Matur

Ítalskar bollur með kúrbít

Marín Manda skrifar
María Krista Hreiðarsdóttir
María Krista Hreiðarsdóttir

María Krista Hreiðarsdóttir heldur úti skemmtilegu matarbloggi og  er mjög hlynnt LKL mataræðinu. María deilir hér einfaldri uppskrift af ítölskum bollum með kúrbít. 

Um 15-20 stk

160 gr rifinn kúrbítur, þarf ekki að útvatna

80 gr möndlumjöl/Funksjonell

80 gr kókoshveiti/Funksjonell

60 gr HUSK

2 msk ítalskt krydd t.d. Pottagaldur

4 egg

1 msk svartur pipar

1 msk gróft sjávarsalt

200 ml vatn, mjög sniðugt að nota sódavatn

1 msk lyftiduft

4 msk ólífuolía

Blanda öllu saman í hrærivél, móta góðar bollur.

Strá hörfræ og sesamfræi yfir ásamt smá sjávarsalti og baka í 45-50 mín á 170 gráðum.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.