Þeir sem vita best Þórður snær júlíusson skrifar 23. nóvember 2012 06:00 Hvert hlutverk ríkisvaldsins á að vera er eilíft umræðuefni. Almennt virðist sátt um það á Íslandi að það eigi að halda uppi lögum og reglu og setja almennar leikreglur. Auk þess er víðtækur stuðningur við að hér sé víðfeðmt velferðarkerfi og að ríkið tryggi þegnum sínum tiltölulega jöfn tækifæri til náms og starfa. Sífellt er þó verið að endurskilgreina hlutverk ríkisins og fingur þess birtast skyndilega á ólíklegustu stöðum. Nú, þegar líður að lokum kjörtímabilsins, virðist vera mikill vilji til að stækka það hlutverk. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2013 er til að mynda boðuð hækkun á vörugjöldum á matvæli sem beinast eiga að sykri í matvælum. Hækkunin er réttlætt með manneldissjónarmiðum og aðgerðum gegn offitu. Þessi hækkun kemur til viðbótar við sykurskatt sem settur var á drykki og sætindi árið 2009 með það að markmiði að draga úr neyslu á þeim. Í síðasta mánuði var greint frá því að leggja ætti fram frumvarp sem bannar erlend happdrætti á netinu. Ástæðan er víst sú að pókerspilun Íslendinga á netinu er orðin svo mikil að yfirvöldum þóknast hún ekki lengur. Íslenskir fjárhættuspilarar mega þó áfram tapa peningunum sínum í spilakössum Háskólans, Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ. Verði frumvarpið að lögum á að setja á fót Happdrættisstofu til að framfylgja lögunum. Frumvarp um bann við áfengisauglýsingum undir merkjum lýðheilsusjónarmiða var líka lagt fram fyrir skemmstu. Eða réttara sagt um bann við auglýsingum íslenskra aðila sem selja áfengi. Bannið nær nefnilega ekki yfir erlenda fjölmiðla sem aðgengilegir eru hér á landi né internetið, þar sem áfengisauglýsingar eru á hverju strái. Bannið mun því líkast til ekki draga úr neyslu, heldur bitna fyrst og síðast á íslenskum bjórframleiðendum sem eru að reyna að auka markaðshlutdeild sína á kostnað innfluttra tegunda. Fyrir Alþingi liggur líka nýleg tillaga um að einungis megi selja tóbak í apótekum þó að neysla þess sé lögleg. Einungis apótek með „sérstakt tóbakssöluleyfi" mega selja varninginn og eftir tíu ár á salan að vera takmörkuð þannig að hún sé háð því að „tóbakslyfseðli" sé framvísað. Í tillögunni er einnig reynt að koma á algeru banni við munn- og neftóbaki, en í dag er einungis bannað að nota útlenskt. Í rökstuðningi segir: „Ekki er unnt að sitja hjá meðan notkun þessa forms tóbaks eykst hröðum skrefum." Allar þessar aðgerðir eru studdar þeim rökum að bönnin sem þeim fylgja séu okkur fyrir bestu. Góðu stjórnmálamennirnir eru að passa upp á að við förum okkur ekki að voða líkt og foreldrar sem vernda kornabörn sín frá hættum umhverfisins. En augljóst er að alþingismenn geta ekki varið þegna landsins fyrir öllum mögulegum skaða, sem auk þess er afstætt hugtak. Að margra mati felst líka beinn skaði í mörgum aðgerðum ríkisins. Þess vegna er auðvelt að draga þá ályktun að valkvæð boð og bönn stjórnarherranna snúist ekki um fórnarlömbin heldur stjórnlyndi þeirra sem setja lögin. Þeir sjá heiminn í ákveðnum litum og vilja að aðrir, sem þeir telja vita minna, upplifi hann á sama hátt. Og í þeirri afstöðu er fólgin nánast ófyrirgefanleg hræsni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Hvert hlutverk ríkisvaldsins á að vera er eilíft umræðuefni. Almennt virðist sátt um það á Íslandi að það eigi að halda uppi lögum og reglu og setja almennar leikreglur. Auk þess er víðtækur stuðningur við að hér sé víðfeðmt velferðarkerfi og að ríkið tryggi þegnum sínum tiltölulega jöfn tækifæri til náms og starfa. Sífellt er þó verið að endurskilgreina hlutverk ríkisins og fingur þess birtast skyndilega á ólíklegustu stöðum. Nú, þegar líður að lokum kjörtímabilsins, virðist vera mikill vilji til að stækka það hlutverk. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2013 er til að mynda boðuð hækkun á vörugjöldum á matvæli sem beinast eiga að sykri í matvælum. Hækkunin er réttlætt með manneldissjónarmiðum og aðgerðum gegn offitu. Þessi hækkun kemur til viðbótar við sykurskatt sem settur var á drykki og sætindi árið 2009 með það að markmiði að draga úr neyslu á þeim. Í síðasta mánuði var greint frá því að leggja ætti fram frumvarp sem bannar erlend happdrætti á netinu. Ástæðan er víst sú að pókerspilun Íslendinga á netinu er orðin svo mikil að yfirvöldum þóknast hún ekki lengur. Íslenskir fjárhættuspilarar mega þó áfram tapa peningunum sínum í spilakössum Háskólans, Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ. Verði frumvarpið að lögum á að setja á fót Happdrættisstofu til að framfylgja lögunum. Frumvarp um bann við áfengisauglýsingum undir merkjum lýðheilsusjónarmiða var líka lagt fram fyrir skemmstu. Eða réttara sagt um bann við auglýsingum íslenskra aðila sem selja áfengi. Bannið nær nefnilega ekki yfir erlenda fjölmiðla sem aðgengilegir eru hér á landi né internetið, þar sem áfengisauglýsingar eru á hverju strái. Bannið mun því líkast til ekki draga úr neyslu, heldur bitna fyrst og síðast á íslenskum bjórframleiðendum sem eru að reyna að auka markaðshlutdeild sína á kostnað innfluttra tegunda. Fyrir Alþingi liggur líka nýleg tillaga um að einungis megi selja tóbak í apótekum þó að neysla þess sé lögleg. Einungis apótek með „sérstakt tóbakssöluleyfi" mega selja varninginn og eftir tíu ár á salan að vera takmörkuð þannig að hún sé háð því að „tóbakslyfseðli" sé framvísað. Í tillögunni er einnig reynt að koma á algeru banni við munn- og neftóbaki, en í dag er einungis bannað að nota útlenskt. Í rökstuðningi segir: „Ekki er unnt að sitja hjá meðan notkun þessa forms tóbaks eykst hröðum skrefum." Allar þessar aðgerðir eru studdar þeim rökum að bönnin sem þeim fylgja séu okkur fyrir bestu. Góðu stjórnmálamennirnir eru að passa upp á að við förum okkur ekki að voða líkt og foreldrar sem vernda kornabörn sín frá hættum umhverfisins. En augljóst er að alþingismenn geta ekki varið þegna landsins fyrir öllum mögulegum skaða, sem auk þess er afstætt hugtak. Að margra mati felst líka beinn skaði í mörgum aðgerðum ríkisins. Þess vegna er auðvelt að draga þá ályktun að valkvæð boð og bönn stjórnarherranna snúist ekki um fórnarlömbin heldur stjórnlyndi þeirra sem setja lögin. Þeir sjá heiminn í ákveðnum litum og vilja að aðrir, sem þeir telja vita minna, upplifi hann á sama hátt. Og í þeirri afstöðu er fólgin nánast ófyrirgefanleg hræsni.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun