Kallað á karla Steinunn Stefánsdóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Heimilisfriður – heimsfriður er yfirskrift árlegs sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem nú er haldið í 22. sinn. Markmið átaksins er að beina sjónum að því að úti um allan heim eru konur drepnar fyrir það eitt að vera konur. Ofbeldi gegn konum er stundum líkt við faraldur enda er talið að konur á aldrinum 15 til 44 ára séu í meiri áhættu vegna nauðgana og heimilisofbeldis en vegna krabbameins, umferðarslysa og malaríu samanlagt. Á hverjum degi lætur til dæmis fjöldi kvenna lífið af völdum heimilisofbeldis og svokallaðra ástríðuglæpa og sæmdarmorða en í báðum síðari orðunum felast jú algerar þversagnir. Sumir velta fyrir sér hvers vegna baráttan gegn ofbeldi er sett í kynjasamhengi eins og gert er í sextán daga átakinu. Karlmenn verði jú líka fyrir ofbeldi sem setji ekki síður mark sitt á líf þeirra en þeirra kvenna sem verða fyrir ofbeldi. Fyrir þessu eru margar ástæður. Í þessu átaki er sjónum sérstaklega beint að konum sem verða fyrir ofbeldi af hálfu karla stöðu sinnar vegna. Litið er til kvenna sem búa í samfélögum þar sem mannréttindi kvenna eru lítil, þar sem í menningu má finna þau viðhorf að konur séu eign karla og feður og eiginmenn hafi hag þeirra og örlög algerlega á valdi sínu. Ekki þarf þó að horfa til annarra heimsálfa til að finna kynbundið ofbeldi. Tölur um komur í Kvennaathvarfið vitna um umfang ofbeldis í nánum samböndum, ofbeldi sem á stundum heldur áfram jafnvel þótt sambandi pars sé lokið. Að sama skapi vitna tölur um heimsóknir til Stígamóta um umfang nauðgunarglæpa sem í yfirgnæfandi fjölda tilvika er ofbeldi karlmanns gagnvart konu. Sextán daga átakið beinist þannig að því að draga fram stóran og breiðan hóp þolenda ofbeldis, konur. Ekki er þó síður mikilvægt að beina átaki gegn ofbeldi að gerendum og að þeim hópi sem hættara er við að verði gerendur með tímanum. Leiðin að því að uppræta ofbeldið hlýtur jú alltaf að vera í gegnum þá sem ofbeldinu beita. Þannig verður að beina sjónum að körlum og drengjum því þótt vissulega beiti konur einnig ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, þá eru karlmenn gerendur í yfirgnæfandi fjölda tilvika bæði þegar ofbeldi beinist gegn konum og körlum. Greina þarf hvers vegna svona margir karlmenn velja að neyta aflsmunar og beita ofbeldi í samskiptum og nota þá þekkingu til að fækka þeim sem beita ofbeldi. Hvað er það í menningu og umhverfi sem veldur? Ekki fæðast drengirnir ofbeldismenn, það er eitthvað sem hefur áhrif á þá á lífsleiðinni. Einnig verður að hafa í huga og vinna með þá staðreynd að þorri karlmanna er ekki ofbeldismenn. Eitthvað hljóta þeir að geta kennt hinum, til dæmis í gegnum jafningjafræðslu. Og þar er kannski kominn kjarni málsins. Karlmenn verða að sýna frumkvæði og taka málin í sínar hendur með miklu afdráttarlausari hætti en þeir hafa hingað til gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Heimilisfriður – heimsfriður er yfirskrift árlegs sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem nú er haldið í 22. sinn. Markmið átaksins er að beina sjónum að því að úti um allan heim eru konur drepnar fyrir það eitt að vera konur. Ofbeldi gegn konum er stundum líkt við faraldur enda er talið að konur á aldrinum 15 til 44 ára séu í meiri áhættu vegna nauðgana og heimilisofbeldis en vegna krabbameins, umferðarslysa og malaríu samanlagt. Á hverjum degi lætur til dæmis fjöldi kvenna lífið af völdum heimilisofbeldis og svokallaðra ástríðuglæpa og sæmdarmorða en í báðum síðari orðunum felast jú algerar þversagnir. Sumir velta fyrir sér hvers vegna baráttan gegn ofbeldi er sett í kynjasamhengi eins og gert er í sextán daga átakinu. Karlmenn verði jú líka fyrir ofbeldi sem setji ekki síður mark sitt á líf þeirra en þeirra kvenna sem verða fyrir ofbeldi. Fyrir þessu eru margar ástæður. Í þessu átaki er sjónum sérstaklega beint að konum sem verða fyrir ofbeldi af hálfu karla stöðu sinnar vegna. Litið er til kvenna sem búa í samfélögum þar sem mannréttindi kvenna eru lítil, þar sem í menningu má finna þau viðhorf að konur séu eign karla og feður og eiginmenn hafi hag þeirra og örlög algerlega á valdi sínu. Ekki þarf þó að horfa til annarra heimsálfa til að finna kynbundið ofbeldi. Tölur um komur í Kvennaathvarfið vitna um umfang ofbeldis í nánum samböndum, ofbeldi sem á stundum heldur áfram jafnvel þótt sambandi pars sé lokið. Að sama skapi vitna tölur um heimsóknir til Stígamóta um umfang nauðgunarglæpa sem í yfirgnæfandi fjölda tilvika er ofbeldi karlmanns gagnvart konu. Sextán daga átakið beinist þannig að því að draga fram stóran og breiðan hóp þolenda ofbeldis, konur. Ekki er þó síður mikilvægt að beina átaki gegn ofbeldi að gerendum og að þeim hópi sem hættara er við að verði gerendur með tímanum. Leiðin að því að uppræta ofbeldið hlýtur jú alltaf að vera í gegnum þá sem ofbeldinu beita. Þannig verður að beina sjónum að körlum og drengjum því þótt vissulega beiti konur einnig ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, þá eru karlmenn gerendur í yfirgnæfandi fjölda tilvika bæði þegar ofbeldi beinist gegn konum og körlum. Greina þarf hvers vegna svona margir karlmenn velja að neyta aflsmunar og beita ofbeldi í samskiptum og nota þá þekkingu til að fækka þeim sem beita ofbeldi. Hvað er það í menningu og umhverfi sem veldur? Ekki fæðast drengirnir ofbeldismenn, það er eitthvað sem hefur áhrif á þá á lífsleiðinni. Einnig verður að hafa í huga og vinna með þá staðreynd að þorri karlmanna er ekki ofbeldismenn. Eitthvað hljóta þeir að geta kennt hinum, til dæmis í gegnum jafningjafræðslu. Og þar er kannski kominn kjarni málsins. Karlmenn verða að sýna frumkvæði og taka málin í sínar hendur með miklu afdráttarlausari hætti en þeir hafa hingað til gert.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun