Eldri maður ók inní hóp göngufólks og slasaði 60 manns Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2013 08:45 Þau endurðu ekki vel hátíðarhöldin á gönguleiðinni Appalachian Trail í Virginíu. Eldri maður sem átti leið framhjá gönguhópnum missti stjórn á Cadillac bíl sínum og ók eins og snjóplógur gegnum hópinn og slasaði 60 manns, en sem betur fer lést enginn í þessum ósköpum. Meðlimir hópsins þurftu reyndar að lyfta bíl gamalmennisins ofan af öðru göngufólki eftir að hann hafði staðnæmst. Fara þurfti með marga hinna slösuðu með þyrlu á nærliggjandi sjúkrahús. Hátíðarhöldum var í kjölfarið frestað um einn dag, en þetta er 27. árið í röð sem minnst er þessarar fornu gönguleiðar með fjölmennri göngu um hluta leiðarinnar. Það má teljast ólíklegt að gamli maðurinn haldi ökuskírteini sínu og hefur hann verið ákærður fyrir athæfið, en ekki er vitað hvað olli því að hann ók beint inní hópinn. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent
Þau endurðu ekki vel hátíðarhöldin á gönguleiðinni Appalachian Trail í Virginíu. Eldri maður sem átti leið framhjá gönguhópnum missti stjórn á Cadillac bíl sínum og ók eins og snjóplógur gegnum hópinn og slasaði 60 manns, en sem betur fer lést enginn í þessum ósköpum. Meðlimir hópsins þurftu reyndar að lyfta bíl gamalmennisins ofan af öðru göngufólki eftir að hann hafði staðnæmst. Fara þurfti með marga hinna slösuðu með þyrlu á nærliggjandi sjúkrahús. Hátíðarhöldum var í kjölfarið frestað um einn dag, en þetta er 27. árið í röð sem minnst er þessarar fornu gönguleiðar með fjölmennri göngu um hluta leiðarinnar. Það má teljast ólíklegt að gamli maðurinn haldi ökuskírteini sínu og hefur hann verið ákærður fyrir athæfið, en ekki er vitað hvað olli því að hann ók beint inní hópinn.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent