Porsche efst í ánægjukönnun J.D. Power 9. sinn í röð Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2013 11:00 Eina ferðina enn eru eigendur ánægðastir með Porsche Á hverju ári mælir J.D. Power ánægju eigenda nýrra bíla sem þeir hafa átt í þrjá mánuði og eru 83.000 þeirra spurðir 77 mismunandi spurninga varðandi ánægju sína eða óænægju með allt er varðar bílinn. Spurt var frá febrúar til maí í ár. Eina ferðina enn trónir Porsche á toppnum sem það merki sem eigendur eru ánægðastir með. Næstu merki á eftir eru Audi, BMW, Land Rover, Lexus og Mercedes-Benz jöfn, Cadillac, Jaguar, Lincoln og Infiniti. Á botni listans eru bílaframleiðandinn Smart og þar fyrir ofan Mitsubishi, Subaru, Jeep og Toyota. Þau fyrirtæki sem féllu mest á listanum milli ára voru Chrysler sem féll um 8 sæti, Toyota um 7, Ford um 6 og Jaguar, Mini og Dodge féllu um 5 sæti. Í könnuninni er einnig hægt að taka út einstaka bílgerðir og þar trónir hin nýja gerð Range Rover jeppans. Hann fékk 898 stig af 1.000 mögulegum, en meðaltal allra bíla var 795 stig og hafði hækkað frá 788 í fyrra. Audi, Land Rover, Ram, Buick og Honda hækkuðu öll um 2 sæti á milli ára og Lexus, Cadillac, Lincoln og Nissan hækkuðu um eitt.Volkswagen grúppan í heild leiddi aðra bílaframleiðendur með 5 bílgerðir sem skoruðu hæst í sínum flokki. Voru það bílarnir Audi Allroad, Porsche Boxster, Porsche Cayenne, Volkswagen GTI og Volkswagen Passat. Aðrar bílgerðir sem unnu sína flokka voru Ford F-250/F-350 Super Duty, Ford Mustang, Nissan Armada og Murano, BMW 5, Buick Encore, Dodge Charger, Fiat 500, Honda Odyssey, Kia Soul, Land Rover Range Rover, Lexus LS, Lincoln MKZ, Mazda CX-5 og Mercedes-Benz S-Class. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent
Á hverju ári mælir J.D. Power ánægju eigenda nýrra bíla sem þeir hafa átt í þrjá mánuði og eru 83.000 þeirra spurðir 77 mismunandi spurninga varðandi ánægju sína eða óænægju með allt er varðar bílinn. Spurt var frá febrúar til maí í ár. Eina ferðina enn trónir Porsche á toppnum sem það merki sem eigendur eru ánægðastir með. Næstu merki á eftir eru Audi, BMW, Land Rover, Lexus og Mercedes-Benz jöfn, Cadillac, Jaguar, Lincoln og Infiniti. Á botni listans eru bílaframleiðandinn Smart og þar fyrir ofan Mitsubishi, Subaru, Jeep og Toyota. Þau fyrirtæki sem féllu mest á listanum milli ára voru Chrysler sem féll um 8 sæti, Toyota um 7, Ford um 6 og Jaguar, Mini og Dodge féllu um 5 sæti. Í könnuninni er einnig hægt að taka út einstaka bílgerðir og þar trónir hin nýja gerð Range Rover jeppans. Hann fékk 898 stig af 1.000 mögulegum, en meðaltal allra bíla var 795 stig og hafði hækkað frá 788 í fyrra. Audi, Land Rover, Ram, Buick og Honda hækkuðu öll um 2 sæti á milli ára og Lexus, Cadillac, Lincoln og Nissan hækkuðu um eitt.Volkswagen grúppan í heild leiddi aðra bílaframleiðendur með 5 bílgerðir sem skoruðu hæst í sínum flokki. Voru það bílarnir Audi Allroad, Porsche Boxster, Porsche Cayenne, Volkswagen GTI og Volkswagen Passat. Aðrar bílgerðir sem unnu sína flokka voru Ford F-250/F-350 Super Duty, Ford Mustang, Nissan Armada og Murano, BMW 5, Buick Encore, Dodge Charger, Fiat 500, Honda Odyssey, Kia Soul, Land Rover Range Rover, Lexus LS, Lincoln MKZ, Mazda CX-5 og Mercedes-Benz S-Class.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent