Lamborghini fyrir egóista Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2013 10:00 Sportbíll með plássi fyrir aðeins einn getur hæglega talist bíll fyrir egóista, eða sjálfhverfa einstaklinga. Hann ber því nafn með rentu þessi Lamborghini Egoista. Smíði bílsins er enn ein afmælisgjöfin sem Lamborghini færir sjálfu sér á 50 ára afmæli fyrirtækisins. Hann var kynntur í einkasamkvæmi starfsfólks Lamborghini. Egoista er með 5,2 lítra og 10 strokka vél sem skilar 600 hestöflum. Innblástur við smíði bílsins var fengin frá Apache þyrlunni og innviðir og stjórntæki bílsins eru mikið í ætt við flugstjórnarklefa í herþotum. Líklegt má telja að þetta verði eina eintakið af Egoista, en engin áform eru um fjöldaframleiðslu hans. Ítalska Lamborghini sportbílafyrirtækið er í eigu Audi, sem aftur er í eigu Volkswagen. Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent
Sportbíll með plássi fyrir aðeins einn getur hæglega talist bíll fyrir egóista, eða sjálfhverfa einstaklinga. Hann ber því nafn með rentu þessi Lamborghini Egoista. Smíði bílsins er enn ein afmælisgjöfin sem Lamborghini færir sjálfu sér á 50 ára afmæli fyrirtækisins. Hann var kynntur í einkasamkvæmi starfsfólks Lamborghini. Egoista er með 5,2 lítra og 10 strokka vél sem skilar 600 hestöflum. Innblástur við smíði bílsins var fengin frá Apache þyrlunni og innviðir og stjórntæki bílsins eru mikið í ætt við flugstjórnarklefa í herþotum. Líklegt má telja að þetta verði eina eintakið af Egoista, en engin áform eru um fjöldaframleiðslu hans. Ítalska Lamborghini sportbílafyrirtækið er í eigu Audi, sem aftur er í eigu Volkswagen.
Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent