Styttum vinnutímann og bætum lífsgæði Guðmundur D. Haraldsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Sumir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í kreppu. Aðrir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í uppsveiflu. Staðreyndin er sú að það er almennt góð hugmynd að stytta vinnutímann. Nokkrar blákaldar staðreyndir: Íslenskt samfélag er mjög efnað, þó svo hér sé hópur fólks sem þurfi að lifa við kjör sem engum ætti að bjóðast. Nóg er til af góðu húsnæði, gott heilbrigðis- og menntakerfi og fá ríki eru eins tæknivædd. Ein ástæða þess að lífsgæði eru mikil á Íslandi er að við höfum yfir vélum að ráða sem geta unnið verkin fyrir okkur í hluta eða heild. Fyrir einni öld var til dæmis róið á opnum bátum til sjós – nú gera menn út á stórum stálskipum, en líka minni bátum í bland. Allt saman er þetta vélknúið. Samt vinnum við mjög mikið. Og raunar hefur vinnudagurinn almennt lítið styst undanfarna áratugi: Árið 2005 var meðalvinnuvikan 42 stundir á viku, en árið 1991 stóð hún í 44 stundum. Milli áranna 1980 og 2008 fækkaði vikulegum vinnustundum aðeins um 1,2 stundir. Og það allt þrátt fyrir sífellt aukna framleiðslu og að vélar létti sífellt verkin. Ástæðan fyrir þessu er í sjálfu sér einföld: Launafólk hefur almennt lítið um sinn vinnutíma að segja, atvinnurekendur stjórna vinnutímanum mestmegnis. Svo er það hitt að áherslumál stéttarfélaga hafa falist í að tryggja fólki hærri laun og aukinn kaupmátt. Það var ekki vanþörf á en ýmislegt hefur breyst á undanförnum áratugum.Skipting gæðanna Rannsóknir hafa sýnt að með auknum tekjum samfélaga aukast lífsgæði. Þegar vissum punkti er náð hættir það hins vegar að vera raunin, er hér átt við t.d. lífslíkur, félagsleg tengsl, gæði húsakosts og menntunar. Það sem skiptir þá meira máli er hvernig gæðum er skipt innan samfélaganna. Ef samfélag er ríkt og tekjum er mjög misskipt, þá er meira um félagsleg vandamál, svo dæmi sé tekið. Ef skiptingin er jafnari er minna um félagsleg vandamál. Fróðleiksfúsir geta lesið meira um þetta í bókinni The Spirit Level eftir Richard Wilkinson og Kate Pickett. Barátta stéttarfélaganna hefur skilað mörgum hópum bættum kjörum, en vinnutíminn er langur og lítt styttur. En misskipting jókst á undanförnum áratugum, sumir hafa mjög há laun meðan aðrir skrimta. Og misskiptingin felst ekki bara í launum því sumir eru fastir í skuldasúpu sem hrunið og eftirköst þess ýttu undir eða bjuggu til.Breyttar áherslur Stéttarfélögin hafa því mikilvæga hlutverki að gegna að auka lífskjör fólks. Í ljósi þessara breytinga er þörf á breyttum áherslum. Megináherslan ætti nú að felast í að stytta vinnutíma, enda mjög augljós lífsgæðaaukning sem felst í því: Meiri tími gefst með fjölskyldu, vinum og til að sinna áhugamálum. Hin áherslan ætti að felast í að draga úr misskiptingu, einkum með að minnka launabil og berjast fyrir umbótum á lánafyrirkomulagi. Með því að stíga þessi tvö skref má draga úr vinnu og dreifa auðnum, þannig að allir hafi það betra. Lítið hefur heyrst frá stjórnmálaflokkum um styttingu vinnutíma. Íslendingar vinna lengur en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Stjórnmálamenn hafa nú tækifæri á kosningavetri að setja aukin lífsgæði á dagskrána. Til þess að auka lífsgæði hérlendis þurfum við að hætta að einblína á kaupmátt. Það er ekki síður mikilvægt að stytta vinnutímann og draga úr misskiptingunni. Það þarf ekki lengur að strita dag og nótt til að draga björg í bú. Við eigum öll skilið styttri vinnudag, meiri tíma með fjölskyldum og vinum, til að sinna áhugamálum. Það er engin ástæða til þess að fólk komi dauðþreytt heim og eigi þá eftir að sinna húsverkum. Og að þessu ber stéttarfélögunum að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Sumir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í kreppu. Aðrir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í uppsveiflu. Staðreyndin er sú að það er almennt góð hugmynd að stytta vinnutímann. Nokkrar blákaldar staðreyndir: Íslenskt samfélag er mjög efnað, þó svo hér sé hópur fólks sem þurfi að lifa við kjör sem engum ætti að bjóðast. Nóg er til af góðu húsnæði, gott heilbrigðis- og menntakerfi og fá ríki eru eins tæknivædd. Ein ástæða þess að lífsgæði eru mikil á Íslandi er að við höfum yfir vélum að ráða sem geta unnið verkin fyrir okkur í hluta eða heild. Fyrir einni öld var til dæmis róið á opnum bátum til sjós – nú gera menn út á stórum stálskipum, en líka minni bátum í bland. Allt saman er þetta vélknúið. Samt vinnum við mjög mikið. Og raunar hefur vinnudagurinn almennt lítið styst undanfarna áratugi: Árið 2005 var meðalvinnuvikan 42 stundir á viku, en árið 1991 stóð hún í 44 stundum. Milli áranna 1980 og 2008 fækkaði vikulegum vinnustundum aðeins um 1,2 stundir. Og það allt þrátt fyrir sífellt aukna framleiðslu og að vélar létti sífellt verkin. Ástæðan fyrir þessu er í sjálfu sér einföld: Launafólk hefur almennt lítið um sinn vinnutíma að segja, atvinnurekendur stjórna vinnutímanum mestmegnis. Svo er það hitt að áherslumál stéttarfélaga hafa falist í að tryggja fólki hærri laun og aukinn kaupmátt. Það var ekki vanþörf á en ýmislegt hefur breyst á undanförnum áratugum.Skipting gæðanna Rannsóknir hafa sýnt að með auknum tekjum samfélaga aukast lífsgæði. Þegar vissum punkti er náð hættir það hins vegar að vera raunin, er hér átt við t.d. lífslíkur, félagsleg tengsl, gæði húsakosts og menntunar. Það sem skiptir þá meira máli er hvernig gæðum er skipt innan samfélaganna. Ef samfélag er ríkt og tekjum er mjög misskipt, þá er meira um félagsleg vandamál, svo dæmi sé tekið. Ef skiptingin er jafnari er minna um félagsleg vandamál. Fróðleiksfúsir geta lesið meira um þetta í bókinni The Spirit Level eftir Richard Wilkinson og Kate Pickett. Barátta stéttarfélaganna hefur skilað mörgum hópum bættum kjörum, en vinnutíminn er langur og lítt styttur. En misskipting jókst á undanförnum áratugum, sumir hafa mjög há laun meðan aðrir skrimta. Og misskiptingin felst ekki bara í launum því sumir eru fastir í skuldasúpu sem hrunið og eftirköst þess ýttu undir eða bjuggu til.Breyttar áherslur Stéttarfélögin hafa því mikilvæga hlutverki að gegna að auka lífskjör fólks. Í ljósi þessara breytinga er þörf á breyttum áherslum. Megináherslan ætti nú að felast í að stytta vinnutíma, enda mjög augljós lífsgæðaaukning sem felst í því: Meiri tími gefst með fjölskyldu, vinum og til að sinna áhugamálum. Hin áherslan ætti að felast í að draga úr misskiptingu, einkum með að minnka launabil og berjast fyrir umbótum á lánafyrirkomulagi. Með því að stíga þessi tvö skref má draga úr vinnu og dreifa auðnum, þannig að allir hafi það betra. Lítið hefur heyrst frá stjórnmálaflokkum um styttingu vinnutíma. Íslendingar vinna lengur en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Stjórnmálamenn hafa nú tækifæri á kosningavetri að setja aukin lífsgæði á dagskrána. Til þess að auka lífsgæði hérlendis þurfum við að hætta að einblína á kaupmátt. Það er ekki síður mikilvægt að stytta vinnutímann og draga úr misskiptingunni. Það þarf ekki lengur að strita dag og nótt til að draga björg í bú. Við eigum öll skilið styttri vinnudag, meiri tíma með fjölskyldum og vinum, til að sinna áhugamálum. Það er engin ástæða til þess að fólk komi dauðþreytt heim og eigi þá eftir að sinna húsverkum. Og að þessu ber stéttarfélögunum að vinna.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun