Víti í Eyjum og bækur Ragnars í sjónvarpið [email protected] skrifar 20. desember 2012 09:00 samningurinn í höfn Gunnar Helgason ásamt Kristni Þórðarsyni hjá Sagafilm þegar samningurinn var í höfn. Sagafilm og Þorvaldur Davíð ætla einnig í samstarf. fréttablaðið/vilhelm Sagafilm hefur keypt sjónvarpsþáttaréttinn að barnabókinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason. Gerðir verða tíu til tólf þættir sem byggja á bókinni. „Okkur fannst þetta mjög fín bók. Við höfum lengi verið að leita að barna- og unglingaefni. Þegar við lásum þessa bók fannst okkur allt smella saman," segir Kristinn Þórðarson, yfirmaður framleiðslu á leiknu efni hjá Sagafilm. Víti í Vestmannaeyjum er fyrsta bókin í bókaflokki um Jón Jónsson, Eivöru, Ívar og Skúla og gerist á Shellmótinu í Vestmannaeyjum. Hún var önnur mest selda barnabókin á síðasta ári. Önnur bókin í flokknum, Aukaspyrna á Akureyri, er mest selda barnabókin á Íslandi fyrir þessi jólin. Þættirnir verða að mestu leyti teknir upp í Vestmannaeyjum og hugsanlega á Shellmótinu sem er haldið í bænum á hverju sumri. Gunnar Helgason mun sjálfur fara fyrir handritsteymi sem á eftir að setja saman. Stefnt er að tökum sumarið 2014. Spurður segir Kristinn að möguleikinn á að gera þætti úr Aukaspyrnu á Akureyri sé einnig fyrir hendi. „Við höfum áhuga og hann segist ætla að skrifa eina eða tvær bækur í viðbót. En við byrjum á þessari og sjáum svo til." Sagafilm hefur einnig gengið til liðs við leikarann Þorvald Davíð Kristjánsson um gerð sjónvarpsþátta sem verða byggðir á glæpasögum Ragnars Jónassonar. Fyrr í haust var tilkynnt að Þorvaldur Davíð hefði keypt kvikmyndaréttinn að Snjóblindu Ragnars. Nú hefur hann tryggt sér, ásamt Sagafilm, réttinn á seinni bókum Ragnars um lögreglumanninn Ara Þór, Myrknætti og Rofi. Bækurnar þrjár gerast allar á Siglufirði og sú nýjasta, Rof, gerist einnig í eyðifirðinum Héðinsfirði. Sagafilm og Þorvaldur Davíð hafa jafnframt fengið heimild til að framleiða sjálfstæða þætti byggða á persónu Ara Þórs. „Við höfum starfað mikið með Þorvaldi og okkur líst mjög vel á þetta verkefni. Mér finnst þetta vera spennandi bækur og ekki skemmir fyrir að fá Þorvald í aðalhlutverkið," segir Kristinn. Handritaskrif hefjast á næsta ári og er stefnt á framleiðslu veturinn 2014 eða 2015. Lífið Menning Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Sagafilm hefur keypt sjónvarpsþáttaréttinn að barnabókinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason. Gerðir verða tíu til tólf þættir sem byggja á bókinni. „Okkur fannst þetta mjög fín bók. Við höfum lengi verið að leita að barna- og unglingaefni. Þegar við lásum þessa bók fannst okkur allt smella saman," segir Kristinn Þórðarson, yfirmaður framleiðslu á leiknu efni hjá Sagafilm. Víti í Vestmannaeyjum er fyrsta bókin í bókaflokki um Jón Jónsson, Eivöru, Ívar og Skúla og gerist á Shellmótinu í Vestmannaeyjum. Hún var önnur mest selda barnabókin á síðasta ári. Önnur bókin í flokknum, Aukaspyrna á Akureyri, er mest selda barnabókin á Íslandi fyrir þessi jólin. Þættirnir verða að mestu leyti teknir upp í Vestmannaeyjum og hugsanlega á Shellmótinu sem er haldið í bænum á hverju sumri. Gunnar Helgason mun sjálfur fara fyrir handritsteymi sem á eftir að setja saman. Stefnt er að tökum sumarið 2014. Spurður segir Kristinn að möguleikinn á að gera þætti úr Aukaspyrnu á Akureyri sé einnig fyrir hendi. „Við höfum áhuga og hann segist ætla að skrifa eina eða tvær bækur í viðbót. En við byrjum á þessari og sjáum svo til." Sagafilm hefur einnig gengið til liðs við leikarann Þorvald Davíð Kristjánsson um gerð sjónvarpsþátta sem verða byggðir á glæpasögum Ragnars Jónassonar. Fyrr í haust var tilkynnt að Þorvaldur Davíð hefði keypt kvikmyndaréttinn að Snjóblindu Ragnars. Nú hefur hann tryggt sér, ásamt Sagafilm, réttinn á seinni bókum Ragnars um lögreglumanninn Ara Þór, Myrknætti og Rofi. Bækurnar þrjár gerast allar á Siglufirði og sú nýjasta, Rof, gerist einnig í eyðifirðinum Héðinsfirði. Sagafilm og Þorvaldur Davíð hafa jafnframt fengið heimild til að framleiða sjálfstæða þætti byggða á persónu Ara Þórs. „Við höfum starfað mikið með Þorvaldi og okkur líst mjög vel á þetta verkefni. Mér finnst þetta vera spennandi bækur og ekki skemmir fyrir að fá Þorvald í aðalhlutverkið," segir Kristinn. Handritaskrif hefjast á næsta ári og er stefnt á framleiðslu veturinn 2014 eða 2015.
Lífið Menning Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið