Bankarnir björguðu of mörgum fyrirtækjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. janúar 2013 22:42 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að eftir hrunið hafi bankarnir haldið of mörgum fyrirtækjum í rekstri sem ekki voru lífvænleg og hefðu frekar átt að fara í gjaldþrot. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitð er nú að rannsaka eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði. Mjög mörg fyrirtæki runnu í faðm bankanna vegna erfðrar skuldastöðu eftir hrunið. Í mörgum tilvikum héldu bankarnir lengi á fyrirtækjunum eftir að skuldir höfðu verið afskrifaðar og eigendur fyrirtækja sem voru í samkeppni við þessi félög kvörtuðu sáran undan því að leikurinn væri ójafn. Hér má rifja upp Pennan, en Arion banki átti það fyrirtæki í næstum tvö ár áður en það var selt. Þá má nefna Heklu og dæmin eru fleiri. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftir á að hyggja hafi bankarnir rekið of mörg fyrirtæki sem hefðu átt að fara í gjaldþrot, en Páll Gunnar er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Auðvitað er erfitt að meta þetta í mörgum tilvikum. Ég hugsa eftir á að hyggja að bankarnir hafi bjargað fullmörgum fyrirtækjum. Það hefði verið betra að horfast í augu við vandann fyrr og láta fleiri fyrirtæki fara í þrot," segir Páll. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitið rannsakar nú eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði, en smærri bjórframleiðendur kvörtuðu yfir meintum samkeppnisbrotum Ölgerðarinnar og Vífilfells. M.a vegna einkakaupsamninga sem fela í sér að það er verið að binda viðskiptavini, þ.e veitingahús, til langs tíma, sem skapar aðgangshindranir fyrir smærri keppinauta. „Einkakaupasamningar af þessu tagi geta bæði falið í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu en geta líka verið brot á banni við samráði. Ýmsir starfshættir á þessum markaði gefa manni grunsemdir um að það sé rétt sem litlu bjórframleiðendurnir segja að það séu aðgangshindranir á markaðnum," segir Páll.Hér má nálgast viðtalið við Pál í heild sinni. Klinkið Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að eftir hrunið hafi bankarnir haldið of mörgum fyrirtækjum í rekstri sem ekki voru lífvænleg og hefðu frekar átt að fara í gjaldþrot. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitð er nú að rannsaka eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði. Mjög mörg fyrirtæki runnu í faðm bankanna vegna erfðrar skuldastöðu eftir hrunið. Í mörgum tilvikum héldu bankarnir lengi á fyrirtækjunum eftir að skuldir höfðu verið afskrifaðar og eigendur fyrirtækja sem voru í samkeppni við þessi félög kvörtuðu sáran undan því að leikurinn væri ójafn. Hér má rifja upp Pennan, en Arion banki átti það fyrirtæki í næstum tvö ár áður en það var selt. Þá má nefna Heklu og dæmin eru fleiri. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftir á að hyggja hafi bankarnir rekið of mörg fyrirtæki sem hefðu átt að fara í gjaldþrot, en Páll Gunnar er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Auðvitað er erfitt að meta þetta í mörgum tilvikum. Ég hugsa eftir á að hyggja að bankarnir hafi bjargað fullmörgum fyrirtækjum. Það hefði verið betra að horfast í augu við vandann fyrr og láta fleiri fyrirtæki fara í þrot," segir Páll. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitið rannsakar nú eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði, en smærri bjórframleiðendur kvörtuðu yfir meintum samkeppnisbrotum Ölgerðarinnar og Vífilfells. M.a vegna einkakaupsamninga sem fela í sér að það er verið að binda viðskiptavini, þ.e veitingahús, til langs tíma, sem skapar aðgangshindranir fyrir smærri keppinauta. „Einkakaupasamningar af þessu tagi geta bæði falið í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu en geta líka verið brot á banni við samráði. Ýmsir starfshættir á þessum markaði gefa manni grunsemdir um að það sé rétt sem litlu bjórframleiðendurnir segja að það séu aðgangshindranir á markaðnum," segir Páll.Hér má nálgast viðtalið við Pál í heild sinni.
Klinkið Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira