Helstu átakamál samfélagsins má rekja til íslensku krónunnar 7. desember 2012 06:00 Upphrópanir um reikningaskil milli kynslóða eru ekki nýlunda á Íslandi. Meðal þess sem rætt hefur verið um í því sambandi er kynslóðin sem fékk lánin sín að gjöf, þ.e. að þeir sem voru í réttum stjórnmálaflokkum á árunum fyrir verðtryggingu gátu margir hverjir fengið óverðtryggð „lán“ til kaupa á íbúð sem þeir þurftu aldrei að borga til baka nema að óverulegu leyti, þar sem verðbólgan sá um að gera lánin verðlaus áður en þau voru að fullu greidd. Nefna má „Sigtúnshópinn“ sem kom fram í byrjun níunda áratugarins þegar fyrst opinberuðust, eftir að verðtrygging var heimiluð 1978, þau vandkvæði sem stafa af því þegar misgengi verður milli lánskjara og launa. Þá, eins og nú, var minnt á kynslóðina á undan sem ekki þurfti að greiða lánin sín til baka nema að litlu leyti. Einnig má minna á baráttu námsmanna, um miðjan áttunda áratuginn, fyrir verðtryggingu námslána sem var fyrst og fremst barátta fyrir því að fjármunir fengjust í Lánasjóð námsmanna og fleirum yrði gert kleift að stunda nám. Ekki hvarflaði að neinum að þau lán ættu að vera gjafir til námsmanna. Lánin árin á undan voru óverðtryggð með 3% föstum vöxtum.Notum kraftana í uppbyggilegri viðfangsefni Eitt eiga þessi misklíðarefni öll sameiginlegt; alltaf er verið að takast á við afleiðingar sem rekja má beint til íslensku krónunnar og þeirrar hagstjórnar sem hún endurspeglar. Meðan við höfum gjaldmiðil sem er alltaf afgangsstærð í hagstjórn, þ.e. stærð sem er látin gefa eftir þegar hagstjórnin hefur reynst stjórnmálamönnunum ofviða, þá verður krónan í senn orsök og afleiðing lélegrar hagstjórnar. Það jákvæða sem gæti mögulega komið út úr slíkri kynslóðatogstreitu, líkt og þeirri sem nú er uppi, væri ef við berum gæfu til að leita leiða til að losna við orsök deilnanna, íslensku krónuna. Hvað mundum við, sem meðlimir í einhverjum félagsskap, gera ef við stæðum frammi fyrir slíkum friðarspilli með reglulegu millibili? Mundum við ekki leita leiða sem myndu losa okkur undan því að þurfa að eyða kröftunum í jafn miður skemmtileg viðfangsefni? Í öllum venjulegum samtökum hlytum við að spyrja okkur hvort ekki væri til félagsskapur sem við gætum átt aðild að, þar sem búið væri að leysa þau vandamál sem rekja má til íslensku krónunnar og við gætum snúið okkur að öðrum og uppbyggilegri verkefnum. Umræða um mun kynslóðanna skilar okkur litlu til framtíðar og þessi umræða spinnst öll vegna þeirrar markleysu sem íslenska krónan er. Meðal þeirra skilyrða sem gjaldmiðlar þurfa að uppfylla til að geta talist þjóna hlutverki sínu er að gjaldmiðill þarf bæði að vera áreiðanleg mælieining og ekki síður leið til að geyma verðmæti. Hvorugt þessara skilyrða uppfyllir íslenska krónan. Gjaldmiðlar rísa undir nafni þegar þeir ýta undir ráðdeild og hagsýni og notendur þeirra fá notið erfiðis síns og fórna. Gjaldmiðill er því aðeins raunverulegur að ekki sé reglulega sagt við okkur „allt í plati“ og allar áætlanir um sparnað eða fjárfestingar hrynja vegna hins síbreytilega verðmætis hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Upphrópanir um reikningaskil milli kynslóða eru ekki nýlunda á Íslandi. Meðal þess sem rætt hefur verið um í því sambandi er kynslóðin sem fékk lánin sín að gjöf, þ.e. að þeir sem voru í réttum stjórnmálaflokkum á árunum fyrir verðtryggingu gátu margir hverjir fengið óverðtryggð „lán“ til kaupa á íbúð sem þeir þurftu aldrei að borga til baka nema að óverulegu leyti, þar sem verðbólgan sá um að gera lánin verðlaus áður en þau voru að fullu greidd. Nefna má „Sigtúnshópinn“ sem kom fram í byrjun níunda áratugarins þegar fyrst opinberuðust, eftir að verðtrygging var heimiluð 1978, þau vandkvæði sem stafa af því þegar misgengi verður milli lánskjara og launa. Þá, eins og nú, var minnt á kynslóðina á undan sem ekki þurfti að greiða lánin sín til baka nema að litlu leyti. Einnig má minna á baráttu námsmanna, um miðjan áttunda áratuginn, fyrir verðtryggingu námslána sem var fyrst og fremst barátta fyrir því að fjármunir fengjust í Lánasjóð námsmanna og fleirum yrði gert kleift að stunda nám. Ekki hvarflaði að neinum að þau lán ættu að vera gjafir til námsmanna. Lánin árin á undan voru óverðtryggð með 3% föstum vöxtum.Notum kraftana í uppbyggilegri viðfangsefni Eitt eiga þessi misklíðarefni öll sameiginlegt; alltaf er verið að takast á við afleiðingar sem rekja má beint til íslensku krónunnar og þeirrar hagstjórnar sem hún endurspeglar. Meðan við höfum gjaldmiðil sem er alltaf afgangsstærð í hagstjórn, þ.e. stærð sem er látin gefa eftir þegar hagstjórnin hefur reynst stjórnmálamönnunum ofviða, þá verður krónan í senn orsök og afleiðing lélegrar hagstjórnar. Það jákvæða sem gæti mögulega komið út úr slíkri kynslóðatogstreitu, líkt og þeirri sem nú er uppi, væri ef við berum gæfu til að leita leiða til að losna við orsök deilnanna, íslensku krónuna. Hvað mundum við, sem meðlimir í einhverjum félagsskap, gera ef við stæðum frammi fyrir slíkum friðarspilli með reglulegu millibili? Mundum við ekki leita leiða sem myndu losa okkur undan því að þurfa að eyða kröftunum í jafn miður skemmtileg viðfangsefni? Í öllum venjulegum samtökum hlytum við að spyrja okkur hvort ekki væri til félagsskapur sem við gætum átt aðild að, þar sem búið væri að leysa þau vandamál sem rekja má til íslensku krónunnar og við gætum snúið okkur að öðrum og uppbyggilegri verkefnum. Umræða um mun kynslóðanna skilar okkur litlu til framtíðar og þessi umræða spinnst öll vegna þeirrar markleysu sem íslenska krónan er. Meðal þeirra skilyrða sem gjaldmiðlar þurfa að uppfylla til að geta talist þjóna hlutverki sínu er að gjaldmiðill þarf bæði að vera áreiðanleg mælieining og ekki síður leið til að geyma verðmæti. Hvorugt þessara skilyrða uppfyllir íslenska krónan. Gjaldmiðlar rísa undir nafni þegar þeir ýta undir ráðdeild og hagsýni og notendur þeirra fá notið erfiðis síns og fórna. Gjaldmiðill er því aðeins raunverulegur að ekki sé reglulega sagt við okkur „allt í plati“ og allar áætlanir um sparnað eða fjárfestingar hrynja vegna hins síbreytilega verðmætis hans.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar