Þjóðareignina í stjórnarskrána 27. september 2012 06:00 Ég og allir Færeyingar höfum þá ósk til handa Íslendingum að ferlið að nýrri stjórnarskrá verði bæði réttlátt og heppilegt. Miklu máli skiptir að ótvírætt samkomulag um náttúruauðlindir landsins fái sinn verðuga sess í stjórnarskránni. Fyrir tæpum 30 árum fengu íslenskir útgerðarmenn svo víðtæk yfirráð yfir hinum lifandi auðlindum hafsins að þeir hafa að mestu litið á auðlindirnar sem sína eign. Næstum því eins og lóðina sína. Næstum því eins og húsin sín. Sá er gjöfina gaf – íslenska þjóðin – áleit líka yfirráðin vera meira eða minna töpuð. Eftir langvarandi þrýsting, úrskurð Alþjóðamannréttindadómstólsins í málinu og eftir að tillagan að stjórnarskrá Íslands hefur staðfest það er vonarglæta í augsýn: auðlindin getur nú aftur fengið sess sem hin sjálfsagða félagseign þjóðarinnar allrar. Eins og hún er hér í Færeyjum. Því hér í eyjum leikur enginn vafi á hver á auðlindina. Hana eigum við öll og hún skal þjóna þjóðinni allri. Bæði í lögum, í stjórnsýsluhefðum sem og manna á milli, ríkir enginn vafi – hafið er sameiginlegt forðabúr þjóðarinnar. Síðan við öðluðumst til þess frelsi höfum við meðhöndlað gjafir náttúrunnar sem eign okkar allra, allt annað er óhugsandi. Almennt er túlkun manna í Færeyjum sú að rétturinn til hvals og fiskjar sé okkar allra. Við getum látið öðrum réttinn að hluta í takmarkaðan tíma en fullur og eilífur réttur til auðlindanna er félagseign okkar allra á meðan umhverfinu þóknast svo. Þvílík auðæfi virðast þó vera fólgin í veiðiréttindum í hafinu að útgerðarmenn og samtök þeirra beita sér af öllu afli til að standa fremstir í röðinni þegar stjórnmálamenn deila út réttindum. Sama afli beita útgerðarmenn þegar kemur að hagsmunavörn þeirra gagnvart þjóðinni. Þótt það standi í gildandi lögum um fiskveiðar að fiskiauðlindin sé „eign þjóðarinnar" þá meðhöndla stjórnmálamenn þessa eign eins og væri hún í eigu lítils útvalds hóps Færeyinga. Þessi útvaldi hópur fær á hverju ári úthlutaða alla þá auðlind sem fiskurinn er, sem gjöf að verðmæti tuga milljarða íslenskra króna, þó svo að hinir útvöldu séu auðmenn. Í Færeyjum – eins og á Íslandi – gera stjórnvöld gífurlegan mun á þegnum landsins þegar að auðlindamálum kemur. Örfáir þegnar fá að gjöf auðlindir upp á tugi milljarða króna en fjöldinn ekkert og í báðum löndum er um að ræða grófa mismunun sem við munum einn góðan veðurdag líta á með vanþóknun. En í Færeyjum – eins og á Íslandi – er gerð tillaga að nýrri stjórnarskrá sem á ótvíræðan hátt staðfestir venjulegan sameiginlegan eignarrétt á öllum auðlindum. Af reynslunni í Færeyjum get ég sagt að það skiptir miklu máli að fá þessi grundvallarréttindi staðfest í æðstu lögum landsins – í sjálfri stjórnarskránni. Því þótt lög með lægri réttarheimildastöðu staðfesti sameiginlegan rétt þjóðarinnar á auðlindum hafsins þá fara stjórnmálaflokkarnir með auðlindina eins og eigin tromp í pólitíska spilinu. Verði málinu ekki lyft svo hátt að stjórnarskrá landsins staðfesti sameiginlegan eignarrétt á fiskiauðlindum landsmanna, líkt og hún staðfestir tjáningarfrelsi þeirra og réttinn til að safnast saman, þá er hætta á að eignarrétturinn tapist. Svo gráðugir eru útgerðarmenn í að sölsa hann undir sig og svo mikil eru framtíðarverðmæti hans. Með þessum fáu orðum ætla ég að óska ykkur góðrar gæfu með þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég og allir Færeyingar höfum þá ósk til handa Íslendingum að ferlið að nýrri stjórnarskrá verði bæði réttlátt og heppilegt. Miklu máli skiptir að ótvírætt samkomulag um náttúruauðlindir landsins fái sinn verðuga sess í stjórnarskránni. Fyrir tæpum 30 árum fengu íslenskir útgerðarmenn svo víðtæk yfirráð yfir hinum lifandi auðlindum hafsins að þeir hafa að mestu litið á auðlindirnar sem sína eign. Næstum því eins og lóðina sína. Næstum því eins og húsin sín. Sá er gjöfina gaf – íslenska þjóðin – áleit líka yfirráðin vera meira eða minna töpuð. Eftir langvarandi þrýsting, úrskurð Alþjóðamannréttindadómstólsins í málinu og eftir að tillagan að stjórnarskrá Íslands hefur staðfest það er vonarglæta í augsýn: auðlindin getur nú aftur fengið sess sem hin sjálfsagða félagseign þjóðarinnar allrar. Eins og hún er hér í Færeyjum. Því hér í eyjum leikur enginn vafi á hver á auðlindina. Hana eigum við öll og hún skal þjóna þjóðinni allri. Bæði í lögum, í stjórnsýsluhefðum sem og manna á milli, ríkir enginn vafi – hafið er sameiginlegt forðabúr þjóðarinnar. Síðan við öðluðumst til þess frelsi höfum við meðhöndlað gjafir náttúrunnar sem eign okkar allra, allt annað er óhugsandi. Almennt er túlkun manna í Færeyjum sú að rétturinn til hvals og fiskjar sé okkar allra. Við getum látið öðrum réttinn að hluta í takmarkaðan tíma en fullur og eilífur réttur til auðlindanna er félagseign okkar allra á meðan umhverfinu þóknast svo. Þvílík auðæfi virðast þó vera fólgin í veiðiréttindum í hafinu að útgerðarmenn og samtök þeirra beita sér af öllu afli til að standa fremstir í röðinni þegar stjórnmálamenn deila út réttindum. Sama afli beita útgerðarmenn þegar kemur að hagsmunavörn þeirra gagnvart þjóðinni. Þótt það standi í gildandi lögum um fiskveiðar að fiskiauðlindin sé „eign þjóðarinnar" þá meðhöndla stjórnmálamenn þessa eign eins og væri hún í eigu lítils útvalds hóps Færeyinga. Þessi útvaldi hópur fær á hverju ári úthlutaða alla þá auðlind sem fiskurinn er, sem gjöf að verðmæti tuga milljarða íslenskra króna, þó svo að hinir útvöldu séu auðmenn. Í Færeyjum – eins og á Íslandi – gera stjórnvöld gífurlegan mun á þegnum landsins þegar að auðlindamálum kemur. Örfáir þegnar fá að gjöf auðlindir upp á tugi milljarða króna en fjöldinn ekkert og í báðum löndum er um að ræða grófa mismunun sem við munum einn góðan veðurdag líta á með vanþóknun. En í Færeyjum – eins og á Íslandi – er gerð tillaga að nýrri stjórnarskrá sem á ótvíræðan hátt staðfestir venjulegan sameiginlegan eignarrétt á öllum auðlindum. Af reynslunni í Færeyjum get ég sagt að það skiptir miklu máli að fá þessi grundvallarréttindi staðfest í æðstu lögum landsins – í sjálfri stjórnarskránni. Því þótt lög með lægri réttarheimildastöðu staðfesti sameiginlegan rétt þjóðarinnar á auðlindum hafsins þá fara stjórnmálaflokkarnir með auðlindina eins og eigin tromp í pólitíska spilinu. Verði málinu ekki lyft svo hátt að stjórnarskrá landsins staðfesti sameiginlegan eignarrétt á fiskiauðlindum landsmanna, líkt og hún staðfestir tjáningarfrelsi þeirra og réttinn til að safnast saman, þá er hætta á að eignarrétturinn tapist. Svo gráðugir eru útgerðarmenn í að sölsa hann undir sig og svo mikil eru framtíðarverðmæti hans. Með þessum fáu orðum ætla ég að óska ykkur góðrar gæfu með þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar