Krónan og Björn Bjarnason Össur Skarphéðinsson skrifar 25. september 2012 06:00 Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ætti að losa Íslendinga við krónuna. Björn vill að við gerum tvíhliða samning við ESB um að taka hana upp í gegnum EES-samninginn. Þetta er flott hjá Birni. Eini gallinn á þessari fínu hugmynd er að hún er sama marki brennd og flest það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa um gjaldmiðilsmálin. Hún er óframkvæmanleg. Það veit Björn reyndar sjálfur. Hvernig veit ég að Björn veit það? Það veit Björn líka. Hann var nefnilega formaður í frægri Evrópunefnd, sem ég sat í með honum, og hún gaf út stórmerka skýrslu. Þar var meðal annars fjallað um gjaldmiðilsmálin. Við könnuðum sérstaklega hvort gerlegt væri að taka evruna upp einhliða eða með sérstökum samningum við ESB án aðildar. Niðurstaðan var alveg skýr. Við Björn Bjarnason, og raunar aðrir nefndarmenn, vorum sammála um að þeir möguleikar „verða í reynd að teljast óraunhæfir". Seðlabankinn lagði svo þessa nýjustu hugmynd Björns endanlega til verðskuldaðrar hvílu í skýrslu sinni frá síðustu viku. Þar rökstyður bankinn hví upptaka evru án aðildar að ESB, hvort sem er einhliða eða tvíhliða, er ekki raunhæfur kostur. Það breytir þó engu um fögnuð minn yfir hugmynd Björns. Þó hún sé óraunhæf að mati bæði Seðlabankans og hans sjálfs eins og hann hugsaði árið 2007, þá sýnir hún aðra og merkilegri þróun hjá einum af hugsuðum Sjálfstæðisflokksins: Fyrst Björn Bjarnason vill nú taka upp evruna með sínum hætti, þá er vart hægt að gagnálykta annað en hann sé kominn á þá skoðun að Íslendingum sé ekki hald í krónunni til framtíðar. Þar erum við sammála. Við Björn Bjarnason viljum báðir taka upp evruna – hann vill bara nota leið sem Seðlabankinn segir óraunhæfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ætti að losa Íslendinga við krónuna. Björn vill að við gerum tvíhliða samning við ESB um að taka hana upp í gegnum EES-samninginn. Þetta er flott hjá Birni. Eini gallinn á þessari fínu hugmynd er að hún er sama marki brennd og flest það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa um gjaldmiðilsmálin. Hún er óframkvæmanleg. Það veit Björn reyndar sjálfur. Hvernig veit ég að Björn veit það? Það veit Björn líka. Hann var nefnilega formaður í frægri Evrópunefnd, sem ég sat í með honum, og hún gaf út stórmerka skýrslu. Þar var meðal annars fjallað um gjaldmiðilsmálin. Við könnuðum sérstaklega hvort gerlegt væri að taka evruna upp einhliða eða með sérstökum samningum við ESB án aðildar. Niðurstaðan var alveg skýr. Við Björn Bjarnason, og raunar aðrir nefndarmenn, vorum sammála um að þeir möguleikar „verða í reynd að teljast óraunhæfir". Seðlabankinn lagði svo þessa nýjustu hugmynd Björns endanlega til verðskuldaðrar hvílu í skýrslu sinni frá síðustu viku. Þar rökstyður bankinn hví upptaka evru án aðildar að ESB, hvort sem er einhliða eða tvíhliða, er ekki raunhæfur kostur. Það breytir þó engu um fögnuð minn yfir hugmynd Björns. Þó hún sé óraunhæf að mati bæði Seðlabankans og hans sjálfs eins og hann hugsaði árið 2007, þá sýnir hún aðra og merkilegri þróun hjá einum af hugsuðum Sjálfstæðisflokksins: Fyrst Björn Bjarnason vill nú taka upp evruna með sínum hætti, þá er vart hægt að gagnálykta annað en hann sé kominn á þá skoðun að Íslendingum sé ekki hald í krónunni til framtíðar. Þar erum við sammála. Við Björn Bjarnason viljum báðir taka upp evruna – hann vill bara nota leið sem Seðlabankinn segir óraunhæfa.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun