæslulækna á landsbyggðinni framkvæmt svokallaða leghálsskoðun með sýnatöku í því tilliti að sjá hvort forstigsbreytingar krabbameins séu til staðar. Slík skoðun er ein fárra sem er viðurkennt að eigi rétt á sér í forvarnaskyni. Undirritaður hefur áður ritað greinar um krabbamein og forvarnir gegn þeim, mest varðandi ristilkrabbamein, sem er eitt hið algengasta hjá báðum kynjum og mikilvægi forvarna þar ótvírætt. Það er sláandi ef rétt reynist að yngri konur séu tregari til hópleitar en áður hefur tíðkast og er spurning hvað veldur. Ljóst er að skoðun sem þessi er hvorki spennandi né þægileg fyrir viðkomandi einstakling, en til þess að geta skoðað sem flestar konur og annað þeim fjölda sem þarf slíka skoðun reglulega er ljóst að ekki gefst mikill tími fyrir spjall og verður skoðunin því ópersónuleg og jafnvel hafa konur upplifað hana sem ákveðna færibandavinnu. Markviss og fumlaus skoðun sem fylgir skilgreindu verklagi er hins vegar nauðsynleg til að viðhalda næmni rannsóknarinnar og koma í veg fyrir að konur þurfi að koma ítrekað til skoðunar vegna lélegrar sýnatöku. Flestar konur sem ekki eiga sinn kvenlækni fara í slíka skoðun á vegum leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands. Allar konur á aldrinum 20-69 ára eru boðaðar til skoðunar á tveggja ára fresti, en tímabilið getur verið styttra greinist forstigsbreytingar eða ef verið er að fylgja eftir einstaklingi eftir keiluskurð svo dæmi sé tekið. Ein meginástæða leghálskrabbameins eru frumubreytingar sem orsakast af svokallaðri HPV-veirutegund (Human Papilloma Virus) sem eru mjög algengar, en talið er að um 80% kvenna smitist af slíkum veirum á lífsleiðinni. Einkenni geta verið mismikil og mikilvægt er að átta sig á því að til eru ríflega 100 undirtegundir þessa veiruhóps og í flestum tilvikum vinnur líkaminn bug á veirunni sjálfur án aðstoðar. HPV-serotýpur 16 og 18 eru skæðastar og hefur verið þróað bóluefni gegn þeim sem í dag er gefið öllum stúlkum tólf og þrettán ára hérlendis. Breytt kynhegðun er talin ein af orsökum þess að útbreiðsla slíks smits er meiri en áður og hefur verið tengd við aukinn fjölda rekkjunauta og mögulega fjölbreyttari kynlífsvenjur. HPV-smit er algengasti kynsjúkdómurinn í Bandaríkjunum en talið er að 6,2 milljónir nýrra tilfella greinist þar árlega. Hérlendis var fjöldi tilfella árið 2011 samtals 251, en HPV fellur undir skráningarskylda smitsjúkdóma. Til gamans má geta að þessar tölur eru viðsnúnar í samanburði við Bandaríkin því hérlendis er klamýdía langalgengasti kynsjúkdómurinn með 2.090 greind tilfelli árið 2011. Líklega er því tala þeirra sem ekki leita læknis og því ekki rétt greindar veruleg samanber það sem við sjáum í hópleit Krabbameinsfélagsins með lengra gengna sjúkdóma hjá yngri konum en undangengin ár. Þess ber að geta að kynfæravörtur (HPV-veira) og aðrir kynsjúkdómar eins og klamýdía og lekandi geta smitast við alla kynhegðan, þar á meðal munnmök og endaþarmsmök. Einkenni geta komið fram löngu síðar í formi húðbreytinga eins og kynfæravörtum, eða frumubreytingum í leghálsi en slíkt er einungis hægt að greina með umræddri leghálsskoðun. Ég vil því hvetja konur til skoðunar og fyrirbyggjandi aðgerða gegn leghálskrabbameini, sérstaklega þær sem eru í yngri aldurshópunum, þetta er ekki feimnismál, heldur dauðans alvara.