Píratar og Regnboginn með hæsta hlutfall jákvæðra frétta Helga Arnardóttir skrifar 25. apríl 2013 16:05 Píratar og Regnboginn fá jákvæðustu umfjöllunina. Píratar og Regnboginn eru með hæsta hlutfall jákvæðra frétta sem fluttar hafa verið af kosningunum undanfarna tvo mánuði samkvæmt úttekt Fjölmiðlavaktarinnar. Framsóknarflokkur kemur þar næst á eftir. Fjölmiðlavaktin hefur fylgst með fréttaflutningi í aðdraganda kosninganna í ljósvaka, prent- og netmiðlum og tekið saman allar fréttir sem hafa verið fluttar af flokkunum sem bjóða nú fram til Alþingis. Fréttirnar voru fluttar á tímabilinu frá fyrsta mars til 23.apríl. Lagt var mat á hverja frétt sem flutt hefur verið um hvert framboð og þær flokkaðar ýmist sem jákvæð, neikvæð, hvorki né eða jöfnuð umfjöllun. Í ljós kom að þótt mun færri fréttir hafi verið fluttar af Pírötum og Regnboganum í fjölmiðlum en til að mynda fjórflokknum sem eru með yfirgnæfandi meirihluta frétta þá eru þessi tvö framboð með hæsta hlutfall jákvæðra frétta. Regnboginn trónir efstur með 27% jákvæðra frétta af tæplega 150 fréttum sem hafa verið fluttar af flokknum. Píratar koma næstir á eftir með 24% jákvæðra frétt af tæplega fjögur hundruð fréttum sem hafa verið fluttar. Framsóknarflokkurinn sem þó er með mun fleiri fréttir eða tæplega 1500 talsins kemur næst á eftir Pírötum með 21% jákvæðra frétta. Sjálfstæðisflokkurinn sem er með tæplega 1900 fréttir á umræddu tímabili er hins vegar með hæsta hlutfall neikvæðra frétta eða 11% og 14% jákvæðra frétta. Framsóknarflokkurinn kemur þar næst á eftir með 9% neikvæðra frétta. Samfylkingin og Vinstri grænir eru svo með 7% neikvæðra frétta en stjórnarflokkarnir tveir eru með langflestar fréttir af öllum flokkum. Samfylking er með tæplega 2600 fréttir og hlutfall jákvæðra frétta er 17% og Vinstri grænir með tæplega 2200 fréttir þar sem hlutfall jákvæðra frétta er 14%. Magnús Heimisson almannatengill og stjórnmálafræðingur hjá Fjölmiðlavaktinni segir greiningu á fréttum fara eftir reglum alþjóðasamtaka greiningarfyrirtækja. „Allar fréttir sem við metum sem hafa kynningarlegt gildi fyrir viðkomandi framboð, auglýsing á stefnumálum, viðtöl við frambjóðendur og svo framvegis metum við sem jákvæða umfjöllun. Öll gagnrýni til dæmis eins og aðsendar greinar, fréttir þar sem verið er að gagnrýna stjórnmálaflokkanna metum við sem neikvæða umfjöllun og allt þar á milli er hvorki né." Samkvæmt vinnureglum Fjölmiðlavaktarinnar er frétt metin jákvæð ef hún er talin skapa jákvætt viðhorf hjá lesendum, hlustendum eða áhorfendum til viðkomandi framboðs. Frétt er metin hvorki né ef ekki eru taldar líkur á að hún auki við jákvætt eða neikvætt viðhorf í garð framboðsins. Frétt er metin neikvæð ef hún er talin líkleg til að skapa neikvætt viðhorf gagnvart viðkomandi framboði. Þá er frétt flokkuð í svokallaða jafnaða umfjöllun ef um neikvæða frétt er að ræða en fram koma skýr sjónarmið frá þeim sem um ræðir, sem dregur úr neikvæðum viðhorfum. Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Píratar og Regnboginn eru með hæsta hlutfall jákvæðra frétta sem fluttar hafa verið af kosningunum undanfarna tvo mánuði samkvæmt úttekt Fjölmiðlavaktarinnar. Framsóknarflokkur kemur þar næst á eftir. Fjölmiðlavaktin hefur fylgst með fréttaflutningi í aðdraganda kosninganna í ljósvaka, prent- og netmiðlum og tekið saman allar fréttir sem hafa verið fluttar af flokkunum sem bjóða nú fram til Alþingis. Fréttirnar voru fluttar á tímabilinu frá fyrsta mars til 23.apríl. Lagt var mat á hverja frétt sem flutt hefur verið um hvert framboð og þær flokkaðar ýmist sem jákvæð, neikvæð, hvorki né eða jöfnuð umfjöllun. Í ljós kom að þótt mun færri fréttir hafi verið fluttar af Pírötum og Regnboganum í fjölmiðlum en til að mynda fjórflokknum sem eru með yfirgnæfandi meirihluta frétta þá eru þessi tvö framboð með hæsta hlutfall jákvæðra frétta. Regnboginn trónir efstur með 27% jákvæðra frétta af tæplega 150 fréttum sem hafa verið fluttar af flokknum. Píratar koma næstir á eftir með 24% jákvæðra frétt af tæplega fjögur hundruð fréttum sem hafa verið fluttar. Framsóknarflokkurinn sem þó er með mun fleiri fréttir eða tæplega 1500 talsins kemur næst á eftir Pírötum með 21% jákvæðra frétta. Sjálfstæðisflokkurinn sem er með tæplega 1900 fréttir á umræddu tímabili er hins vegar með hæsta hlutfall neikvæðra frétta eða 11% og 14% jákvæðra frétta. Framsóknarflokkurinn kemur þar næst á eftir með 9% neikvæðra frétta. Samfylkingin og Vinstri grænir eru svo með 7% neikvæðra frétta en stjórnarflokkarnir tveir eru með langflestar fréttir af öllum flokkum. Samfylking er með tæplega 2600 fréttir og hlutfall jákvæðra frétta er 17% og Vinstri grænir með tæplega 2200 fréttir þar sem hlutfall jákvæðra frétta er 14%. Magnús Heimisson almannatengill og stjórnmálafræðingur hjá Fjölmiðlavaktinni segir greiningu á fréttum fara eftir reglum alþjóðasamtaka greiningarfyrirtækja. „Allar fréttir sem við metum sem hafa kynningarlegt gildi fyrir viðkomandi framboð, auglýsing á stefnumálum, viðtöl við frambjóðendur og svo framvegis metum við sem jákvæða umfjöllun. Öll gagnrýni til dæmis eins og aðsendar greinar, fréttir þar sem verið er að gagnrýna stjórnmálaflokkanna metum við sem neikvæða umfjöllun og allt þar á milli er hvorki né." Samkvæmt vinnureglum Fjölmiðlavaktarinnar er frétt metin jákvæð ef hún er talin skapa jákvætt viðhorf hjá lesendum, hlustendum eða áhorfendum til viðkomandi framboðs. Frétt er metin hvorki né ef ekki eru taldar líkur á að hún auki við jákvætt eða neikvætt viðhorf í garð framboðsins. Frétt er metin neikvæð ef hún er talin líkleg til að skapa neikvætt viðhorf gagnvart viðkomandi framboði. Þá er frétt flokkuð í svokallaða jafnaða umfjöllun ef um neikvæða frétt er að ræða en fram koma skýr sjónarmið frá þeim sem um ræðir, sem dregur úr neikvæðum viðhorfum.
Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira