Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2013 18:00 Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. Við það hefðu sextíu störf tapast úr samfélaginu. Sjávarbyggðir víða um land lifðu margar sinn mesta uppgangstíma þegar þar var togari sem landaði fyrir frystihús. Þetta fyrirkomulag er enn við lýði á Seyðisfirði, í fyrirtækjum sem stýrt er af formanni Landssambands íslenskra útvegsmanna, Adolf Guðmundssyni. Við togarann Gullver, sem orðinn er þrjátíu ára gamall, vinna 25 manns en skipið skapar jafnframt 35 manns atvinnu í fiskvinnslu hjá Brimbergi. „Ef héðan hverfa 60 störf þá sjá menn alveg hvað gerist. Það er það sem mér hefur fundist í allri þeirri umræðu um sjávarútvegsmálin núna, þegar verið er að tala um þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki, þá hefur verið lítill skilningur á því að menn þurfa að hugsa um þessi litlu samfélög,” segir Adolf, en hann er framkvæmdastjóri útgerðarinnar Gullbergs og stjórnarformaður frystihússins Brimbergs. Meðan afkoma stærri útgerða er góð segir hann annað gilda um minni fyrirtækin og staðhæfir að veiðigjöld eins og stefndi í hjá síðustu ríkisstjórn hefðu riðið þessari útgerð að fullu. „Ef lögunum hefði ekki verið kippt úr sambandi þá er engin launung á því að ég hefði tekið ákvörðun um það og lagt það fyrir eigendurna að hætta rekstri,” segir Adolf. Veiðigjöld hefðu farið úr átta prósentum af veltu upp í sextán prósent. „Við borguðum 73 milljónir á síðasta ári í veiðigjöld á 900 milljóna veltu og við hefðum farið í milli 140 og 150 milljónir á þessu fiskveiðiári ef lögin hefðu verið óbreytt. Það sjá það allir að það gengur ekki upp til lengdar. Það étur þá bara upp fyrirtækin innanfrá. Menn lenda í vanskilum og geta ekki staðið í skilum með það sem þeir eiga að gera.”Landað úr togaranum Gullveri á Seyðisfirði. Togarinn heldur uppi fiskvinnslunni í bænum.Hann segir útgerðina tilbúna að borga það sem hann kallar hóflegt veiðigjald og verkefnið framundan sé að skilgreina hvað hóflegt veiðigjald sé. „Við skilgreinum það þannig að hóflegt veiðigjald sé það að fyrirtækin lifi og dafni og geti fjárfest. En við höfum alltaf sagt að við eigum að borga. Alltaf.” Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld var fjallað um stöðu útgerðarmannsins í samfélaginu á Seyðisfirði og samspil þess og togarans. Seyðisfjörður Um land allt Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. Við það hefðu sextíu störf tapast úr samfélaginu. Sjávarbyggðir víða um land lifðu margar sinn mesta uppgangstíma þegar þar var togari sem landaði fyrir frystihús. Þetta fyrirkomulag er enn við lýði á Seyðisfirði, í fyrirtækjum sem stýrt er af formanni Landssambands íslenskra útvegsmanna, Adolf Guðmundssyni. Við togarann Gullver, sem orðinn er þrjátíu ára gamall, vinna 25 manns en skipið skapar jafnframt 35 manns atvinnu í fiskvinnslu hjá Brimbergi. „Ef héðan hverfa 60 störf þá sjá menn alveg hvað gerist. Það er það sem mér hefur fundist í allri þeirri umræðu um sjávarútvegsmálin núna, þegar verið er að tala um þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki, þá hefur verið lítill skilningur á því að menn þurfa að hugsa um þessi litlu samfélög,” segir Adolf, en hann er framkvæmdastjóri útgerðarinnar Gullbergs og stjórnarformaður frystihússins Brimbergs. Meðan afkoma stærri útgerða er góð segir hann annað gilda um minni fyrirtækin og staðhæfir að veiðigjöld eins og stefndi í hjá síðustu ríkisstjórn hefðu riðið þessari útgerð að fullu. „Ef lögunum hefði ekki verið kippt úr sambandi þá er engin launung á því að ég hefði tekið ákvörðun um það og lagt það fyrir eigendurna að hætta rekstri,” segir Adolf. Veiðigjöld hefðu farið úr átta prósentum af veltu upp í sextán prósent. „Við borguðum 73 milljónir á síðasta ári í veiðigjöld á 900 milljóna veltu og við hefðum farið í milli 140 og 150 milljónir á þessu fiskveiðiári ef lögin hefðu verið óbreytt. Það sjá það allir að það gengur ekki upp til lengdar. Það étur þá bara upp fyrirtækin innanfrá. Menn lenda í vanskilum og geta ekki staðið í skilum með það sem þeir eiga að gera.”Landað úr togaranum Gullveri á Seyðisfirði. Togarinn heldur uppi fiskvinnslunni í bænum.Hann segir útgerðina tilbúna að borga það sem hann kallar hóflegt veiðigjald og verkefnið framundan sé að skilgreina hvað hóflegt veiðigjald sé. „Við skilgreinum það þannig að hóflegt veiðigjald sé það að fyrirtækin lifi og dafni og geti fjárfest. En við höfum alltaf sagt að við eigum að borga. Alltaf.” Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld var fjallað um stöðu útgerðarmannsins í samfélaginu á Seyðisfirði og samspil þess og togarans.
Seyðisfjörður Um land allt Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira