Bjarni Ben: Á ekki von á því að tillögurnar verði samþykktar Magnús Halldórsson skrifar 30. janúar 2013 22:08 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki vera tímabært að skipta um mynt hér á landi, þ.e. að kasta krónunni og taka upp alþjóðlega mynt. Hann segir brýnna að ná fyrst tökum á ríkisfjármálunum, eyða fjárlagahallanum og koma á meiri stöðugleika í efnahagslífinu. „Ég tel að það sé alveg sjálfsagt mál að ræða um framtíð gjaldmiðilsins, en ég tel það alls ekki tímabært að við Íslendingar hefjum undirbúning að því að skipta um gjaldmiðil [...] Ég tel sjálfur að landsfundur muni ekki samþykkja þessar tillögur, en það er sjálfsagt mál að taka um þetta umræðu." Samkvæmt drögum að tillögum um efnahags- og viðskiptamál, fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer 21. til 24. febrúar, verður afnám gjaldeyrishafta gert að forgangsmáli, og það með upptöku alþjóðlegrar myntar, og þar með yrði krónan aflögð, henni kastað eins og það er stundum nefnt. Einkum er horft til þess að skoða upptöku Bandaríkjadals og Kanadadals, að því er segir í tillögunum, sem birtar voru á vefsvæði Sjálfstæðisflokksins í morgun. Orðrétt segir í tillögunum: „Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framatíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna áalheimsmarkaði. Nú, fimm árum eftir að gjaldeyrishöft voru sett á „til bráðabirgða" og engin trúverðug lausn hefur verið sett fram um afnám þeirra, er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn taki forystu um að kannaðir verði til þrautar allir möguleikar fyrir Ísland í gjaldeyrismálum. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn. Til þess að svo megi vera telur landsfundur rétt að hafist verði handa við undirbúning um að taka í notkun alþjóðlega mynt á Íslandi í stað íslensku krónunnar. Alþjóðlegar myntir sem til greina gætu komið fyrir Ísland eru meðal annars Bandaríkjadalur, evra, Sterlingspund, norsk króna og Kanadadollar. Landsfundur telur eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn kanni sérstaklega þau kjör og valkosti sem bjóðast við upptöku Kanadadollars og Bandaríkjadals." Þá kemur einnig fram listi yfir mál sem ættu að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum í apríl nk., í ríkisstjórn ef Sjálfstæðisflokkurinn mun eiga aðild að henni. Sá listi er eftirfarandi: „1. Að stuðla að því að Íslendingar eigi greiðan aðgang að alþjóðlegum markaði. 2. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. 3. Að hemja útgjöld ríkisins, lækka skatta og endurskoða bótakerfi. 4. Að draga mjög úr vægi verðtryggingar. 5. Að koma til móts við þau heimili sem eignuðust húsnæði á árunum 2006-2008 með raunhæfum kostum til skuldalækkunar. 6. Að stuðla að því að neytendur á Íslandi njóti góðs af alþjóðlegri samkeppni. 7. Að skapa skynsamlegra umhverfi um rekstur fjármálastofnana. 8. Að ljúka skiptum á þrotabúum föllnu bankanna á sanngjarnan hátt en gæta hagsmuna Íslands í hvívetna. 9. Að líta til fleiri kosta en stóriðju um nýtingu á orkuauðlindinni og selja hluta af Landsvirkjun. 10. Að verja eignarréttinn, grundvöll verðmætasköpunar." Sjá má drög að tillögum um efnahag- og viðskiptamál fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins hér. Kosningar 2013 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki vera tímabært að skipta um mynt hér á landi, þ.e. að kasta krónunni og taka upp alþjóðlega mynt. Hann segir brýnna að ná fyrst tökum á ríkisfjármálunum, eyða fjárlagahallanum og koma á meiri stöðugleika í efnahagslífinu. „Ég tel að það sé alveg sjálfsagt mál að ræða um framtíð gjaldmiðilsins, en ég tel það alls ekki tímabært að við Íslendingar hefjum undirbúning að því að skipta um gjaldmiðil [...] Ég tel sjálfur að landsfundur muni ekki samþykkja þessar tillögur, en það er sjálfsagt mál að taka um þetta umræðu." Samkvæmt drögum að tillögum um efnahags- og viðskiptamál, fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer 21. til 24. febrúar, verður afnám gjaldeyrishafta gert að forgangsmáli, og það með upptöku alþjóðlegrar myntar, og þar með yrði krónan aflögð, henni kastað eins og það er stundum nefnt. Einkum er horft til þess að skoða upptöku Bandaríkjadals og Kanadadals, að því er segir í tillögunum, sem birtar voru á vefsvæði Sjálfstæðisflokksins í morgun. Orðrétt segir í tillögunum: „Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framatíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna áalheimsmarkaði. Nú, fimm árum eftir að gjaldeyrishöft voru sett á „til bráðabirgða" og engin trúverðug lausn hefur verið sett fram um afnám þeirra, er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn taki forystu um að kannaðir verði til þrautar allir möguleikar fyrir Ísland í gjaldeyrismálum. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn. Til þess að svo megi vera telur landsfundur rétt að hafist verði handa við undirbúning um að taka í notkun alþjóðlega mynt á Íslandi í stað íslensku krónunnar. Alþjóðlegar myntir sem til greina gætu komið fyrir Ísland eru meðal annars Bandaríkjadalur, evra, Sterlingspund, norsk króna og Kanadadollar. Landsfundur telur eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn kanni sérstaklega þau kjör og valkosti sem bjóðast við upptöku Kanadadollars og Bandaríkjadals." Þá kemur einnig fram listi yfir mál sem ættu að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum í apríl nk., í ríkisstjórn ef Sjálfstæðisflokkurinn mun eiga aðild að henni. Sá listi er eftirfarandi: „1. Að stuðla að því að Íslendingar eigi greiðan aðgang að alþjóðlegum markaði. 2. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. 3. Að hemja útgjöld ríkisins, lækka skatta og endurskoða bótakerfi. 4. Að draga mjög úr vægi verðtryggingar. 5. Að koma til móts við þau heimili sem eignuðust húsnæði á árunum 2006-2008 með raunhæfum kostum til skuldalækkunar. 6. Að stuðla að því að neytendur á Íslandi njóti góðs af alþjóðlegri samkeppni. 7. Að skapa skynsamlegra umhverfi um rekstur fjármálastofnana. 8. Að ljúka skiptum á þrotabúum föllnu bankanna á sanngjarnan hátt en gæta hagsmuna Íslands í hvívetna. 9. Að líta til fleiri kosta en stóriðju um nýtingu á orkuauðlindinni og selja hluta af Landsvirkjun. 10. Að verja eignarréttinn, grundvöll verðmætasköpunar." Sjá má drög að tillögum um efnahag- og viðskiptamál fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins hér.
Kosningar 2013 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira