Heimagerð Thai Sweet Chili sósa Soffía Gísladóttir skrifar 22. október 2013 18:00 Matarbloggarinn Soffía Gísladóttir gefur uppskrift af sætri chili sósu. Það var nokkuð gott sem Michael Pollan talaði um í einni bókinni sinni um hvernig stórmarkaðir eru byggðir upp. Og sú lýsing smellpassar við stórmarkaðina hér á Íslandi. Ég man ekki nákvæmlega hvernig hann orðaði þetta en málið er að versla hringinn í kringum búðina, allt sem er meðfram útveggjum búðarinnar því þar staðsetja þeir ferskmetið, mat sem hefur ekki hillulíf upp á marga mánuði eða er stútfullt af allt of miklu salti eða sykri. Maður byrjar á fersku grænmeti og ávöxtum, færir sig svo í fiskinn og kjötið. Því næst tekur við egg og mjólkurvörur. Svo fer maður “inn í búðina” einstaka sinnum til að ná sér til dæmis í hreinlætisvörur, hveiti og sykur. Annað sem er í hillurekkunum og frystikistum eru meira og minna unnar vörur sem maður á að forðast. Ég versla nánast aldrei tilbúnar vörur. Mér finnst Thai Sweet Chili sósa ómissandi með núðluréttum og öðrum asískum mat, en hélt að það væri fremur flókið að gera þannig sósu svo að hún líktist þessum sem ég er vön að kaupa. En viti menn. Eftir 10 mínútna mall úr örfáum hráefnum var komin dásamlega bragðgóð sæt chili sósa. Ég er ekki að ýkja, það tekur ekki nema 10 mínútur að búa til þessa sósu þegar maður er kominn upp á lagið með það. Gómsæt chili sósa!Mynd/Soffía Gísladóttir Ég fæ íslenskan chile pipar í öllum mögulegum styrkleika og frábæran bragðmikinn hvítlauk frá Ítalíu í Frú Laugu. (Chili, chilli, chile...ég kalla þetta chile, það þykir voða fínt hjá"hard core" chile aðdáendum).Hráefni:3 hvítlauksrif, afhýdd2 rauðir chile piprar (með eða án fræja)1.2 dl sykur1.8 dl vatn0.6 dl borðedik1/2 msk salt1 msk kornsterkja eða kartöflusterkja2 msk vatn Chile frá Frú Laugu.Mynd/Soffía Gísladóttir Fyrst er að smakka til rauða chile piparinn. Þeir geta verið mis sterkir. Í þessa sósu er gott að vera með fremur bragðsterkan chile. Ef þið eruð með mjög sterkan chile þá getið þið notað minna af fræunum eða skafið þau öll í burtu, en í þeim er mesti hitinn. Setjið allt í blender nema kornsterkjuna og 2 msk af vatni. Maukið vel. Setjið maukið í pott og leyfið suðu koma upp. Lækkið hitann niður í meðalhita og látið malla þar til sósan byrjar örlítið að þykkna, um 3 mínútur. Hrærið saman kornsterkju og vatni og bætið út í sósuna, hrærið í pottinum um leið og þið hellið sterkjunni út í og látið malla í 1 mínútu. Kornsterkjan þykkir sósuna og gefur henni flotta áferð, annars væri þetta bara eins og þunn sósa með chile bitum fljótandi á yfirborðinu. Kælið sósuna alveg og setjið í sótthreinsaða krukku og geymið í ísskáp. Útkoman var fullkomin rauð chili sósa.Mynd/Soffía Gísladóttir Ég hef einnig notað grænan chile pipar. Ef þið ætlið að gera svona sósu í einhverju magni til að geyma í lengri tíma þá er talað um að nota "Pre-gelatinized" sterkju. Ég læt mér bara duga minna magn í einu, enda er þetta einföld og fljótleg uppskrift. Áferðin á sósunni var fullkomin, styrkleikurinn á chilebragðinu góður, fersk hvítlauks og chile lykt ilmaði um húsið. Best af öllu er að nú er maður miklu nær því að vita hvað fer ofan í mann og sykurmagninu getur maður stjórnað sjálfur. Soffía heldur úti matarblogginu Húsið við sjóinn. Sósur Uppskriftir Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist
Það var nokkuð gott sem Michael Pollan talaði um í einni bókinni sinni um hvernig stórmarkaðir eru byggðir upp. Og sú lýsing smellpassar við stórmarkaðina hér á Íslandi. Ég man ekki nákvæmlega hvernig hann orðaði þetta en málið er að versla hringinn í kringum búðina, allt sem er meðfram útveggjum búðarinnar því þar staðsetja þeir ferskmetið, mat sem hefur ekki hillulíf upp á marga mánuði eða er stútfullt af allt of miklu salti eða sykri. Maður byrjar á fersku grænmeti og ávöxtum, færir sig svo í fiskinn og kjötið. Því næst tekur við egg og mjólkurvörur. Svo fer maður “inn í búðina” einstaka sinnum til að ná sér til dæmis í hreinlætisvörur, hveiti og sykur. Annað sem er í hillurekkunum og frystikistum eru meira og minna unnar vörur sem maður á að forðast. Ég versla nánast aldrei tilbúnar vörur. Mér finnst Thai Sweet Chili sósa ómissandi með núðluréttum og öðrum asískum mat, en hélt að það væri fremur flókið að gera þannig sósu svo að hún líktist þessum sem ég er vön að kaupa. En viti menn. Eftir 10 mínútna mall úr örfáum hráefnum var komin dásamlega bragðgóð sæt chili sósa. Ég er ekki að ýkja, það tekur ekki nema 10 mínútur að búa til þessa sósu þegar maður er kominn upp á lagið með það. Gómsæt chili sósa!Mynd/Soffía Gísladóttir Ég fæ íslenskan chile pipar í öllum mögulegum styrkleika og frábæran bragðmikinn hvítlauk frá Ítalíu í Frú Laugu. (Chili, chilli, chile...ég kalla þetta chile, það þykir voða fínt hjá"hard core" chile aðdáendum).Hráefni:3 hvítlauksrif, afhýdd2 rauðir chile piprar (með eða án fræja)1.2 dl sykur1.8 dl vatn0.6 dl borðedik1/2 msk salt1 msk kornsterkja eða kartöflusterkja2 msk vatn Chile frá Frú Laugu.Mynd/Soffía Gísladóttir Fyrst er að smakka til rauða chile piparinn. Þeir geta verið mis sterkir. Í þessa sósu er gott að vera með fremur bragðsterkan chile. Ef þið eruð með mjög sterkan chile þá getið þið notað minna af fræunum eða skafið þau öll í burtu, en í þeim er mesti hitinn. Setjið allt í blender nema kornsterkjuna og 2 msk af vatni. Maukið vel. Setjið maukið í pott og leyfið suðu koma upp. Lækkið hitann niður í meðalhita og látið malla þar til sósan byrjar örlítið að þykkna, um 3 mínútur. Hrærið saman kornsterkju og vatni og bætið út í sósuna, hrærið í pottinum um leið og þið hellið sterkjunni út í og látið malla í 1 mínútu. Kornsterkjan þykkir sósuna og gefur henni flotta áferð, annars væri þetta bara eins og þunn sósa með chile bitum fljótandi á yfirborðinu. Kælið sósuna alveg og setjið í sótthreinsaða krukku og geymið í ísskáp. Útkoman var fullkomin rauð chili sósa.Mynd/Soffía Gísladóttir Ég hef einnig notað grænan chile pipar. Ef þið ætlið að gera svona sósu í einhverju magni til að geyma í lengri tíma þá er talað um að nota "Pre-gelatinized" sterkju. Ég læt mér bara duga minna magn í einu, enda er þetta einföld og fljótleg uppskrift. Áferðin á sósunni var fullkomin, styrkleikurinn á chilebragðinu góður, fersk hvítlauks og chile lykt ilmaði um húsið. Best af öllu er að nú er maður miklu nær því að vita hvað fer ofan í mann og sykurmagninu getur maður stjórnað sjálfur. Soffía heldur úti matarblogginu Húsið við sjóinn.
Sósur Uppskriftir Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið