Svíar eru víst fyndið fólk 26. september 2012 09:00 Sá fyndnasti í svíþjóð Johan Glans er talinn fyndnasti maður Svíþjóðar. Hann verður með uppistand í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag. Mynd/Johanna Ankarcrona Uppistandarinn Johan Glans kemur fram í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag. Sýningin samanstendur af glænýju efni og nefnist World Tour of Scandinavia. Sænski grínistinn Johan Glans hefur verið nefndur fyndnasti maður Svíþjóðar og er heimsóknin til Íslands liður í ferðalagi hans um Norðurlöndin. Glans segir sænskan húmor nokkuð líkan þeim danska og finnska á þann hátt að kaldhæðnin er allsráðandi. „Ég hef heimsótt öll Norðurlöndin fyrir utan Ísland og veit því ekki hvort sænski húmorinn er líkur þeim íslenska, en ég mundi segja að hann væri svolítið í ætt við þann breska enda eru Norðurlandabúar upp til hópa bælt fólk og það brýst fram í húmor þeirra." Glans hefur verið nefndur fyndnasti maður Svíþjóðar, eða „Sveriges roligaste man". Hann segir titilinn ekki hrjá sig þó hann finni stundum fyrir því að fólk ætlist til að hann sé stöðugt með glens og gaman á mannamótum. „Ég finn stundum fyrir því í veislum að fólk bíður eftir því að ég segi eða geri eitthvað fyndið. Ég held samt að það sé betra að vera talinn sá fyndnasti heldur en leiðinlegasti maður Svíþjóðar. Það væri agalegt." Sumir vilja meina að Svíar séu upp til hópa ekki fyndnir og segist Glans taka því sem móðgun. „Ég veit að við eigum það til að sitja þunglynd í Ikea-sófanum okkar og borða rúgbrauð en við erum samt fyndin! Svíar elska húmor og uppistand er ofsalega vinsælt hér," segir grínistinn sem mun fjalla um allt milli himins og jarðar á sýningu sinni. „Efnið er persónulegt og ég mun meðal annars tala um kirkjuferðir, hefðir, barnaafmæli og aðra hluti sem hafa hent mig í lífinu." Þetta er í fyrsta sinn sem Glans sækir Ísland heim og kveðst hann spenntur fyrir heimsókninni. Hann mun dvelja hér í fjóra daga og hyggst nýta tímann til að fara í hvalaskoðun, heimsækja Bláa lónið og skoða Geysi. Sýningin verður laugardaginn 29. september klukkan 20 og mun Ari Eldjárn hita mannskapinn upp fyrir Glans. [email protected] Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Uppistandarinn Johan Glans kemur fram í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag. Sýningin samanstendur af glænýju efni og nefnist World Tour of Scandinavia. Sænski grínistinn Johan Glans hefur verið nefndur fyndnasti maður Svíþjóðar og er heimsóknin til Íslands liður í ferðalagi hans um Norðurlöndin. Glans segir sænskan húmor nokkuð líkan þeim danska og finnska á þann hátt að kaldhæðnin er allsráðandi. „Ég hef heimsótt öll Norðurlöndin fyrir utan Ísland og veit því ekki hvort sænski húmorinn er líkur þeim íslenska, en ég mundi segja að hann væri svolítið í ætt við þann breska enda eru Norðurlandabúar upp til hópa bælt fólk og það brýst fram í húmor þeirra." Glans hefur verið nefndur fyndnasti maður Svíþjóðar, eða „Sveriges roligaste man". Hann segir titilinn ekki hrjá sig þó hann finni stundum fyrir því að fólk ætlist til að hann sé stöðugt með glens og gaman á mannamótum. „Ég finn stundum fyrir því í veislum að fólk bíður eftir því að ég segi eða geri eitthvað fyndið. Ég held samt að það sé betra að vera talinn sá fyndnasti heldur en leiðinlegasti maður Svíþjóðar. Það væri agalegt." Sumir vilja meina að Svíar séu upp til hópa ekki fyndnir og segist Glans taka því sem móðgun. „Ég veit að við eigum það til að sitja þunglynd í Ikea-sófanum okkar og borða rúgbrauð en við erum samt fyndin! Svíar elska húmor og uppistand er ofsalega vinsælt hér," segir grínistinn sem mun fjalla um allt milli himins og jarðar á sýningu sinni. „Efnið er persónulegt og ég mun meðal annars tala um kirkjuferðir, hefðir, barnaafmæli og aðra hluti sem hafa hent mig í lífinu." Þetta er í fyrsta sinn sem Glans sækir Ísland heim og kveðst hann spenntur fyrir heimsókninni. Hann mun dvelja hér í fjóra daga og hyggst nýta tímann til að fara í hvalaskoðun, heimsækja Bláa lónið og skoða Geysi. Sýningin verður laugardaginn 29. september klukkan 20 og mun Ari Eldjárn hita mannskapinn upp fyrir Glans. [email protected]
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira