Happdrættiseftirlit ríkisins Pawel Bartoszek skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Stundum eru nafngiftir opinberra stofnana þannig að halda mætti að einhver hefði lesið bókina 1984, séð þar nöfnin „Sannleiksráðuneyti" og „Friðarráðuneyti" og hugsað með sér: „Þetta er sniðugt. Gerum eins." Opinberum „stofnunum" fækkar. Opinberum „stofum" fjölgar: jafnréttisstofa, neytendastofa... Kannski að menn haldi að sæta stofuendingin fái fólk til að gleyma því að margar þessara stofnana fara með vald til að rannsaka, banna, sekta og fyrirskipa. Nýjasta stofan er svokölluð happdrættisstofa. Það stendur nefnilega til að reyna að hindra fólk í því að spila póker á netinu. Þar af leiðandi þarf einhverja stofnun til að fylgjast með því hvað fólk gerir á netinu og hverju fólk eyðir peningunum sínum í. Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Ég ætla að hlæja. Hlátur er vörn líkamans við ótta. Citation needed, ÖgmundurMargt er reynt að gera til að sannfæra fólk um nauðsyn þess að banna fólki að leika sér á netinu. Í inngangi að nýlegri skýrslu um fjárhættuspil á Íslandi hélt Ögmundur Jónasson eftirfarandi fram: „Ágengasta spilaformið í seinni tíð eru svo fjárhættuspil á Netinu sem soga þegar til sín milljarða í dýrmætum gjaldeyri og eyðileggja enn dýrmætari líf þeirra einstaklinga sem ánetjast þessum vágesti." Síðar kom fram í upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu að útgjöldin væru 1,5 milljarðar. Ég spurði í grein hér í Fréttablaðinu í mars sl. hvernig sú tala væri fengin. Í júlí birti Ögmundur svo svargrein til mín þar sem hann sagði meðal annars: „Því er til að svara að talan um fé sem fer í fjárhættuspil á Netinu byggist á áætlun kortafyrirtækjanna. Þetta er því engin ágiskun mín heldur ískalt mat þeirra aðila sem bestar hafa upplýsingarnar. Kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011." Ég sendi fyrirspurn á innanríkisráðuneytið og bað um aðgang að þeim gögnum sem ráðherrann nefnir. Það eru nefnilega margar spurningar í þessu. Eru milljarðar króna í töpuðum gjaldeyri orðnir að 1.500 milljónum í kortaveltu? Sumir græða stundum á því að spila póker, er það dregið frá í þeirri tölu? Eru þetta öll fyrirtækin? Hvaða aðferðarfræði nota þau til að flokka útgjöldin? Aðalmálið er samt bara að í opinberri umræðu er ekki boðlegt að vísa til gagna sem enginn getur sannreynt. Ég sendi fyrirspurnina sama dag og Ögmundur birti grein sína, 16. júlí. Ég bíð enn svars. Í sömu grein sagði Ögmundur jafnframt: „Samkvæmt upplýsingum sem Innanríkisráðuneytið fékk frá Noregi má ætla að kortafyrirtæki vanáætli þessar fjárhæðir." Þetta hljóma eins og mjög fróðlegar upplýsingar. Koma þær frá norska ríkinu? Norskum háskóla? Norskum vini ráðherra? Og hvaða upplýsingar voru þetta? Útreikningar? Skýrsla? Sjónvarpsþáttur? Ég bað ráðuneytið einnig um aðgang að þessum óljósu, en þó norsku, upplýsingum. Svörin í þessu tilfelli hafa einnig látið á sér standa. Það þykir mér dálítið undarlegt. Ég verð að segja að ég hef almennt ágæta reynslu af því að senda ráðuneytum fyrirspurnir. En í þessum málum er fátt um svör. Íslenska hólfiðRifjum upp: Ítarleg rannsókn hefur leitt í ljós að 0,8% Íslendinga eiga við líklega spilafíkn að etja. Þetta, ásamt óljósum og ósannreyndum útgjaldatölum, er notað sem rök fyrir því að banna fólki að spila póker á netinu. Hugsanlega á að loka á pókersíður, loka á greiðslur til þeirra og setja á fót sérstaka stofnun til að fylgjast með því að bönnin haldi. Þetta er vont. Því fleiri slík bönn sem eru sett, þeim mun líklegra er að netið hólfist niður og vefsíður bjóði almennt ekki þjónustu sína nema á fáum og stórum markaðssvæðum af ótta við að verða brotleg við lög einhverra annarra ríkja. Þar með verðum við fátækari. Við munum sitja á þeim fáu íslensku síðum sem lúta íslenskum lögum og borga með okkar íslensku kreditkortum fyrir þá íslensku þjónustu sem hinir íslensku aðilar vilja veita okkur Íslendingum hér á Íslandi. Og íslenskar stofnanir munu sjá til þess að við förum okkur ekki að voða. Nei, fyrirgefið, ekki íslenskar stofnanir. Íslenskar stofur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Stundum eru nafngiftir opinberra stofnana þannig að halda mætti að einhver hefði lesið bókina 1984, séð þar nöfnin „Sannleiksráðuneyti" og „Friðarráðuneyti" og hugsað með sér: „Þetta er sniðugt. Gerum eins." Opinberum „stofnunum" fækkar. Opinberum „stofum" fjölgar: jafnréttisstofa, neytendastofa... Kannski að menn haldi að sæta stofuendingin fái fólk til að gleyma því að margar þessara stofnana fara með vald til að rannsaka, banna, sekta og fyrirskipa. Nýjasta stofan er svokölluð happdrættisstofa. Það stendur nefnilega til að reyna að hindra fólk í því að spila póker á netinu. Þar af leiðandi þarf einhverja stofnun til að fylgjast með því hvað fólk gerir á netinu og hverju fólk eyðir peningunum sínum í. Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Ég ætla að hlæja. Hlátur er vörn líkamans við ótta. Citation needed, ÖgmundurMargt er reynt að gera til að sannfæra fólk um nauðsyn þess að banna fólki að leika sér á netinu. Í inngangi að nýlegri skýrslu um fjárhættuspil á Íslandi hélt Ögmundur Jónasson eftirfarandi fram: „Ágengasta spilaformið í seinni tíð eru svo fjárhættuspil á Netinu sem soga þegar til sín milljarða í dýrmætum gjaldeyri og eyðileggja enn dýrmætari líf þeirra einstaklinga sem ánetjast þessum vágesti." Síðar kom fram í upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu að útgjöldin væru 1,5 milljarðar. Ég spurði í grein hér í Fréttablaðinu í mars sl. hvernig sú tala væri fengin. Í júlí birti Ögmundur svo svargrein til mín þar sem hann sagði meðal annars: „Því er til að svara að talan um fé sem fer í fjárhættuspil á Netinu byggist á áætlun kortafyrirtækjanna. Þetta er því engin ágiskun mín heldur ískalt mat þeirra aðila sem bestar hafa upplýsingarnar. Kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011." Ég sendi fyrirspurn á innanríkisráðuneytið og bað um aðgang að þeim gögnum sem ráðherrann nefnir. Það eru nefnilega margar spurningar í þessu. Eru milljarðar króna í töpuðum gjaldeyri orðnir að 1.500 milljónum í kortaveltu? Sumir græða stundum á því að spila póker, er það dregið frá í þeirri tölu? Eru þetta öll fyrirtækin? Hvaða aðferðarfræði nota þau til að flokka útgjöldin? Aðalmálið er samt bara að í opinberri umræðu er ekki boðlegt að vísa til gagna sem enginn getur sannreynt. Ég sendi fyrirspurnina sama dag og Ögmundur birti grein sína, 16. júlí. Ég bíð enn svars. Í sömu grein sagði Ögmundur jafnframt: „Samkvæmt upplýsingum sem Innanríkisráðuneytið fékk frá Noregi má ætla að kortafyrirtæki vanáætli þessar fjárhæðir." Þetta hljóma eins og mjög fróðlegar upplýsingar. Koma þær frá norska ríkinu? Norskum háskóla? Norskum vini ráðherra? Og hvaða upplýsingar voru þetta? Útreikningar? Skýrsla? Sjónvarpsþáttur? Ég bað ráðuneytið einnig um aðgang að þessum óljósu, en þó norsku, upplýsingum. Svörin í þessu tilfelli hafa einnig látið á sér standa. Það þykir mér dálítið undarlegt. Ég verð að segja að ég hef almennt ágæta reynslu af því að senda ráðuneytum fyrirspurnir. En í þessum málum er fátt um svör. Íslenska hólfiðRifjum upp: Ítarleg rannsókn hefur leitt í ljós að 0,8% Íslendinga eiga við líklega spilafíkn að etja. Þetta, ásamt óljósum og ósannreyndum útgjaldatölum, er notað sem rök fyrir því að banna fólki að spila póker á netinu. Hugsanlega á að loka á pókersíður, loka á greiðslur til þeirra og setja á fót sérstaka stofnun til að fylgjast með því að bönnin haldi. Þetta er vont. Því fleiri slík bönn sem eru sett, þeim mun líklegra er að netið hólfist niður og vefsíður bjóði almennt ekki þjónustu sína nema á fáum og stórum markaðssvæðum af ótta við að verða brotleg við lög einhverra annarra ríkja. Þar með verðum við fátækari. Við munum sitja á þeim fáu íslensku síðum sem lúta íslenskum lögum og borga með okkar íslensku kreditkortum fyrir þá íslensku þjónustu sem hinir íslensku aðilar vilja veita okkur Íslendingum hér á Íslandi. Og íslenskar stofnanir munu sjá til þess að við förum okkur ekki að voða. Nei, fyrirgefið, ekki íslenskar stofnanir. Íslenskar stofur.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun