Leiðin krókótta Hjálmtýr Heiðdal skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Nú hefur enn einn sjálfstæðismaðurinn bæst í hóp þeirra sem sjá ný og óvænt tækifæri í atkvæðum þeirra Íslendinga sem ekki mæta á kjörstað. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður flokksins, skrifar í Fréttablaðið 27.10.12. um „svör minnihlutans og þögn meirihlutans" í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þögn meirihlutans" er hið nýja fagnaðarerindi og kemur í stað hefðbundinna úrslita í lýðræðislegum kosningum. Þorsteinn viðurkennir að nýja „leiðin er að sönnu krókóttari" „því að menn vita ekki hvað meirihlutinn vill". En menn eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að ná til nýrra stranda og þótt leiðin sé „að sönnu krókóttari" skal hún samt farin að mati Þorsteins! Þorsteinn varpar fram spurningu um „hvort skynsamlegt sé að líta svo á að meirihlutinn sé svo hugsunarlaus og skoðanalaus um þessi efni að ekki eigi að gera tilraun til að ná til hans". Það sem fyrst kemur upp í hugann er sú staðreynd að boðað var til kosninganna með öllum tiltækum ráðum og þær voru frjálsar öllum Íslendingum með atkvæðisrétt. „Tilraun" sú sem Þorsteinn ræðir um hefur því þegar verið framkvæmd, þ.e. hér fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla. En „tilraunin" fór ekki að óskum Sjálfstæðisflokksins og því er hún ekki marktæk – þetta er raunverulega innihaldið þegar orðskrúði manna um annan tilgang sleppir. Þetta afhjúpast ágætlega í eftirfarandi hugmynd Þorsteins um að „Sjálfstæðisflokkurinn leggi fram heildstætt frumvarp að endurskoðaðri stjórnarskrá og geri kröfu um að þjóðin fái að velja á milli tveggja kosta samhliða næstu alþingiskosningum. Slíkri kröfu er ekki unnt að hafna málefnalega í ljósi þess að meirihluti kjósenda hefur ekki lýst viðhorfum sínum". Sem sagt, á meðan meirihluti kjósenda hefur ekki greitt atkvæði samkvæmt vilja Sjálfstæðisflokksins er ekki „unnt að hafna kröfu" hans um nýjar aðferðir til að sætta þjóðina við vilja hans. Þorsteinn telur að viðhorf sín geti helgast af málinu sem er til meðferðar, sjálfri stjórnarskrá lýðveldisins og mikilvægi sátta um slíkt stórmál. Vissulega er stjórnarskráin grundvallarmál sem þjóðin tekst á við og hefur ferlið verið í þeim anda. Boðað var til þjóðfundar með slembiúrtaki, stofnaður var hópur sérfræðinga og valinna leikmanna til að vinna úr niðurstöðum þjóðfundarins sem síðan lagði málið í hendur stjórnlagaráðs. Kosið var til stjórnlagaþings með opinni kosningu sem allir atkvæðisbærir gátu tekið þátt í. (Millileikur Hæstaréttar er á skjön við reglur réttarríkisins og verður ekki ræddur hér). Stjórnlagaráð starfaði fyrir opnum tjöldum og var í sambandi við þúsundir manna sem lögðu orð í belg. Og stuttu fyrir atkvæðagreiðsluna var gefinn út vandaður bæklingur sem útskýrði málið lið fyrir lið. Tvær skoðanakannanir voru framkvæmdar fyrir kosningar og sýndi sú sem hefur verið birt (MMR) nánast sömu niðurstöðu og kosningin sjálf. Af óútskýrðum ástæðum hefur Capacent ekki viljað birta niðurstöðu skoðanakönnunarinnar sem þeir gerðu. Vandaður undirbúningur, opið ferli og skoðanakannanir eru andstæða „krókóttu leiðarinnar" sem Þorsteini líst svo vel á. Viðhorf Þorsteins Pálssonar mótast af mislukkaðri aðför sjálfstæðismanna og fleiri að ríkisstjórninni sem kom þessu ferli af stað með stuðningi meirihluta Alþingis. Niðurstaða Þorsteins er sú „að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan ríður feitum hesti frá þessari atkvæðagreiðslu". Hann er fastur í flokkshagsmunum og átökum við stjórnarflokkana. Hann víkur ekki einu einasta orði í greininni að efnisatriðum í stjórnarskrártillögunum, ekkert skrifar hann um það hvaða vandamál hann sér í þeim. Hann einblínir á tæknileg atriði vegna þess að þar sér hann tækifæri til þess að flokkurinn stjórni för eins og þeir hafa vanist. Framferði þeirra er aðför að lýðræðinu en ekki tilraun til að skapa okkur betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur enn einn sjálfstæðismaðurinn bæst í hóp þeirra sem sjá ný og óvænt tækifæri í atkvæðum þeirra Íslendinga sem ekki mæta á kjörstað. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður flokksins, skrifar í Fréttablaðið 27.10.12. um „svör minnihlutans og þögn meirihlutans" í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þögn meirihlutans" er hið nýja fagnaðarerindi og kemur í stað hefðbundinna úrslita í lýðræðislegum kosningum. Þorsteinn viðurkennir að nýja „leiðin er að sönnu krókóttari" „því að menn vita ekki hvað meirihlutinn vill". En menn eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að ná til nýrra stranda og þótt leiðin sé „að sönnu krókóttari" skal hún samt farin að mati Þorsteins! Þorsteinn varpar fram spurningu um „hvort skynsamlegt sé að líta svo á að meirihlutinn sé svo hugsunarlaus og skoðanalaus um þessi efni að ekki eigi að gera tilraun til að ná til hans". Það sem fyrst kemur upp í hugann er sú staðreynd að boðað var til kosninganna með öllum tiltækum ráðum og þær voru frjálsar öllum Íslendingum með atkvæðisrétt. „Tilraun" sú sem Þorsteinn ræðir um hefur því þegar verið framkvæmd, þ.e. hér fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla. En „tilraunin" fór ekki að óskum Sjálfstæðisflokksins og því er hún ekki marktæk – þetta er raunverulega innihaldið þegar orðskrúði manna um annan tilgang sleppir. Þetta afhjúpast ágætlega í eftirfarandi hugmynd Þorsteins um að „Sjálfstæðisflokkurinn leggi fram heildstætt frumvarp að endurskoðaðri stjórnarskrá og geri kröfu um að þjóðin fái að velja á milli tveggja kosta samhliða næstu alþingiskosningum. Slíkri kröfu er ekki unnt að hafna málefnalega í ljósi þess að meirihluti kjósenda hefur ekki lýst viðhorfum sínum". Sem sagt, á meðan meirihluti kjósenda hefur ekki greitt atkvæði samkvæmt vilja Sjálfstæðisflokksins er ekki „unnt að hafna kröfu" hans um nýjar aðferðir til að sætta þjóðina við vilja hans. Þorsteinn telur að viðhorf sín geti helgast af málinu sem er til meðferðar, sjálfri stjórnarskrá lýðveldisins og mikilvægi sátta um slíkt stórmál. Vissulega er stjórnarskráin grundvallarmál sem þjóðin tekst á við og hefur ferlið verið í þeim anda. Boðað var til þjóðfundar með slembiúrtaki, stofnaður var hópur sérfræðinga og valinna leikmanna til að vinna úr niðurstöðum þjóðfundarins sem síðan lagði málið í hendur stjórnlagaráðs. Kosið var til stjórnlagaþings með opinni kosningu sem allir atkvæðisbærir gátu tekið þátt í. (Millileikur Hæstaréttar er á skjön við reglur réttarríkisins og verður ekki ræddur hér). Stjórnlagaráð starfaði fyrir opnum tjöldum og var í sambandi við þúsundir manna sem lögðu orð í belg. Og stuttu fyrir atkvæðagreiðsluna var gefinn út vandaður bæklingur sem útskýrði málið lið fyrir lið. Tvær skoðanakannanir voru framkvæmdar fyrir kosningar og sýndi sú sem hefur verið birt (MMR) nánast sömu niðurstöðu og kosningin sjálf. Af óútskýrðum ástæðum hefur Capacent ekki viljað birta niðurstöðu skoðanakönnunarinnar sem þeir gerðu. Vandaður undirbúningur, opið ferli og skoðanakannanir eru andstæða „krókóttu leiðarinnar" sem Þorsteini líst svo vel á. Viðhorf Þorsteins Pálssonar mótast af mislukkaðri aðför sjálfstæðismanna og fleiri að ríkisstjórninni sem kom þessu ferli af stað með stuðningi meirihluta Alþingis. Niðurstaða Þorsteins er sú „að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan ríður feitum hesti frá þessari atkvæðagreiðslu". Hann er fastur í flokkshagsmunum og átökum við stjórnarflokkana. Hann víkur ekki einu einasta orði í greininni að efnisatriðum í stjórnarskrártillögunum, ekkert skrifar hann um það hvaða vandamál hann sér í þeim. Hann einblínir á tæknileg atriði vegna þess að þar sér hann tækifæri til þess að flokkurinn stjórni för eins og þeir hafa vanist. Framferði þeirra er aðför að lýðræðinu en ekki tilraun til að skapa okkur betri framtíð.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar