Skyggnst inn í heim fatahönnuða á HönnunarMars Þórhildiur Þorkelsdóttir skrifar 13. mars 2013 09:30 Fatahönnunarfélag Íslands frumsýnir myndbandsverkið Íslenskir fatahönnuðir – Á bak við tjöldin, næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 20.30. Verkið er unnið út frá sýningu félagsins á HönnunarMars í fyrra og veitir okkur djúpa innsýn inn í heim fimm íslenskra fatahönnuða.Þórey Björk Halldórsdóttir, framleiðandi myndarinnar, segir að það sé spennandi að skyggnast á bak við tjöldin hjá íslenskum fatahönnuðum, þar sé nefnilega ekki allt sem sýnist. „Myndin er unnin út frá verkinu sem Fatahönnunarfélagið var með á HönnunarMars í fyrra sem hét Á bak við tjöldin – frá hugmynd að veruleika. Þar var allt fatahönnunarferlið skoðað frá byrjun til enda, en ýmislegt í ferlinu kemur fólki á óvart, þar sem neytandinn er vanur að sjá bara lokaútgáfuna af flíkinni. Í myndinni fær áhorfandinn góða mynd af fatahönnunarbransanum á Íslandi og hvernig hann gengur fyrir sig, bæði góðu og slæmu hliðarnar."Margt sem fer fram á bak við tjöldin í fatahönnuninni getur komið fólki á óvart.Þórey segir mikla grósku vera í fatahönnuninni núna. „Það er ákveðinn suðupunktur í fatahönnuninni hér á Íslandi einmitt núna og næstu fimm árin verða mjög spennandi. Á síðustu sex til sjö árum hafa gerst virkilega skemmtilegir hlutir hjá mörgum hönnuðum sem fara ört stækkandi. Fatahönnuðir dagsins í dag eru í raun að skapa tískuheiminn og markaðinn hérna heima. Faggreinin er ung og það verður spennandi að sjá hvað verður", segir Þórey að lokum, en hún ásamt góðu teymi hyggjast fylgja myndinni eftir og halda áfram að fylgjast með íslenskum fatahönnuðum á uppleið næstu mánuði.Myndin verður frumsýnd á eftri hæð ATMO kl 20.30 á fimmtudagskvöldið og eru allir velkomnir. Hún mun svo rúlla áfram yfir helgina á opnunartíma ATMO. Meira hér.Fatahönnuðurinn Þórey Björk Halldórsdóttir framleiðir myndina.ELLA - Elínrós Líndal er ein þeirra fimm fatahönnuða sem koma fram í myndinni. HönnunarMars Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Fatahönnunarfélag Íslands frumsýnir myndbandsverkið Íslenskir fatahönnuðir – Á bak við tjöldin, næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 20.30. Verkið er unnið út frá sýningu félagsins á HönnunarMars í fyrra og veitir okkur djúpa innsýn inn í heim fimm íslenskra fatahönnuða.Þórey Björk Halldórsdóttir, framleiðandi myndarinnar, segir að það sé spennandi að skyggnast á bak við tjöldin hjá íslenskum fatahönnuðum, þar sé nefnilega ekki allt sem sýnist. „Myndin er unnin út frá verkinu sem Fatahönnunarfélagið var með á HönnunarMars í fyrra sem hét Á bak við tjöldin – frá hugmynd að veruleika. Þar var allt fatahönnunarferlið skoðað frá byrjun til enda, en ýmislegt í ferlinu kemur fólki á óvart, þar sem neytandinn er vanur að sjá bara lokaútgáfuna af flíkinni. Í myndinni fær áhorfandinn góða mynd af fatahönnunarbransanum á Íslandi og hvernig hann gengur fyrir sig, bæði góðu og slæmu hliðarnar."Margt sem fer fram á bak við tjöldin í fatahönnuninni getur komið fólki á óvart.Þórey segir mikla grósku vera í fatahönnuninni núna. „Það er ákveðinn suðupunktur í fatahönnuninni hér á Íslandi einmitt núna og næstu fimm árin verða mjög spennandi. Á síðustu sex til sjö árum hafa gerst virkilega skemmtilegir hlutir hjá mörgum hönnuðum sem fara ört stækkandi. Fatahönnuðir dagsins í dag eru í raun að skapa tískuheiminn og markaðinn hérna heima. Faggreinin er ung og það verður spennandi að sjá hvað verður", segir Þórey að lokum, en hún ásamt góðu teymi hyggjast fylgja myndinni eftir og halda áfram að fylgjast með íslenskum fatahönnuðum á uppleið næstu mánuði.Myndin verður frumsýnd á eftri hæð ATMO kl 20.30 á fimmtudagskvöldið og eru allir velkomnir. Hún mun svo rúlla áfram yfir helgina á opnunartíma ATMO. Meira hér.Fatahönnuðurinn Þórey Björk Halldórsdóttir framleiðir myndina.ELLA - Elínrós Líndal er ein þeirra fimm fatahönnuða sem koma fram í myndinni.
HönnunarMars Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið