Núll-kostur í Gálgahrauni Gunnsteinn Ólafsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Lög um mat á umhverfisáhrifum hafa tekið breytingum í tímans rás. Breytingarnar eiga það allar sammerkt að krafan um svokallaðan núll-kost hefur styrkst. Núll-kostur er það kallað þegar engar breytingar eru gerðar á ríkjandi ástandi. Umhverfismat nýs Álftanesvegar um Gálgahraun var samþykkt árið 2002. Það var unnið samkvæmt lögum frá árinu 2000. Þar er skýrt tekið fram að framkvæmdaaðili skuli sýna „yfirlit yfir valkosti sem gerð er grein fyrir í matsskýrslu, s.s. aðra kosti varðandi tæknilega útfærslu framkvæmdar eða starfsemi, aðra staðarvalskosti eða núll-kost, þ.e. að aðhafast ekkert". Vegagerðinni bar sem sagt að sýna fram á hvaða áhrif það hefði ef Álftanesvegur væri endurbættur í núverandi vegstæði (sjá reglugerð nr. 671/2000). Það var ekki gert. Í umhverfismati nýs Álftanesvegar voru þrjú vegstæði metin, öll þvert yfir hraunið. Því miður samþykkti Skipulagsstofnun þessa málsmeðferð Vegagerðarinnar athugasemdalaust. Vitanlega hefði stofnunin átt að krefjast þess að núll-kostur yrði skoðaður, þ.e. að núverandi Álftanesvegur yrði teiknaður og hannaður að nýju þannig að hann stæðist allar nútíma öryggiskröfur og metinn samkvæmt því. Deilan um Álftanesveg snýst um eitt grundvallaratriði: að hlífa Gálgahrauni, einstakri náttúruperlu og útivistarparadís. Um leið og menn sammælast um að vernda hraunið er hægt að endurhanna núverandi Álftanesveg þannig að hann standist nútíma öryggiskröfur.Leyfi á gráu svæði Undirbúningur nýs Álftanesvegar er kominn á lokastig. Á öllum stigum málsins var farið á svig við lög og reglugerðir, í það minnsta eru flestar leyfisveitingar á gráu svæði. Umhverfismatið sem rann út 22. maí 2012 er sagt vera í fullu gildi, 37. grein umhverfisverndarlaga um sérstaka vernd eldhrauna er þverbrotin, náttúruminjaskrá hunsuð og mótmæli almennings ekki virt viðlits. Ríkisstjórnin leggur fram rúman milljarð til verksins á þremur árum. Er það rétt ráðstöfum fjármuna á meðan svo mikil óánægja ríkir um framkvæmdina?Núll-lausn Hér er sýnt dæmi um svokallaða núll-lausn á Álftanesvegi. Hægt er á umferðinni um Prýðahverfi með tveimur hringtorgum og gamli Álftanesvegurinn endurbyggður í samræmi við ýtrustu öryggiskröfur nútíma vegagerðar. Nánar verður fjallað um þessa lausn og verndun hraunsins á borgarafundi sem Hraunavinir efna til í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 20.00 í kvöld. Allt áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til þess að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Lög um mat á umhverfisáhrifum hafa tekið breytingum í tímans rás. Breytingarnar eiga það allar sammerkt að krafan um svokallaðan núll-kost hefur styrkst. Núll-kostur er það kallað þegar engar breytingar eru gerðar á ríkjandi ástandi. Umhverfismat nýs Álftanesvegar um Gálgahraun var samþykkt árið 2002. Það var unnið samkvæmt lögum frá árinu 2000. Þar er skýrt tekið fram að framkvæmdaaðili skuli sýna „yfirlit yfir valkosti sem gerð er grein fyrir í matsskýrslu, s.s. aðra kosti varðandi tæknilega útfærslu framkvæmdar eða starfsemi, aðra staðarvalskosti eða núll-kost, þ.e. að aðhafast ekkert". Vegagerðinni bar sem sagt að sýna fram á hvaða áhrif það hefði ef Álftanesvegur væri endurbættur í núverandi vegstæði (sjá reglugerð nr. 671/2000). Það var ekki gert. Í umhverfismati nýs Álftanesvegar voru þrjú vegstæði metin, öll þvert yfir hraunið. Því miður samþykkti Skipulagsstofnun þessa málsmeðferð Vegagerðarinnar athugasemdalaust. Vitanlega hefði stofnunin átt að krefjast þess að núll-kostur yrði skoðaður, þ.e. að núverandi Álftanesvegur yrði teiknaður og hannaður að nýju þannig að hann stæðist allar nútíma öryggiskröfur og metinn samkvæmt því. Deilan um Álftanesveg snýst um eitt grundvallaratriði: að hlífa Gálgahrauni, einstakri náttúruperlu og útivistarparadís. Um leið og menn sammælast um að vernda hraunið er hægt að endurhanna núverandi Álftanesveg þannig að hann standist nútíma öryggiskröfur.Leyfi á gráu svæði Undirbúningur nýs Álftanesvegar er kominn á lokastig. Á öllum stigum málsins var farið á svig við lög og reglugerðir, í það minnsta eru flestar leyfisveitingar á gráu svæði. Umhverfismatið sem rann út 22. maí 2012 er sagt vera í fullu gildi, 37. grein umhverfisverndarlaga um sérstaka vernd eldhrauna er þverbrotin, náttúruminjaskrá hunsuð og mótmæli almennings ekki virt viðlits. Ríkisstjórnin leggur fram rúman milljarð til verksins á þremur árum. Er það rétt ráðstöfum fjármuna á meðan svo mikil óánægja ríkir um framkvæmdina?Núll-lausn Hér er sýnt dæmi um svokallaða núll-lausn á Álftanesvegi. Hægt er á umferðinni um Prýðahverfi með tveimur hringtorgum og gamli Álftanesvegurinn endurbyggður í samræmi við ýtrustu öryggiskröfur nútíma vegagerðar. Nánar verður fjallað um þessa lausn og verndun hraunsins á borgarafundi sem Hraunavinir efna til í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 20.00 í kvöld. Allt áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til þess að mæta.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun