Rangfærslur formanns Landverndar leiðréttar Þorsteinn Víglundsson skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, dregur upp nokkuð dökka mynd af framtíðarhorfum áliðnaðar í heiminum í grein sem birtist í Fréttablaðinu hinn 16. nóvember síðastliðinn. Hann segir að í ljósi þess sé óhætt að fullyrða að hér á landi verði ekki byggð fleiri álver. Til þess séu horfur í áliðnaði of slæmar auk þess sem efnahagsleg áhrif af þeim iðnaði hér á landi hafi verið ofmetin. Í grein sinni vísar Guðmundur til nýlegrar greinar í Financial Times um horfur í áliðnaði og tínir til nokkra þætti sem hann telur vera til marks um slæmt ástand og dökkar framtíðarhorfur í áliðnaði. Þeir þættir varða flestir þá staðreynd að álverð er lágt nú um stundir. Það vekur hins vegar athygli að Guðmundur lítur alveg fram hjá þeim hluta greinar FT þar sem lýst er hröðum vexti í álframleiðslu og horfum á að svo verði áfram. Það er í samræmi við mat flestra sérfræðinga á horfum greinarinnar til langs tíma litið. Álframleiðsla og –eftirspurn hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum. Í ár er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir áli verði um 45 milljónir tonna á heimsvísu og að framleiðsla verði svipuð. Til samanburðar nam heildarframleiðsla áls um 36 milljónum tonna árið 2009. Fram til ársins 2020 er gert ráð fyrir að eftirspurn aukist í um 65-70 milljónir tonna. Framtíðarhorfur í áliðnaði eru því ágætar til langs tíma litið þótt vissulega komi lágt verð nú um stundir niður á afkomu álfyrirtækja. Þau eru hins vegar enn að fjárfesta í aukinni framleiðslugetu til að bregðast við vaxandi eftirspurn. Fá fyrirtæki með viðlíka arðsemi Guðmundur talar jafnframt um lélega arðsemi raforkuframleiðslu hér á landi. Á undanförnum sex árum hefur eigið fé Landsvirkjunar liðlega þrefaldast. Þegar Akureyrarbær og Reykjavíkurborg seldu nærri 50% hlut sinn árið 2006 nam verðmat á Landsvirkjun liðlega 60 milljörðum króna en það samsvaraði eigin fé félagsins í árslok 2005. Um mitt þetta ár nam eigið fé Landsvirkjunar um 210 milljörðum króna. Á þessu tímabili tók Kárahnjúkavirkjun til starfa og raforkusala Landsvirkjunar tvöfaldaðist. Viðskipti hafa átt sér stað með annað orkufyrirtæki, HS Orku, og hefur markaðsvirði þess verið nokkuð umfram bókfært virði eigin fjár. Ef sömu viðmiðum er beitt á Landsvirkjun má ætla að markaðsvirði félagsins sé nú á bilinu 350-400 milljarðar króna. Hér á landi eru fá fyrirtæki sem geta státað af viðlíka arðsemi á undanförnum árum. Þessi miklu verðmæti hafa fyrst og fremst orðið til vegna uppbyggingar í tengslum við stóriðju, enda hafa eigendur Landsvirkjunar ekki lagt félaginu til eigið fé utan stofnfjárframlags í upphafi. Guðmundur fullyrðir í grein sinni að efnahagsleg áhrif áliðnaðar hér séu ofmetin. Framlag stóriðju til landsframleiðslu sé þannig aðeins um 1,7%. Ekki kemur fram í greininni hvernig sú niðurstaða er fengin en ef þjóðhagsreikningar Hagstofunnar eru skoðaðir má sjá að beint framlag stóriðju til landsframleiðslu árin 1997-2007 er einmitt að meðaltali 1,7%. Hins vegar er rétt að hafa í huga að umtalsverð breyting hefur orðið á áliðnaði á þessum tíma. Þannig hefur ársframleiðsla áliðnaðar aukist úr 130 þúsund tonnum á ári í liðlega 800 þúsund tonn á ári. Framlag til landsframleiðslu hefur að sama skapi aukist og nam árið 2010 4,5% af landsframleiðslu. Þá er ótalið framlag til landsframleiðslu vegna raforkukaupa stóriðju og þjónustustarfsemi sem tengist þessari starfsemi. Þar er umtalsverður virðisauki til viðbótar. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar metur t.d. heildarframlag áliðnaðar, eins og sér til landsframleiðslu, um 6,8%. Það er um það bil fjórfalt hærra en það framlag sem Guðmundur nefnir í grein sinni og þar vantar þó framlag annarrar stóriðju en áliðnaðar. Ýmislegt fleira mætti tína til af rangfærslum í grein Guðmundar en ég læt hér staðar numið að sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Tengdar fréttir Það verða ekki fleiri álver Það er óhætt að fullyrða að það verða ekki byggð fleiri álver hér á landi. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi efnahagsleg áhætta sem tekin er með því að auka hlut álvera í hópi orkukaupenda, í öðru lagi ofmetin efnahagsleg áhrif álvera og í þriðja lagi horfur á álmörkuðum. 16. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, dregur upp nokkuð dökka mynd af framtíðarhorfum áliðnaðar í heiminum í grein sem birtist í Fréttablaðinu hinn 16. nóvember síðastliðinn. Hann segir að í ljósi þess sé óhætt að fullyrða að hér á landi verði ekki byggð fleiri álver. Til þess séu horfur í áliðnaði of slæmar auk þess sem efnahagsleg áhrif af þeim iðnaði hér á landi hafi verið ofmetin. Í grein sinni vísar Guðmundur til nýlegrar greinar í Financial Times um horfur í áliðnaði og tínir til nokkra þætti sem hann telur vera til marks um slæmt ástand og dökkar framtíðarhorfur í áliðnaði. Þeir þættir varða flestir þá staðreynd að álverð er lágt nú um stundir. Það vekur hins vegar athygli að Guðmundur lítur alveg fram hjá þeim hluta greinar FT þar sem lýst er hröðum vexti í álframleiðslu og horfum á að svo verði áfram. Það er í samræmi við mat flestra sérfræðinga á horfum greinarinnar til langs tíma litið. Álframleiðsla og –eftirspurn hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum. Í ár er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir áli verði um 45 milljónir tonna á heimsvísu og að framleiðsla verði svipuð. Til samanburðar nam heildarframleiðsla áls um 36 milljónum tonna árið 2009. Fram til ársins 2020 er gert ráð fyrir að eftirspurn aukist í um 65-70 milljónir tonna. Framtíðarhorfur í áliðnaði eru því ágætar til langs tíma litið þótt vissulega komi lágt verð nú um stundir niður á afkomu álfyrirtækja. Þau eru hins vegar enn að fjárfesta í aukinni framleiðslugetu til að bregðast við vaxandi eftirspurn. Fá fyrirtæki með viðlíka arðsemi Guðmundur talar jafnframt um lélega arðsemi raforkuframleiðslu hér á landi. Á undanförnum sex árum hefur eigið fé Landsvirkjunar liðlega þrefaldast. Þegar Akureyrarbær og Reykjavíkurborg seldu nærri 50% hlut sinn árið 2006 nam verðmat á Landsvirkjun liðlega 60 milljörðum króna en það samsvaraði eigin fé félagsins í árslok 2005. Um mitt þetta ár nam eigið fé Landsvirkjunar um 210 milljörðum króna. Á þessu tímabili tók Kárahnjúkavirkjun til starfa og raforkusala Landsvirkjunar tvöfaldaðist. Viðskipti hafa átt sér stað með annað orkufyrirtæki, HS Orku, og hefur markaðsvirði þess verið nokkuð umfram bókfært virði eigin fjár. Ef sömu viðmiðum er beitt á Landsvirkjun má ætla að markaðsvirði félagsins sé nú á bilinu 350-400 milljarðar króna. Hér á landi eru fá fyrirtæki sem geta státað af viðlíka arðsemi á undanförnum árum. Þessi miklu verðmæti hafa fyrst og fremst orðið til vegna uppbyggingar í tengslum við stóriðju, enda hafa eigendur Landsvirkjunar ekki lagt félaginu til eigið fé utan stofnfjárframlags í upphafi. Guðmundur fullyrðir í grein sinni að efnahagsleg áhrif áliðnaðar hér séu ofmetin. Framlag stóriðju til landsframleiðslu sé þannig aðeins um 1,7%. Ekki kemur fram í greininni hvernig sú niðurstaða er fengin en ef þjóðhagsreikningar Hagstofunnar eru skoðaðir má sjá að beint framlag stóriðju til landsframleiðslu árin 1997-2007 er einmitt að meðaltali 1,7%. Hins vegar er rétt að hafa í huga að umtalsverð breyting hefur orðið á áliðnaði á þessum tíma. Þannig hefur ársframleiðsla áliðnaðar aukist úr 130 þúsund tonnum á ári í liðlega 800 þúsund tonn á ári. Framlag til landsframleiðslu hefur að sama skapi aukist og nam árið 2010 4,5% af landsframleiðslu. Þá er ótalið framlag til landsframleiðslu vegna raforkukaupa stóriðju og þjónustustarfsemi sem tengist þessari starfsemi. Þar er umtalsverður virðisauki til viðbótar. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar metur t.d. heildarframlag áliðnaðar, eins og sér til landsframleiðslu, um 6,8%. Það er um það bil fjórfalt hærra en það framlag sem Guðmundur nefnir í grein sinni og þar vantar þó framlag annarrar stóriðju en áliðnaðar. Ýmislegt fleira mætti tína til af rangfærslum í grein Guðmundar en ég læt hér staðar numið að sinni.
Það verða ekki fleiri álver Það er óhætt að fullyrða að það verða ekki byggð fleiri álver hér á landi. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi efnahagsleg áhætta sem tekin er með því að auka hlut álvera í hópi orkukaupenda, í öðru lagi ofmetin efnahagsleg áhrif álvera og í þriðja lagi horfur á álmörkuðum. 16. nóvember 2012 06:00
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun