Ári síðar Þórður Snær Júlíusson skrifar 28. desember 2012 06:00 Á þessum stað fyrir einu ári voru Íslendingar boðnir velkomnir í bóluna. Þar var því haldið fram að þar sem nóg væri til af peningum á Íslandi, læstum inni í gjaldeyrishöftum, sem þrá að leita í betri ávöxtun yrði eftirspurn eftir fjárfestingum meiri en framboðið. Orðrétt sagði að ?afleiðingin er sú að þrýstingur sem skapast vegna skorts á fjárfestingatækifærum hækkar einn og sér virði eignanna. Undirliggjandi verðmæti þeirra hættir að skipta máli?. Óhætt er að fullyrða að þetta hafi orðið raunin. Á hlutabréfamarkaði hafa til að mynda öll nýskráð félög, og þau sem hafa ráðist í umtalsverðar hlutafjáraukningar, hækkað gríðarlega. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað um 230 prósent. Hagar, sem var skráð á markað í desember í fyrra, hefur hækkað um 67 prósent. Fasteignafélagið Reginn, sem skráð var á markað í júlí, um 33 prósent. Bréf í Eimskip, sem voru tekin til viðskipta í síðasta mánuði, hafa þegar hækkað um 10,6 prósent. Fasteignaverð hækkarAf umræðunni um nauðsyn skuldaniðurfellinga og leiðréttingar á forsendubresti á fasteignamarkaði mætti ráða að fáir ef einhverjir af yngri kynslóð Íslendinga hefðu ráð og rúm til að kaupa sér fasteign. Samt sem áður hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs, hækkað um 6,3 prósent á einu ári. Kaupsamningum á fasteignamarkaði á sama svæði hefur fjölgað um 18,5 prósent frá því í fyrra og velta aukist um 33,6 prósent á sama tímabili. Vísitala leiguverðs hefur hækkað um 7,8 prósent frá því í nóvember 2011. Allar hagspár virðast sammála um að fram undan sé umtalsverð raunaukning á virði fasteigna næstu misserin. Höftin fest í sessiSkuldabréf á gömlu íslensku bankanna virðast líka vera orðin hin prýðilegasta fjárfesting við þær aðstæður sem búið er að sníða þeim. Í lok síðasta sumars hafði hluti þeirra hækkað um 20 prósent á árinu. Þegar sú upphæð er sett í samhengi við þær þúsundir milljarða króna sem eru í þrotabúum bankanna er ljóst að um gríðarlega upphæð er að ræða. Handbremsan sem sett hefur verið á gagnvart nauðasamningum þeirra á undanförnum vikum og mánuðum og umræða um eigendur skuldabréfanna í fjölmiðlum hefur orðið til þess að gengi skuldabréfanna hefur lækkað. Það hefur samt sem áður hækkað um tíu prósent á árinu 2012. Búast má við því að háar upphæðir muni sitja eftir hér innan hafta um ófyrirséða framtíð. Þær upphæðir munu óumflýjanlega leita í innlenda ávöxtun. Og höftin eru ekkert að fara. Nú virðist enda hafa myndast þverpólitísk sátt um að þau verði við lýði um óákveðinn tíma. Að þau verði opin í annan endann. Samtímis festist bólan, sem blásið var kröftuglega í á árinu 2012, rækilega í sessi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun
Á þessum stað fyrir einu ári voru Íslendingar boðnir velkomnir í bóluna. Þar var því haldið fram að þar sem nóg væri til af peningum á Íslandi, læstum inni í gjaldeyrishöftum, sem þrá að leita í betri ávöxtun yrði eftirspurn eftir fjárfestingum meiri en framboðið. Orðrétt sagði að ?afleiðingin er sú að þrýstingur sem skapast vegna skorts á fjárfestingatækifærum hækkar einn og sér virði eignanna. Undirliggjandi verðmæti þeirra hættir að skipta máli?. Óhætt er að fullyrða að þetta hafi orðið raunin. Á hlutabréfamarkaði hafa til að mynda öll nýskráð félög, og þau sem hafa ráðist í umtalsverðar hlutafjáraukningar, hækkað gríðarlega. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað um 230 prósent. Hagar, sem var skráð á markað í desember í fyrra, hefur hækkað um 67 prósent. Fasteignafélagið Reginn, sem skráð var á markað í júlí, um 33 prósent. Bréf í Eimskip, sem voru tekin til viðskipta í síðasta mánuði, hafa þegar hækkað um 10,6 prósent. Fasteignaverð hækkarAf umræðunni um nauðsyn skuldaniðurfellinga og leiðréttingar á forsendubresti á fasteignamarkaði mætti ráða að fáir ef einhverjir af yngri kynslóð Íslendinga hefðu ráð og rúm til að kaupa sér fasteign. Samt sem áður hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs, hækkað um 6,3 prósent á einu ári. Kaupsamningum á fasteignamarkaði á sama svæði hefur fjölgað um 18,5 prósent frá því í fyrra og velta aukist um 33,6 prósent á sama tímabili. Vísitala leiguverðs hefur hækkað um 7,8 prósent frá því í nóvember 2011. Allar hagspár virðast sammála um að fram undan sé umtalsverð raunaukning á virði fasteigna næstu misserin. Höftin fest í sessiSkuldabréf á gömlu íslensku bankanna virðast líka vera orðin hin prýðilegasta fjárfesting við þær aðstæður sem búið er að sníða þeim. Í lok síðasta sumars hafði hluti þeirra hækkað um 20 prósent á árinu. Þegar sú upphæð er sett í samhengi við þær þúsundir milljarða króna sem eru í þrotabúum bankanna er ljóst að um gríðarlega upphæð er að ræða. Handbremsan sem sett hefur verið á gagnvart nauðasamningum þeirra á undanförnum vikum og mánuðum og umræða um eigendur skuldabréfanna í fjölmiðlum hefur orðið til þess að gengi skuldabréfanna hefur lækkað. Það hefur samt sem áður hækkað um tíu prósent á árinu 2012. Búast má við því að háar upphæðir muni sitja eftir hér innan hafta um ófyrirséða framtíð. Þær upphæðir munu óumflýjanlega leita í innlenda ávöxtun. Og höftin eru ekkert að fara. Nú virðist enda hafa myndast þverpólitísk sátt um að þau verði við lýði um óákveðinn tíma. Að þau verði opin í annan endann. Samtímis festist bólan, sem blásið var kröftuglega í á árinu 2012, rækilega í sessi.