Ábendingum vegna nuddstofu rignir inn 24. október 2012 08:00 Lína Jia Alþýðusambandinu bárust ábendingar í gær frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu Jia, eiganda nuddstofa á höfuðborgarsvæðinu, um starfsemi hennar á stofunum. Nokkrir hringdu einnig inn til Fréttablaðsins eftir umfjöllun gærdagsins um rannsókn lögreglu á starfsemi konunnar vegna gruns um mansal. Mál tengd Línu og eiginmanni hennar hafa komið reglulega upp hjá ríkisstofnunum á undanförnum árum og hafa nokkur þeirra endað fyrir dómstólum, flest tengd fjársvikum og vafasamri atvinnustarfsemi. ASÍ var meðal þeirra sem komu að máli hennar árið 2006 þegar henni var gert að greiða kínverskum manni fimm milljónir króna í vangoldin laun. Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar ASÍ, segir ýmis klækjabrögð hafa verið í gangi í kringum málið. Nafni fyrirtækisins hafi meðal annars verið breytt og eiginmaður Línu verið gerður að forsvarsmanni þess. „Þau gerðu ýmislegt til að hylja slóð sína," segir Halldór. „Og viðskiptavinir þessarar nuddstofu lýstu því fyrir mér [í gær] að þeim hafi fundist margt athugavert við starfsemina. En því miður kom það ekki fram fyrr en þetta var orðið blaðamál." Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu, vann áður hjá Alþjóðahúsi og segir það algjörlega út úr kortinu að Lína hafi ekki verið ákærð fyrir mansal árið 2005, þegar hún var einungis ákærð fyrir skjalafals. „Það er alveg út í hött. Þetta var klárt mansalsmál frá fyrstu tíð samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum," segir hún. „En það vantaði upp á meðvitundina á þessum tíma. Við bentum á að það væri fullt af fólki sem væri í raun fórnarlömb mansals þó það hafi komið af fúsum og frjálsum vilja til landsins, eins og var í þessu tilviki forsenda þess að hún var ekki ákærð." Ekki náðist í Línu Jia í gær. [email protected] Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Alþýðusambandinu bárust ábendingar í gær frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu Jia, eiganda nuddstofa á höfuðborgarsvæðinu, um starfsemi hennar á stofunum. Nokkrir hringdu einnig inn til Fréttablaðsins eftir umfjöllun gærdagsins um rannsókn lögreglu á starfsemi konunnar vegna gruns um mansal. Mál tengd Línu og eiginmanni hennar hafa komið reglulega upp hjá ríkisstofnunum á undanförnum árum og hafa nokkur þeirra endað fyrir dómstólum, flest tengd fjársvikum og vafasamri atvinnustarfsemi. ASÍ var meðal þeirra sem komu að máli hennar árið 2006 þegar henni var gert að greiða kínverskum manni fimm milljónir króna í vangoldin laun. Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar ASÍ, segir ýmis klækjabrögð hafa verið í gangi í kringum málið. Nafni fyrirtækisins hafi meðal annars verið breytt og eiginmaður Línu verið gerður að forsvarsmanni þess. „Þau gerðu ýmislegt til að hylja slóð sína," segir Halldór. „Og viðskiptavinir þessarar nuddstofu lýstu því fyrir mér [í gær] að þeim hafi fundist margt athugavert við starfsemina. En því miður kom það ekki fram fyrr en þetta var orðið blaðamál." Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu, vann áður hjá Alþjóðahúsi og segir það algjörlega út úr kortinu að Lína hafi ekki verið ákærð fyrir mansal árið 2005, þegar hún var einungis ákærð fyrir skjalafals. „Það er alveg út í hött. Þetta var klárt mansalsmál frá fyrstu tíð samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum," segir hún. „En það vantaði upp á meðvitundina á þessum tíma. Við bentum á að það væri fullt af fólki sem væri í raun fórnarlömb mansals þó það hafi komið af fúsum og frjálsum vilja til landsins, eins og var í þessu tilviki forsenda þess að hún var ekki ákærð." Ekki náðist í Línu Jia í gær. [email protected]
Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira