Ferðatæki, tölvupopp og fótanuddtæki 3. desember 2012 16:00 Jólagjafir og jólasiðir hafa tekið miklum breytingum á þrjátíu árum. Þegar flett er í gegnum gömul dagblöð frá desember 1982 má finna margar skemmtilegar jólaauglýsingar frá fyrirtækjum sem voru að kynna fyrir landsmönnum. Vinsælasta jólagjöf ársins, og um leið ein frægasta jólagjöf Íslandssögunnar, var danska fótanuddtækið Clairol Foot Spa. Alls seldust um 14.000 fótanuddtæki á fáeinum árum og var salan sérstaklega mikil fyrir jólin 1982. Radíóbúðin í Reykjavík flutti tækin inn á sínum tíma og seldi. Aðsóknin í tækið var svo mikil um tíma að verksmiðjan hafði vart undan að framleiða tækin fyrir æsta Íslendinga.Fyrsta tölvupoppið Hljómplötur og kassettur voru fyrirferðarmiklar fyrir jólin eins og oft áður. Jólaplatan Hurðaskellir og Stúfur – staðnir að verki var mjög vinsæl þessi jólin. Einvalalið stóð að gerð plötunnar; þeir Magnús Ólafsson, Þorgeir Ástvaldsson og Bjartmar Guðlaugsson. Bryndís Schram og Þórður húsvörður áttu einnig góða spretti auk jólakattarins Sigvalda. Sönghópurinn Mini Pops gaf út aðra plötu sína fyrir jólin en sú fyrri seldist í bílförmum hér á landi. Plötur sönghópsins vekja sjálfsagt misgóðar minningar hjá þeim sem voru ungir á þessum tíma en platan var auglýst sem „Tvímælalaust barnaplata ársins" og vafalaust var það rétt. Fyrsta tölvupoppsveit landsins, Sonus Futurae, gaf út sína fyrstu og einu hljómplötu sem hét Þeir sletta skyrinu…sem eiga það. Platan innihélt meðal annars hinn óðdauðlega smell Skyr með rjóma. Flestir listamenn sem voru áberandi fyrir jólin eru ýmist horfnir yfir móðuna miklu eða hættir. Sumir eru þó enn í fullu fjöri 30 árum síðar. Björgvin Halldórsson er enn vinsæll og hver hefði trúað því fyrir þrjátíu árum að hljómsveitin KISS væri enn á hljómleikaferðalagi um heiminn árið 2012. Og enn þá málaðir.Kvikmynd í lit Íslendingar hafa alltaf sótt mikið í kvikmyndahúsin yfir jólin og jólamyndir ársins voru ekki af verri endanum. Tvær kvikmyndir skáru sig þó úr í vinsældum. Fyrst ber að telja vinsælustu kvikmynd Íslandssögunnar, söngva- og gleðimyndina Með allt á hreinu sem frumsýnd var í Háskólabíói 18. desember. Taka þurfti sérstaklega fram í auglýsingunni að myndin væri í lit. Hljómplata samnefnd myndinni kom út á sama tíma og hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein vinsælasta plata Íslandssögunnar. Ein mest sótta kvikmynd sögunnar, E.T. eftir Steven Spielberg, var frumsýnd í Laugarásbíói fyrr í desember og hlaut einnig mjög góða aðsókn.Má bjóða þér kassettutösku? Kassettutæki, eða ferðatæki eins og þau voru einnig kölluð, voru mjög vinsæl á þessum árum. Tækin voru bæði útvarps- og kassettutæki sem gengu bæði fyrir rafmagni og rafhlöðum. Þau voru, eins og nafnið gefur til kynna, hentug heima fyrir og á „ferðalögum" sem þótti nokkuð nýmóðins. Verslanir auglýstu einnig kassettutöskur sem litu út eins og venjulega skjalatöskur í þá daga og gátu tekið frá 16-48 kassettur. Töskurnar voru „nánast ómissandi í bílinn eða þegar hlaupið var í partí með músik með sér." Einnig voru auglýst sem jólagjöf hreinsiáhöld fyrir kassettusegulbandstæki og plötuspilara. Þetta var meðal annars hreinsivökvi, bursti, hreinsiarmur og hreinsikassetta. Gamla góða Nilfisk-ryksugan var auglýst sem „heimsins besta ryksuga. Stór orð sem reynslan réttlætir". Í auglýsingunni kemur einnig fram að hún sé „með lágmarks truflunum og tilkostnaði". Ekki er víst að nútímamaðurinn myndi samþykkja þessa lýsingu. - sfj Jólafréttir Mest lesið Sálmur 566 - Einu sinni' í ættborg Davíðs Jól Bakað af ástríðu og kærleika Jól Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Grýla kallar á börnin sín Jól Dönsk jólagæs vék fyrir sænskri skinku Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Piparkökuhús Jól Jólainnkaupin öll í Excel Jól Hefðir veita öryggistilfinningu Jól Sviðsetning eftir ákveðnu handriti Jól
Jólagjafir og jólasiðir hafa tekið miklum breytingum á þrjátíu árum. Þegar flett er í gegnum gömul dagblöð frá desember 1982 má finna margar skemmtilegar jólaauglýsingar frá fyrirtækjum sem voru að kynna fyrir landsmönnum. Vinsælasta jólagjöf ársins, og um leið ein frægasta jólagjöf Íslandssögunnar, var danska fótanuddtækið Clairol Foot Spa. Alls seldust um 14.000 fótanuddtæki á fáeinum árum og var salan sérstaklega mikil fyrir jólin 1982. Radíóbúðin í Reykjavík flutti tækin inn á sínum tíma og seldi. Aðsóknin í tækið var svo mikil um tíma að verksmiðjan hafði vart undan að framleiða tækin fyrir æsta Íslendinga.Fyrsta tölvupoppið Hljómplötur og kassettur voru fyrirferðarmiklar fyrir jólin eins og oft áður. Jólaplatan Hurðaskellir og Stúfur – staðnir að verki var mjög vinsæl þessi jólin. Einvalalið stóð að gerð plötunnar; þeir Magnús Ólafsson, Þorgeir Ástvaldsson og Bjartmar Guðlaugsson. Bryndís Schram og Þórður húsvörður áttu einnig góða spretti auk jólakattarins Sigvalda. Sönghópurinn Mini Pops gaf út aðra plötu sína fyrir jólin en sú fyrri seldist í bílförmum hér á landi. Plötur sönghópsins vekja sjálfsagt misgóðar minningar hjá þeim sem voru ungir á þessum tíma en platan var auglýst sem „Tvímælalaust barnaplata ársins" og vafalaust var það rétt. Fyrsta tölvupoppsveit landsins, Sonus Futurae, gaf út sína fyrstu og einu hljómplötu sem hét Þeir sletta skyrinu…sem eiga það. Platan innihélt meðal annars hinn óðdauðlega smell Skyr með rjóma. Flestir listamenn sem voru áberandi fyrir jólin eru ýmist horfnir yfir móðuna miklu eða hættir. Sumir eru þó enn í fullu fjöri 30 árum síðar. Björgvin Halldórsson er enn vinsæll og hver hefði trúað því fyrir þrjátíu árum að hljómsveitin KISS væri enn á hljómleikaferðalagi um heiminn árið 2012. Og enn þá málaðir.Kvikmynd í lit Íslendingar hafa alltaf sótt mikið í kvikmyndahúsin yfir jólin og jólamyndir ársins voru ekki af verri endanum. Tvær kvikmyndir skáru sig þó úr í vinsældum. Fyrst ber að telja vinsælustu kvikmynd Íslandssögunnar, söngva- og gleðimyndina Með allt á hreinu sem frumsýnd var í Háskólabíói 18. desember. Taka þurfti sérstaklega fram í auglýsingunni að myndin væri í lit. Hljómplata samnefnd myndinni kom út á sama tíma og hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein vinsælasta plata Íslandssögunnar. Ein mest sótta kvikmynd sögunnar, E.T. eftir Steven Spielberg, var frumsýnd í Laugarásbíói fyrr í desember og hlaut einnig mjög góða aðsókn.Má bjóða þér kassettutösku? Kassettutæki, eða ferðatæki eins og þau voru einnig kölluð, voru mjög vinsæl á þessum árum. Tækin voru bæði útvarps- og kassettutæki sem gengu bæði fyrir rafmagni og rafhlöðum. Þau voru, eins og nafnið gefur til kynna, hentug heima fyrir og á „ferðalögum" sem þótti nokkuð nýmóðins. Verslanir auglýstu einnig kassettutöskur sem litu út eins og venjulega skjalatöskur í þá daga og gátu tekið frá 16-48 kassettur. Töskurnar voru „nánast ómissandi í bílinn eða þegar hlaupið var í partí með músik með sér." Einnig voru auglýst sem jólagjöf hreinsiáhöld fyrir kassettusegulbandstæki og plötuspilara. Þetta var meðal annars hreinsivökvi, bursti, hreinsiarmur og hreinsikassetta. Gamla góða Nilfisk-ryksugan var auglýst sem „heimsins besta ryksuga. Stór orð sem reynslan réttlætir". Í auglýsingunni kemur einnig fram að hún sé „með lágmarks truflunum og tilkostnaði". Ekki er víst að nútímamaðurinn myndi samþykkja þessa lýsingu. - sfj
Jólafréttir Mest lesið Sálmur 566 - Einu sinni' í ættborg Davíðs Jól Bakað af ástríðu og kærleika Jól Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Grýla kallar á börnin sín Jól Dönsk jólagæs vék fyrir sænskri skinku Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Piparkökuhús Jól Jólainnkaupin öll í Excel Jól Hefðir veita öryggistilfinningu Jól Sviðsetning eftir ákveðnu handriti Jól