Nýju fötin keisarans Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Síðastliðinn þriðjudag varð nokkurt uppnám „á markaði" vegna ummæla minna um Íbúðalánasjóð. Eitthvað fór tímasetningin fyrir brjóstið á stressuðum viðskipavinum kauphallarinnar, þó innihald þess sem ég sagði gæfi vart tilefni til upphlaupa og æsings. Ég sagði ekkert annað en það sem allir „markaðsaðilar" vita. Íbúðalánasjóður á í miklum vanda og á honum þarf að taka til skamms tíma og til frambúðar. Í ljósi sögunnar þarf þetta upphlaup þó vart að koma á óvart. Sumir viðskiptavinir kauphallarinnar virðast alltaf jafn hissa þegar bent er á augljósa hluti. Haustið 2010 þurfti ríkissjóður að leggja Íbúðalánasjóði til 33 milljarða króna. Ég samþykkti það framlag á Alþingi en gerði að skilyrði að fram færi rannsókn á Íbúðalánasjóði. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er væntanleg innan tíðar. Undanfarna mánuði hefur farið fram á vegum fjármálaráðherra úttekt á stöðu Íbúðalánasjóðs og nauðsynlegra aðgerða til að lágmarka tjón ríkissjóðs og þar með almennings á Íslandi. IFS greining vann skýrslu fyrir ráðherra og þar segir m.a.: „Með kerfisbreytingu sjóðsins hinn 1. júlí 2004 og tilheyrandi skiptiútboði var lagður grunnur að þeim vanda sem sjóðurinn hefur átt við að glíma á síðustu misserum. Frá þeim tíma hefur sjóðurinn verið með opna vaxtaáhættu/uppgreiðsluáhættu sem lýsir sér í að skuldir sjóðsins eru óuppgreiðanlegar meðan útlán sjóðsins eru það ekki. Þessi áhætta er stærsta áhætta sjóðsins að mati IFS." Mér og „markaðnum" hefur lengi verið þessi áhætta ljós og lýsti ég þeirri skoðun minni á þriðjudaginn að grípa yrði til aðgerða. Ríkisstjórnin ákvað sl. þriðjudag að óska eftir því við Alþingi að stofnfé Íbúðalánasjóðs yrði aukið um 13 milljarða króna á fjárlögum 2013. Þá má búast við frekari framlögum á næstu árum til sjóðsins og allt stefnir í að kostnaður ríkisins vegna hans verði a.m.k. 50 milljarðar þegar upp er staðið. Fyrir þá peninga væri hægt að reisa nýjan Landspítala. Alþingsmenn hafa tjáð sig af minna tilefni! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn þriðjudag varð nokkurt uppnám „á markaði" vegna ummæla minna um Íbúðalánasjóð. Eitthvað fór tímasetningin fyrir brjóstið á stressuðum viðskipavinum kauphallarinnar, þó innihald þess sem ég sagði gæfi vart tilefni til upphlaupa og æsings. Ég sagði ekkert annað en það sem allir „markaðsaðilar" vita. Íbúðalánasjóður á í miklum vanda og á honum þarf að taka til skamms tíma og til frambúðar. Í ljósi sögunnar þarf þetta upphlaup þó vart að koma á óvart. Sumir viðskiptavinir kauphallarinnar virðast alltaf jafn hissa þegar bent er á augljósa hluti. Haustið 2010 þurfti ríkissjóður að leggja Íbúðalánasjóði til 33 milljarða króna. Ég samþykkti það framlag á Alþingi en gerði að skilyrði að fram færi rannsókn á Íbúðalánasjóði. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er væntanleg innan tíðar. Undanfarna mánuði hefur farið fram á vegum fjármálaráðherra úttekt á stöðu Íbúðalánasjóðs og nauðsynlegra aðgerða til að lágmarka tjón ríkissjóðs og þar með almennings á Íslandi. IFS greining vann skýrslu fyrir ráðherra og þar segir m.a.: „Með kerfisbreytingu sjóðsins hinn 1. júlí 2004 og tilheyrandi skiptiútboði var lagður grunnur að þeim vanda sem sjóðurinn hefur átt við að glíma á síðustu misserum. Frá þeim tíma hefur sjóðurinn verið með opna vaxtaáhættu/uppgreiðsluáhættu sem lýsir sér í að skuldir sjóðsins eru óuppgreiðanlegar meðan útlán sjóðsins eru það ekki. Þessi áhætta er stærsta áhætta sjóðsins að mati IFS." Mér og „markaðnum" hefur lengi verið þessi áhætta ljós og lýsti ég þeirri skoðun minni á þriðjudaginn að grípa yrði til aðgerða. Ríkisstjórnin ákvað sl. þriðjudag að óska eftir því við Alþingi að stofnfé Íbúðalánasjóðs yrði aukið um 13 milljarða króna á fjárlögum 2013. Þá má búast við frekari framlögum á næstu árum til sjóðsins og allt stefnir í að kostnaður ríkisins vegna hans verði a.m.k. 50 milljarðar þegar upp er staðið. Fyrir þá peninga væri hægt að reisa nýjan Landspítala. Alþingsmenn hafa tjáð sig af minna tilefni!
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar