Upptökur á Game of Thrones hefjast í júlí Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 25. júní 2013 12:51 Leikarinn Kit Harrington hefur heimsótt Ísland síðustu tvö ár. Ekki liggur fyrir hvort hann verður í föruneyti þáttanna að þessu sinni. Von er á tökuliði frá HBO-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum til Íslands í júlí til að taka upp atriði í ævintýrasjónvarpsþættina vinsælu Game of Thrones. Þetta verður í þriðja sinn sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands en sá munur er á tökunum í sumar og hinum að í þetta sinn munu tökur fram að sumarlagi. Snorri Þórisson, forstjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus, sem stendur að tökunum, segir að tökurnar muni fara fram á Suðurlandi og verða svipaðar að umfangi og síðustu tvö ár. „Þetta er allt að gerast seinni hluta júlí mánaðar. Umfangið er mjög svipað. Þetta hafa verið á annað hundrað manns og með aukaleikurum farið yfir 200 í heildina.“ Pegasus auglýsti á dögunum eftir tuttugu sköllóttum Íslendingum til að taka að sér aukahlutverk í þáttunum. Snorri segir að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. „Já, við fengum dálítið mikið af sköllóttum mönnum. Það er greinilegt að Íslendingar eru að missa hárið núna.“ Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns en önnur atriði í þáttunum hafa verið tekin upp á Norður-Írlandi, í Skotlandi, á Möltu, í Marokkó og í Króatíu. Game of Thrones Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Von er á tökuliði frá HBO-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum til Íslands í júlí til að taka upp atriði í ævintýrasjónvarpsþættina vinsælu Game of Thrones. Þetta verður í þriðja sinn sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands en sá munur er á tökunum í sumar og hinum að í þetta sinn munu tökur fram að sumarlagi. Snorri Þórisson, forstjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus, sem stendur að tökunum, segir að tökurnar muni fara fram á Suðurlandi og verða svipaðar að umfangi og síðustu tvö ár. „Þetta er allt að gerast seinni hluta júlí mánaðar. Umfangið er mjög svipað. Þetta hafa verið á annað hundrað manns og með aukaleikurum farið yfir 200 í heildina.“ Pegasus auglýsti á dögunum eftir tuttugu sköllóttum Íslendingum til að taka að sér aukahlutverk í þáttunum. Snorri segir að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. „Já, við fengum dálítið mikið af sköllóttum mönnum. Það er greinilegt að Íslendingar eru að missa hárið núna.“ Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns en önnur atriði í þáttunum hafa verið tekin upp á Norður-Írlandi, í Skotlandi, á Möltu, í Marokkó og í Króatíu.
Game of Thrones Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira