Cadillac endurhannar merkið Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2013 12:30 Merki Cadillac eru orðin nær óteljandi Eins og sést á meðfylgjandi mynd hefur merki Cadillac verið breytt margoft og hver áratugur fengið sitt útlit. Reyndar eru breytingarnar orðnar nærri 40 talsins í 111 ára sögu fyrirtækisins. Nú stendur til að breyta merkinu eina ferðina enn, en merkið þykir bæði orðið gamaldags og of flókið. Við því er búist að nýtt merki verði kynnt á nýjum hugmyndabíl Cadillac sem sýndur verður í Pebble Beach í næsta mánuði. Cadillac hefur látið gera kannanir á viðbrögðum fólks við núverandi merki. Þar kemur í ljós að fólk álítur merkið slæmt og að það standi fyrir afturhaldssemi og úr sér gengna hönnun. Það rímar ekki alveg við þá framtíðarsýn sem forkólfar Cadillac hafa á núverandi og framtíðarbílum sínum. Núverandi merki Cadillac er tvíþætt því utanum innrammaðan gunnfána er lárviðarsveigur sem stendur sér. Búist er við því að nýtt merki Cadillac samanstandi af einu samliggjandi einföldu merki sem hönnuðir Cadillac geta bæði sett framan á grill nýrra bíla, sem og ofan á húdd þeirra, allt eftir hentugleika. Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður
Eins og sést á meðfylgjandi mynd hefur merki Cadillac verið breytt margoft og hver áratugur fengið sitt útlit. Reyndar eru breytingarnar orðnar nærri 40 talsins í 111 ára sögu fyrirtækisins. Nú stendur til að breyta merkinu eina ferðina enn, en merkið þykir bæði orðið gamaldags og of flókið. Við því er búist að nýtt merki verði kynnt á nýjum hugmyndabíl Cadillac sem sýndur verður í Pebble Beach í næsta mánuði. Cadillac hefur látið gera kannanir á viðbrögðum fólks við núverandi merki. Þar kemur í ljós að fólk álítur merkið slæmt og að það standi fyrir afturhaldssemi og úr sér gengna hönnun. Það rímar ekki alveg við þá framtíðarsýn sem forkólfar Cadillac hafa á núverandi og framtíðarbílum sínum. Núverandi merki Cadillac er tvíþætt því utanum innrammaðan gunnfána er lárviðarsveigur sem stendur sér. Búist er við því að nýtt merki Cadillac samanstandi af einu samliggjandi einföldu merki sem hönnuðir Cadillac geta bæði sett framan á grill nýrra bíla, sem og ofan á húdd þeirra, allt eftir hentugleika.
Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður